Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 28
106
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
tveggja mánaða. Hveiti er nú undir75%, svo
að það er auðvelt að reikna út, hvað hægt er
að græða. Rrjú skilyrði þarf: Rekk'ngu, dirfsku
og fja'rafla. Jeg hefi nú frætt yður, en hafið
þjer nú hitt tvent til brunns að bera ?«
Steele tók að ganga um gólf með hendur í
vösum og hnyklaði brýrnar.
»Jeg hefi eigi fylgst með á hveitimarkaðinum,*
mælti hann að lokum, »en mig rekur minni
til, að jeg hafi fyrir skömmu sjeð í blöðunum,
að uppskera mundi verða mikil, og sú mesta
í mörg ár. Auðvitað getur vel verið, að það
sje einungis blaðarug), en ef mig minnir rjett,
voru frjettir þessar staðfestar með skeytum úr
öllum vesturfylkjunum. Hvernig skýrið þjer
það?*
»Jeg skýri ekkert um það. Jeg segi yður
einungis það, sem jeg veit. Hafi blöðin flult
þessar frjettir, hefir þeim skjátlast, það er alt
og sumt.«
Steele staðnæmdist og þrýsti á rafmagns-
hnapp við borð sitt. Ungur maður kom inn.
»Holmes,« sagði Steele, »það var skýrsla um
hveitiuppskeruna í öllu ríkinu í blöðunum um
daginn, útvegið mjer eitt blað. Regar þjer
farið, þá segið Bronson að finna mig.«
Regar Bronson kom, sagði Steele við hann:
»Viljið þjer útvega mjer skýrslu um lægsta
hveitiverð í síðustu 10 ár samkvæmt ábyggi-
Iegum heimildum.«
Eftir örstutta stund kom Holmes með blað,
sem hann lagði á skrifborð Steele og Bronson
kom með þjetfprentaða skýrslu fulla af tölum.
»Hjer er það,« mælti Steele um leið og hann
fletti sundur blaðinu. »Ágæt uppskera í vænd-
um! Firn af hveiti! Auðvitað verður að gæta
þess, að almenningur vill helst lesa góðar frjettir
og blöðin taka tillit til þess í spádómum sín-
um. Nú vel jeg 25 staði, sem nefndir eru í
þessu blaði. Bronson finnur trúverðuga menn
í hverjum stað og svo síma jeg þeim mönn-
um. Á morgum verðum við búnir að fá svar
frá 15 eða 20 þeirra, og ef tueiri hluti þeirra
segir að hveitiuppskeran muni br.egðast, þá
ímynda jeg mjer, að treysta megi á orð yðar.
Látam pkkur lita á tölurnar hans Bronsons —
65 - 62^2 - 64i/s - 53% - 48% -
50 — 54% — 69% — 75 o. s. frv. Pað
virðist eftir þessum tölum, sem menn geti eigi
gefið meir en 50 í lækkandi markaði, en þjer
hafið gefið 78. Jeg dáist að dirfsku yðar, en
ekki dómgreind yðar, en í fyrramálið getið
þjer Iitið inn og sjeð hvað skeytin segja.«
»En ef hveiti fellur 1 cent eða 2, hvað á
jeg þá að gera?«
»Ó, það skeður ekkert frekar í dag. Klukk-
an er meira en 4. í fyrramálið skulum við
athuga málavexti. Pað er auðvitað ekki hægt
að neita því, að það er ógurlegt djúp staðfest
á milli 78 — eins og þjer keyptuð fyrir —
og 50, eins og hveiti hefir fallið oftar en einu
sinni. Rað er sama sem 270 þús. dollara tap
í því, sem þjer eigið.«
»Sannleikurinn mun brátt kvisast meðal al-
mennings og mun innan skamms birtast í blöð-
unum. Pegar það verður, mun hveiti þjóta
upp.«
»Pað getur vel vérið, Tom, jeg ætla ekki
að segja meira sem stendur. í fyrramálið er
jeg fullur upplýsinga og einráðinn í hvað gera
skuli.*
Tom varð að láta sjer þetta lynda.
Daginn eftir kom hann í betra skapi á skrif-
stofu Steele. Lokagengi hveit's daginn áður
hafði verið % hærra en gengið um morgun-
inn. Ráðstefnan var í þetta skifti stutt, hvöss
og ákveðin. Steele var nú aðeins kaupsýslu-
maður.«
»Jeg hefi fengið 17 svör og þeim ber öll-
um sanran við ummæli og frásögu yðar. Hvað
viljið þjer að jeg geri fyrir yður.«
»Mjer datt í hug, að þjer í greiðaskyni fyrir
upplýsingar mínar, tækjuð á yður % hluta af
því sem jeg keypti.*
»Jeg skal kaupa alt af yður. Jeg hefi lagt
fyrir umboðsmenn mína að kaupa töluvert af
hveiti. Kaup þessi munu ef til vil! hækka
hveitiverðið upp í 78, eins og þjer keyptuð
fyrir. Stigi það svo mikið, skal jeg selja yður
hluta og senda yður peningana, en jeg ráðlegg