Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 14
92
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Hvað viljið þjev að jeg geri? Jeg á ekki
við hlutabrjefin, heldur gagnvart ungfrú Bech.«
>Rað er ekki mitt að að ráðleggja yður í
þessu máli, kæri Steele. Rjer eruð heiðurs-
maður. Rjer hafið gert yður sekan í glappa-
skoti, sem ef til vill getur varðað hamingju
saklausrar slúlku. Nú eigið þjer eigi heimt-
ingu á, að jeg skýri þetta nánar. Nú er yðar
hluti eftir.*
»Hvar eigið þjer heima?«
»Á Qrand Hotel.«
jRá ætla jeg með yðar leyfi að heimsækja
ungfrú Bech kl. 4 á morgun, ef þjer haldið,
að sá heimsóknartími sje viðeigandi.*
Hinn feiti óbersti þrýsti hendi Steele sýni-
lega í geðshræringu.
»Pjer eruð heiðursmaður,« mælti hann.
»Pegar þjer hittið frænku mína, megið jajer
eigi láta hana vita, að jeg hafi talað við yður.«
»Pað megið þjer reiða yður á.«
»Heyrið þjer, Steele, svo að við snúum okkur
að viðskiftunum, þá segið mjer hvað þjer ætiið
að gera við þessi Northern Pvcific hlutabrjef,
sem þjer eigið? Jeg skal gjarnan kaupa þau
eða selja þau fyrir yður, ef þjer viljið.«
»Jeg get ekki selt þau sem stendur, óbersti.«
»Jeg tók svo eftir, aðþjerættuð þau ennþá.«
»Pað er satt, en jeg kæri mig ekki um að
selja þau sem stendur.«
»Pað er háskalegt að bíða með söluna,
Steele.«
»Jeg veit það,« svaraði Steele í málróm,
sem greinilega gaf til kynna, að um þetta
var gagnslaust að ræða, Bech óbersti stóð
því á fætur og kvaddi með svo mikilli ástúð,
að það gekk næstum úr hófi og skildi Steele
eftir í þungum þönkum.
Tímans tönn hafði eigi b tið mikið á ung-
frú Sadie Bech. Hún heilsaði Steele glaðlega,
en það var dálítill þunglyndisblær í rödd
hénnnar.
»Jeg hitti frænda yðar af tilviljun í gær-
kvöld og hann sagði mjer, að þjer væruð í
Neapel, svo að jeg bað leyfis að mega heim-
Sækja yður,«
»Já, hanri sagði mjer, að hann hefði hitt
yður,« svaraði hin unga stúlka b'ált áíram.
»Mjer er sönn ánægja að sjá yður aftur, því,
eins og þjer munið, tkildum við næstum í
reiði;« og Sadie leit blám augunum andaitak
framan í hann og andvarpaði við.
»Ungfrú Bech — « hóf hann máls, er hún
tók fram í fyrir honum með skjálfandi rödd
og tárperla glitraði á hvarmi hennar.
»Fyrrum nefnduð þjer mig Sadie.«
»GömIu dagarnir eru að eilífu gleymdr.*
Pessi orð voru síðasta tilraun hans til að
losa sig úr þeim læðingi, sem hann var að
fjötrast í, og hann tann að það var dónalegt
af sjer, að hafa sagt það. Áhrif þeirra voru
auðsæ á ungu stúlkunni. Hún hnje niður að
borðinu, grúfði sig niður »í hendur sínar og
grjet biturlega.
»Ó, ekki að því er mig snertir — ekki að
því er mig snertir — « andvarpaði hún.
»Pjer hafið et til vill gleymt umliðnum dög-
um. — Já, þeim hafið þjer áreiðanlega gleymt.
Yfirgefið mig því og látið mig í friði með
endurminningar mínar! Hvers vegna? Ó,
hvers vegna komuð þjer og heimsóttuð mig
aftur ?«
Petta reið baggamuninn. Hann lagði hönd
sína á öxl henni og talaði um fyrir henni.
Hálftíma síðar kom Steele út úr gistihúsinu
og hjelt beint til ameríska sendiherrans.
»Halló, gamli vinur! Hvað gengur að
yður?« hrópaði James Stohes. »Pjer eruð ná-
hvítur yfirlitum eins og vofa.«
»Pað gengur ekkert að mjer. Svaf illa í
nótt sem leið. Jeg heimsæki yður aðeins til
að biðja yður að gleyma sumu af því, sem
barst í tal í gær.«
»Pað er hægur vandi. Má jeg spyrja hvað
það er, sem jeg á að gleyma?«
»Því sem jeg sagði um Bech óbersta. Jeg
hafði misskilið hann. Hann hefir skýit mála-
vöxtu fyrir mjer.«
»Nú, svo það hefir hann geit. Eigið þjer
við það^ að hann hafi eigi neitað yður um
þessa 20 þúsund dollara?«