Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 28
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. tveggja mánaða. Hveiti er nú undir75%, svo að það er auðvelt að reikna út, hvað hægt er að græða. Rrjú skilyrði þarf: Rekk'ngu, dirfsku og fja'rafla. Jeg hefi nú frætt yður, en hafið þjer nú hitt tvent til brunns að bera ?« Steele tók að ganga um gólf með hendur í vösum og hnyklaði brýrnar. »Jeg hefi eigi fylgst með á hveitimarkaðinum,* mælti hann að lokum, »en mig rekur minni til, að jeg hafi fyrir skömmu sjeð í blöðunum, að uppskera mundi verða mikil, og sú mesta í mörg ár. Auðvitað getur vel verið, að það sje einungis blaðarug), en ef mig minnir rjett, voru frjettir þessar staðfestar með skeytum úr öllum vesturfylkjunum. Hvernig skýrið þjer það?* »Jeg skýri ekkert um það. Jeg segi yður einungis það, sem jeg veit. Hafi blöðin flult þessar frjettir, hefir þeim skjátlast, það er alt og sumt.« Steele staðnæmdist og þrýsti á rafmagns- hnapp við borð sitt. Ungur maður kom inn. »Holmes,« sagði Steele, »það var skýrsla um hveitiuppskeruna í öllu ríkinu í blöðunum um daginn, útvegið mjer eitt blað. Regar þjer farið, þá segið Bronson að finna mig.« Regar Bronson kom, sagði Steele við hann: »Viljið þjer útvega mjer skýrslu um lægsta hveitiverð í síðustu 10 ár samkvæmt ábyggi- Iegum heimildum.« Eftir örstutta stund kom Holmes með blað, sem hann lagði á skrifborð Steele og Bronson kom með þjetfprentaða skýrslu fulla af tölum. »Hjer er það,« mælti Steele um leið og hann fletti sundur blaðinu. »Ágæt uppskera í vænd- um! Firn af hveiti! Auðvitað verður að gæta þess, að almenningur vill helst lesa góðar frjettir og blöðin taka tillit til þess í spádómum sín- um. Nú vel jeg 25 staði, sem nefndir eru í þessu blaði. Bronson finnur trúverðuga menn í hverjum stað og svo síma jeg þeim mönn- um. Á morgum verðum við búnir að fá svar frá 15 eða 20 þeirra, og ef tueiri hluti þeirra segir að hveitiuppskeran muni br.egðast, þá ímynda jeg mjer, að treysta megi á orð yðar. Látam pkkur lita á tölurnar hans Bronsons — 65 - 62^2 - 64i/s - 53% - 48% - 50 — 54% — 69% — 75 o. s. frv. Pað virðist eftir þessum tölum, sem menn geti eigi gefið meir en 50 í lækkandi markaði, en þjer hafið gefið 78. Jeg dáist að dirfsku yðar, en ekki dómgreind yðar, en í fyrramálið getið þjer Iitið inn og sjeð hvað skeytin segja.« »En ef hveiti fellur 1 cent eða 2, hvað á jeg þá að gera?« »Ó, það skeður ekkert frekar í dag. Klukk- an er meira en 4. í fyrramálið skulum við athuga málavexti. Pað er auðvitað ekki hægt að neita því, að það er ógurlegt djúp staðfest á milli 78 — eins og þjer keyptuð fyrir — og 50, eins og hveiti hefir fallið oftar en einu sinni. Rað er sama sem 270 þús. dollara tap í því, sem þjer eigið.« »Sannleikurinn mun brátt kvisast meðal al- mennings og mun innan skamms birtast í blöð- unum. Pegar það verður, mun hveiti þjóta upp.« »Pað getur vel vérið, Tom, jeg ætla ekki að segja meira sem stendur. í fyrramálið er jeg fullur upplýsinga og einráðinn í hvað gera skuli.* Tom varð að láta sjer þetta lynda. Daginn eftir kom hann í betra skapi á skrif- stofu Steele. Lokagengi hveit's daginn áður hafði verið % hærra en gengið um morgun- inn. Ráðstefnan var í þetta skifti stutt, hvöss og ákveðin. Steele var nú aðeins kaupsýslu- maður.« »Jeg hefi fengið 17 svör og þeim ber öll- um sanran við ummæli og frásögu yðar. Hvað viljið þjer að jeg geri fyrir yður.« »Mjer datt í hug, að þjer í greiðaskyni fyrir upplýsingar mínar, tækjuð á yður % hluta af því sem jeg keypti.* »Jeg skal kaupa alt af yður. Jeg hefi lagt fyrir umboðsmenn mína að kaupa töluvert af hveiti. Kaup þessi munu ef til vil! hækka hveitiverðið upp í 78, eins og þjer keyptuð fyrir. Stigi það svo mikið, skal jeg selja yður hluta og senda yður peningana, en jeg ráðlegg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.