Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 22
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. tímann of mikið, því að ki. 3 fer jeg aftur með lestinni til Slocum.< Steele tók nauðalítið eftir húsum þeim, sem lögmaðurinn sýndi honum, og Hazlett tók fljótt eftir því, að Steele hlustaði ekki á útskýringar hans. »Eruð þjer nokkuð kunnugur bændabraut- inni ?< spurði Steele alt í einu í miðri ræðu, sem Hazlett var að halda til að sannfæra hann um, að það væri betra að selja ekki strax. »Já, hana þekki jeg vel,< sagði lögmaðurinn. »Jeg hefi verið lögfræðislegur ráðunautur fjelags- ins frá stofnun þess.< »Er til listi yfir hluthafana?< »Já, að nokkru leyti, en margt af hlutabrjef- unum hefir skift um eigendur, án þess að jeg viti.< »Mjer hefir verið sagt í dag, að hægt sje að kaupa hlutabrjefin fyrir 5°/o af nafnverði. Er það satt?< »Mörg hlutabrjefin hafa verið seld fyrir það vérð; sum fyrir minna, sum fyrir hærra verð.< »Hvað eru hlutabrjefin mörg alls?< »Hundrað þúsund.< »Er hægt að fá keypt fimtíu þúsund og nokkur hundruð ?« »Langar yður að ná tökum yfir brautinni? Já, jeg held að það sje hægt, ef hægt og gætilega er að farið. Nokkrir bændur í fjar- Iiggjandi hjeruðum vilja ekki selja, af þvf að þeir halda að verðið hækki, sem auðvitað ekki verður, Samt sem áður held jeg, að það sje ekki miklum örðugleikum bundið, að fá 50,000 hlutabrjef.* »Hvað kostar það mikið fje?« »Eitthvað milli þrjú og fjögur þúsund doll- ara, það er að segja, ef gætilega er að farið, þvf að yrði það hljóðbært, að einhver vildi kaupa, mundi verðið hækka.« »Gott, jeg þekki mann, sem getur komið þessu í kring nógu gætilega, og hann heitir Hazlett. Jeg set 5000 dollara til yðar umráða hjer í bankann og svo treysti jeg því, að þjer útvegið mjer að minsta kosti eitt hlutabrjef yfir 50,000, enda þótt best væri, að þjer næð- uð einu þúsundi yfir. Ef þjer svo sendið mjer hlutabrjefin til Chicago skal jeg sjá um hitt.« »Gott, hr. Steele, jeg skal gera hvað jeg get.« »Við skulum ganga nú þegar til skrifstofu yðar, Hazlett, og jeg gef yður ávísunina ; það er best, að eyða ekki tímanum að óþörfu.« Regar Steele var kominn til Chxigo, komu í fyrstu stórir bögglar íf hlutabrjefum í bænda- brautinni lil hans, sem hann skrifaði upp og Ijet í peningaskap sinn. Seinna urðu sending- arnar minni og minni, en þar sem heildarupp- hæðin hafði þegar náð 49,630, var Steele ekki órólegur fyr en hann fjekk eftirfarandi brjef frá Hazlett: Kæri hr. Steele! Fyrir hjer um bil hálfum mánuði síðan fjekk jeg grun um, að einhver annar keypti hlutabrjef í bændabrautinni. Margoft hitti jeg menn, sem voru nýbúnir að selja, en þeir vissu ekki hverjum, og fyrir nokkrum dögum kom ungur maður til mín og spurði, hvort jeg vildi selja hlutabrjef. Jeg sagði honum, að jeg ætti engin hlutabrjef, og með því að láta sem jeg hefði engan áhuga fyrir málinu, komst jeg að þvf, að kaupandinn var maður, sem hjet T. Acton Blair í Warming- ton. Hefir hann sennilega sendimenn sína víðsvegar um landið til að reyna að fá keypt hlutabrjefin. Jeg ætlaði að síma yður þetta, hefði síminn verið í lagi, en dró það vegna þess, að jeg hjelt að jeg kæmist fram úr því. Ung kenslukona hjer í bænum, ungfrú Dorothy Slocum, hefir 1000 hlutabrjef, sem jeg taldi mjer nokkurnveginn vís fyrir sæmi- legt verð. Jeg bauð í fyrstu 10 cent og og loks einn dollar. Hærra þorði jeg ekki að fara, nema með yðar leyfi. Mjer til mikillar undrunar hefir hún tilkynt mjer í dag, að sjer hafi verið boðið 10 dollarar fyrir hlutabrjefin. Jeg fjekk hana til að lofa mjer því, að hún skyldi ekki selja fyr en eltir viku. Hún simaði Blair þe'ta og hefir fengið það svar, að hann sje á leiðinni til að tala við hana. Jeg heyrði á ungfrú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.