Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 6
84
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
tóku því næst allar föggur mínar, klæddu mig
úr fötunum og skildu mig eftir því nær nak-
inn og tnikið meiddan. En ökumaðurinn snerf
við og hjelt heimleiðis e'ns og ekkert hefði
í skorist og leit ekki við mjer, þar sem jeg lá
svo gott sem ósjálibjarga.
Jeg reyndi að brölta á fælur og skjögraði
áleiðis eftir veginum; en ekki hafði jeg langt
farið, þegar jeg hneig niður meðvitundarlaus.
Eftir því sem síðar upplýstist, hafði maður,
er þarna bjó skamt frá, fundið mig þarna og
var jeg svo borinn heim til hans. Af hend-
ingu þekti maður þessi Privelege lávarð og
víssi, að ættarnafn hans var Simple. En að
það væri mitt nafn sást á nærfötum mínum,
sem merkt voru fullu nafni. Maðurinn sendi
nú boð til lávarðarins og sagði ’nonum, hvern-
ig ástatt var um mig. Hann greip dauðfeginn
tækifærið til þess að reyna að ryðja mjer nú
úr vegi fyrir fult og alt. Hann Ijet ekki lengi
bíða eftir sjer, en kom fljótt og hafði einn þjón
sinn með sjer og Ijest vera læknir. Jeg lá
dauðvona í heilabólgu og vissi hvorki í þenn-
an heim nje annan, en »læknirinn« kvað mig
ferðafæran. Var jeg svo eftir hans boði færð-
ur þangað, sem jeg nokkrum dögum síðar
kom til sjálfs mfn.
Enga hugmynd hafði jeg þó um neitt, er
skeð hafði, eftir að jeg hneig niður á veginum,
og þvi síður vissi jeg, hvar jeg var. Það var
myrkur í herberginu og jeg gat ekkert greint
af því, er inni var. Jeg þóttist vita, að jeg
mundi hafa ætlað að ráða sjálfan mig af dög-
um í óráðinu, því að hendur mínar voru ramm-
lega bundnar. Jeg var lengi búinn að brjóta
heilann um þessa hluti, þegar loks að dyrunum
var lokið upp.
»Hver er þarna?« spurði jeg.
»Jæja, þjer eruð þá raknaður við,« sagði
hranaleg rödd. »Kanske maður gefi þjer þá
svolitla glætu.«
Um leið og* hann sagði þetta, tók hann
hlerann frá, er byrgði gluggann að innanverðu.-
Nú sá jeg, að jeg lá í dálitlu hetbergi. í her-
berginu, sem var hvítkalkað, var ekki nokkur
skapaður hlutur, nema rúmfletið, sem jeg lá í
og járngrindur voru fyrir glugganum.
»Hvar í heimitium er jeg n:ðurkominn?«
hrópaði jeg. Jeg fyltist ósjálfrátt geigvænni
skelfingu, er jeg sá, hvern'g herbergið var.
»Nú — auðvitað á vitfirringahæl nu Bedlam,« ’)
var svarið.
Ellefti kafli.
»Alt er gott, þegar endirinn er góður.«
Sögulok.
Pessi tíðindi urðu mjer um megn. Jeg hneig
meðvitundarlaus niður á koddann. Þegar jeg
raknaði við aftur, stóð læknir yfir mjer og
rannsakaði blóðhitann. Jeg grátbað lækninn
að segja mjer, hvernig jeg hefði hingað komist
og hvers vegna jeg væri hjet.
Hann svaraði vingjarnlega og í meðaumkv-
unarróm, að jeg væri hjer kominn eftir óskum
vina minna. Kvað hann mig ekki skorta skyldi
neitt, jeg skyldi fá alla þá hjúkrun, er kostur
væri á.
Jeg sagði honum hver jeg væri, og hvernig á
sjúkdómi mínum slæði, en hann hristi höfuðið
og fór.
Jeg komst seinna að því, að föðiírbróðir
minn hafði skýrt þeim frá því, að jeg gengi
með þá flugu í höfðinu, að jeg hjeti Simple
og væri rjetfur erfingi að eignum og lávarðar-
titli Piivileges-ættarinnar. Kvað hann mig
stundum hafa ætlað að þröngva sjer með hót-
unum, að leggja eignir og tign í sínar hendur,
og hefði jeg í því skyni troðist emu s:nni inn
á heimili sitt. Að öðru leyti kvað hann mig
meinleysisrolu, rólegan og, að því er virtist,
oftast með fullu viti.
‘) Bedlam (eiginlega Betlehem) er alþekt geð-
veikrahæli í Lundúnaborg. Þetta var fyrst klaustur,
stofnað 1246. En klaustrið var gefið Lundúnaborg,
er klausturlíf var afnumið á Englandi. Þýð.