Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 19
NÝJAR KVÖLDVÖKOR. 97 »Jeg var niðursokkinn í bókina mína,« svar- aði unga stúlkan brosandi, »og jeg tók ekkert eftir því, sem á gekk úti fyrir.« Hún hjelt á bókinni milli fingranna; »Pað hlýtur að vera mjög skemtúeg bók, ungfrú Slocum, og jeg er henni þakklátur fyrir að hafa leitt athygli yðar frá framkomu minni.« »Eiginlega,« sagði ungfrú Slocum, »hafði bókin engan rjett á þvf að leiða svo mjög at- hygli mína að sjer, þar eð jeg er einn a{ eigendum brautarinnar og hefði því átt að hlusta á kvartanir farþeganna. Ekki vegna þess, að mjer komi stjórnin nokkuð við, því að jeg verð að borga minn farseðil eins og hver annar.« »Mjer er sönn ánægja að því, ef þjer vilduð aka með mjer á brautinni yðar jafn gjaldfríar eins og þjer hefðuð setið í stjórninni. Jeg fer til Bunkerville í einkavagni og mundi þykja sómi, ef þ;er vilduð þiggja sæti hjá mjer.« Unga stúlkan hló, en áður en hún gæti svarað, tilkynti blásturinn úti, að vjelin var þegar til hjá Joe. »jeg skal bera koffortið yðar,« mælti hinn kurleisi stöðvarstjóri; bar ungfrúin sjálf hinn Ijettari farangur sinn og fylgdi Steele að hinum óbrotna litla farþegavagni. Joe hallaði sjer út úr gufuvagnsdyrunum með breiðu brosi á sótugri ásjónunni, sem sennilega hefir átt rætur sínar að rekja til 5 dollara seðilsins í vasa hans. Stöðvarstjórinn setti kolfortið í farangursklefann og tók ofan slitinn hatthúfinn, þegar lestin lagði af stað frá stöðinni út á bersvæði. í fyrstu virtist unga stúlkan dálítið fiitin og vandræðaleg yfir því, að vera alein með ungum, kurteisum manni, en honum tókst brátt að koma henni á rekspöl með því að láta sem sjer væri mjög umhugað um sögu þessarar brautar, og það réyndist, að hún var henni nákunnug. »Já,« sagði hún, »bygging brautar þessarar var mesta fjárhagslega ógæfan, sem yfir þessi hjeruð hefir gengið. Faðir minn var einn af aðalforgö.igumönnum þessa máls. Pegar »Wheat Belt« brautin, sem þjer komuð með hingað frá Chicago, var bygð í gegnum þenn- an hluta ríkisins, hjeldu menn alment, að hún mundi liggja um Bunkerville, sem þannig kæmist í stærri bæjaröð. En fjelagið krafðist stórrar fjárupphæðar til þess að svo yrði, en það var samþykt, að ganga eigi að boðunum, af því að Bunkerville lá í beinni línu og menn hjeldu þess vegna, að brautin kæmi þá leiðina, hvort sem greitt yrði fjeð eður eigi. En vesl- ings litli bærinn okkar var eigi eins mikils um- verður og menn töldu, svo að brautin var lögð í 20 mílna fjarlægð. Menn álitu í fyrstu, að þetta væri einungis gert til að fá þá til að borga, og þeir skyldu ekki, að þeim hatði skjöplast fyr en um seinan. Faðir minn hafði verið þvi meðmæltur, að borga fjeð, en hann var borirrn atkvæðum. Pað er kanske þess vegna, að þessi stöð er köliuð »Slocum«, í staðinn fyrir Bunkerville, sem var 20 mílur f burtu. Næsta braut lá í 45 mílna fjarlægð og 2 árum eftir að »Wheat Belt« brautin hafði verið tekin til notkunar, var stungið upp á því, að mynda innanhjeraðsfjelag til að byggja brant frá Slocum gegnum Bunkerville og til James- town á hinni brautinni. Hlutafjelag var mynd- að, ríkið veitti styrk og gaf út lög um, að enga braut mætti byggja samsíða henni á 60 mílna svæði hvoru megin.« »Eru þessi lög enn í gildi ?« spurði Steele með vaxandi áhuga. »Já, það held jeg, þau hafa ekki verið numin úr gildi svo jeg viti.« »Petta er harla ótrúlegt. Meira en 7000 mílum lands er kipt úr samgöngum, þar sem öll járnbrautarumferð önnur er bönnuð á því svæði.« »Já, að minsta kosti í eina átt,« sagði unga stúlkan. »Pað má byggja svo margar brautir sem vill í suður og norður, en ekki í austur og vestur.« »Pað er mjög undarlegt, að »Wheat Belt« brautarfjelagið skyldi eigi berjast með hnúum og hnefum gegn þessum lögum,« sagði Steele. »Mjer hefir verið sagt, að lög þessi komi 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.