Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 85 Það var því eðlilegt, að útsLýringar mínar bæri ekki mikinn árangur. Regar liðinn var mánaðartími, liætti læknir- inn að koma, því að jeg var álitinn ólæknand', en að sama skapi meinhægur og hættulaus. Undarlega fljótt sljóvguðust tilfinningar mín- ar algerlega fyrir þessu, og jeg varð æ þung- lyndari. Einhver hirðu- og kæruleysisdeyfð um hagi mína ágerðist æ því meira er lengur leið. Er jeg hafði hýrst þarna því nær í heilt ár, vildi svo til einu sinni sem oftar, að ferða- menn nokkrir, sem fengið höfðu leyfi til að skoða þetta fræga geðveikrahæli, komu inn í klefa minn. »Pessi ungi maður,* sagði læknirinn, sem fylgdi gestunum, »þjáist af undarlegri mein- loku. Hann þykist heita Simple og vera rjett- ur erfingi að eignum og metorðum Privileges lávarðar.« Einn af gestunum gekk þá til mín og virti mig vandlega fyrir sjer. • »Petla er líka hann!« sagði gesturinn. Lækn- irinn starði á hann steini lostinn. »Pjetur! Pekkirðu mig ekki?« Jeg hrökk upp af dvala- leiðslunni. Petta var O’Brian hershöfðingi. Jeg fleygði mjer um háls hans og hágrjet. »Jeg fullvissa yður um það, herra læknir,« hjelt hershöfðinginn áfram, »að þetta er herra Simple, bróðursonur núverandi Privileges lá- varðar, og — að því er jeg best veit — erf- ingi að lávarðstigninni — eini rjetti erfinginn. Og sje hjerv'st hans bygð á þeim fullyrðing- um hans, að hann sje sá, er hann er í raun rjeltri, þá er vera hans hjer að sjálfsögðu með öllu ólögleg. Jeg er útlendingur hjer og her- fangi, sem ferðast um frjáls gegn drengskapar- heiti. En mig skortir ekki, þrátt fyrir það, góða vini. Heyrið mjer, Belmore lávarðúr!« sagði hann við einn af gestunum. »Jeg legg hjer við drengskap minn, að þetta, sem jeg nú segi, er heilagur sannleiki. Jeg bið yður í öllum bæn- um að beita til þess áhrifum yðar og krefjast þess, að þessum unga manni verði tafarlaust slept hjeðan.« Menn þessir báru nú allir saman ráð sín stundarkorn, ásamt lækninum, og hafði það þinn árangur, að j?g Ijekk að fara með þeim og yfirgefa hælið að fullu og öllu. Mig s/imaði, er mjer varð Ijós þessi snögg- lega, gagngerða breyting á högum mínum, og jeg var all-lengi að átta mig og komast í skiln- ing um, að jeg ætti að fylgjast með hershöfð- ingjanum. Jeg studdist við armlegg hans og við stigum upp í vagn hans, sem beið þar úti fyrir. Við ókum nú til gistihússins, þar sem hann bjó, í Dover-stræti. Pegar við vorum rjett komnir að gistihúsinu, spurði hann mig nær- gætnislega, hvort jeg mundi þola frekari geðs- hræringu í bráðina. »Er það eitthvað um Celeste?* spurði jeg veikri röddu. »Já, svo er víst, kæri Pjetur minn. Hún er hjerna hjá mjer.« Hann þiýsti innilega hönd mína. »Hvernig á jeg nú að gera mjer nokkra von um, að ná ástum Celeste?* »Nú er þess meiri von en nokkurn tíma fyr,« svaraði hershöfðinginn. »Alt hennar lif, öll hennar orð og verk, er helgað yður. Hún virðist einungis lifa og anda yðar vegua. Og þótt þjer væruð beiningamaður, gerði það ekk- ert til — jeg á nóg handa okkur öllum.* Jeg tók innilega í hönd hershöfðingjans, en svo hrærður var jeg, að jeg mátti engu orði upp koma. Við stigum út úr vagninum, og að s*undar- korni liðnu hvíldi jeg í faðmi Celeste, sem, eins og von var, varð mjög undrandi yfir að sjá mig birtast svona alt í einu. En gleði hennar verður e;gi með orðum lýst. Jeg fjekk nú að vita, hvernig á þvi stóð, að Celeste og faðir hennar dvöldu í Englandi. Englendingar höfðu unnið Martiník-eyjuna af Frökkum fýrir 6 mánuðum síðan og hafði alt setuliðið gef st upp og verið tekið til fanga af Englendingum. O’Brian hershöfðingi var flutt- ur til Englands og veitt fult frelsi gegn dreng- skaparheiti, því að hann var vinmargur bæði í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.