Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 18

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 18
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Slöðvarstjórinn fylgdi Steele inn með meira fjöri, en hann hafði fyr í Ijós látið. Niður- staða ráðstefnunnar var bæði skemtileg og styrkjandi. »Hversþjer nú óskið,* sagði stöðvarstjórinn um leið oghann þurkaði sjer um munninn á handar- bakinu, >er einkalest í Bunkerville. Baejarmað- ur mundi fá Iestina með því að síma til for- stjórans og borga 20 dollara. Sæmilega vel gefinn sveitamaður mundi fara til Joe, lestar- stjórans, vekja hann og fá hann til að fara strax til Bunkerville.* »Hvað haldið þjer að Joe þurfi að fá fyrir ferðina ?« »Ó, tveir dollarar væru meir en nóg. Tveir silfurdollarar sinn fyrir hvort auga mundi gera hann alveg blindan, ef þeir væru rjett settir.» »Gott, þá ætla jeg að fara út og láta þá á sinn stað.« »Rjer gleymið flöskunni yðar,« sagði slöðvar- stjórinn, þegar Steele lokaði töskunni. »Nei. Flöskuna og innihald hennar eigið þjer sem laun fyrir leiðbeiningar og þolin- mæði yðar við verl ngs fábjána, sem s!opp:ð hafði út úr bænum.« Og þetta sannaði, að Steele var mannþekkj- ari, því þótt lesta'rstjórinn tæki feginshugar við tveimur dollurum, þá mundi stöðvarstjórinn e>gi hafa gert það, enda taldi hann sjer eigi skylt að þakka fyrir gjöfina, því að Itann sló strax út í aðra sálma. »Ef þjer fáið Joe til að aka yður, bið jeg yður að muna eftir konunni f biðstofunui. Rað er ungfrú ein að nafni Dorothy Slocum, mjög lagleg stúlka, sem er kenslukona við skólann í Bunkerville. Stöð þessi, Slocum Junstion, ber nafn föður hennar, sem var áhrifa- mesti maðurinn á þe>«um stöðum, en hann tapaði fje, og nú er dóttlr hans orðin kenslu- kona. Jeg hefi aldrei þekt hann, hann var lát- inn löngu áður en jeg kom hingað. Hún hefir verið í heimsókn hjá ættingjum sínnm. Rað er sumarleyfi í skólanum.« »Gott, segið henni, að eftir nokkrar mínútur fari aukalest og henni sje velkomið að vera með.« Með þessum orðum gekk Steele út í steikj- andi sólarhitann, yfir rykuga brautina og inn í farangursvagninn. »Halló, Joe!« hrópaði Stele um leið og hann gekk inn í vagninn. »Langar yður ekki heim til vina yðar?« Joe hafði hallað sjer út af á tveimur stólum og breitt blað yfir andlitið eins og stöðvar- sljórinn hafði sagt fyrir. »Halló!« endurtók hann um leið og hann stóð á fætur og hristi af sjer blaðið, »hvað er um að vera?« »ckkert nema það, að 5 dollarar hverfa úr mínum vasa yfir í yðar, ef þjer getið lagt yður niður að því, að aka til Bunkerville nú þegar.« »Það er ekkert því til fyrirstöðu,«• sagði Joe um leið og hann stóð á fætur. »Eftir 20 mín. skal vjelin vera til. Rjer hafið ví,t ekki 5 dollarana á yður, jeg hefi ekki sjeð 5 dollara seðil árum saman.« »Hjer er hann,« sagði Steele og rjetti hon- um seðilinn. Vjelstjórinn stakk honum í fitugan vestisvas- ann. »Jeg blæs, þegar jeg er til,« sagði hann. Þegar þessum fjárreiðum var í lag komið sneri Steele aftur til stöðvarinnar. Stöðvar- stjórinn stóð við dyrnar á biðstofunni og tal- aði við einhvern, sem ihni var. Þegar Steele gekk inn, varð hann forviða, er hann leit lag- lega stú'ku sitja á bekknum í hiuni ömurlegn biðstofu. »Viljið þjer kynna mig ungfrúnni?« spurði hann um !eið og hann rjetti stöðvarstjóranum nafnspjaldið sitt. »Ungfiú Dorothy Slocum,« sagði stöðvar- stjórinn. »Retta er hr. John Steele frá Chicago.* Ungi maðurinn tók ofan. »Ungfrú Slocum,« sagði hann, »jeg verð að biðja yður fyrirgefningar. Jeg er hræddur um, að jeg hafi viðhaft munnsöfnuð, sem ekki var leyfilegur í návist kvenna. En jeg hafði enga hugmynd um, að nokkur kona væri viðstödd-.«
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.