Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 42
120 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. augum á þá, sem við voru, nema Steele, sem hann forðaðist að líta á. »Jeg skyldi það svo,« mælti Nicholson mjög hægt, eins og hann yfirvegaði hvert orð, »að alt fjeð væri greitt inn í bankann?* »Jeg sagði,« mælti Metcalfe hikandi, »að í bankanum stæði sú upphæð, er við álitum nægilega.« »Nægilega?« endurtók Nicholson kalt. »Við skorum á almenning um kaup á þessum hluta- brjefum. Við látum uppi, að verksmiðjur okk- ar sjeu svo og svo mikils virði. Almenningur svarar með því að bjóða einni miljón of lágt. Nauðsynlega? Jeg hefi aldrei enn komið nærri þeirri fjelagsmyndun, að höfuðstóll þess í hluta- brjefum væri eigi yfirkeyptur, þannig, að draga yrði úr hinum lofuðu fjárupphæðum.« John Steele átti bágt með að brosa eigi. Hljómur rjettlátrar reiði var eigi á neinn hátt meiri en sem svaraði fullri alvöru. Sá svipur dygðugrar gremju, yfir því að hafa verið gabb- aður, er kom á hið svipmikla, karlmannlega andlit hans, var aðdáunaryerður. Steele fremur fann en sá óró þá, er gréip meðstjórnendur hans, er sátu við hlið honum. Reir fundu, bersýnilega án þess að skilja hvers vegna, að málefnunum var í hið mesta óefni komið, eins og bifreiðarstjóra, sem sjer brotna brú framund- an og kemst að því, að bremsan er biluð. »Ágætlega Ieikið,« sagði Steele við sjálfan sig. »Við borgum offjár fyrir að fara í leik- hús og svo eru til bestu leikarar á meðal kaup- sýslumanna.* Rví næst mælti hann upphátt í blíðum mót- mælandi róm: »Sú miljón hlutabrjefa, sem er í vorum höndum, hr. Nicholson, skiftir samt sem áður engu máli. Við höfum gnótt fjár til að byrja með, og hr. Metcalfe mun geta sagt yðnr, að allar verksmiðjurnar gefa tekjur. Rjer ætlið þó eigi að halda því fram nú, þegar svo langt er komið, að við ættum að hætta við altsaman.* »JÚ, það er einmitt það, sem jeg held fram,« svaraði N cholson. »Fjelagar mínir mundu aldrei fallast á að koma nærri fjelagi, sem myndað væri undir samskonar kringumstæðum. Skylda okkar gagnvart almenningi —« »Hr. Nicholson, jeg skil vel aðstöðu yðar og fjelaga yðar. Almenningi mundi virðast það hin mesta ósvinna, ef hann fengi að vita, að Peter Berrington, einn af hyrningarsteinum almenns siðgæðis og trúar, hefði gert sig sekan í einhverju, sem eigi væri alveg rjett. Par sem hreinleiki er svo náskyldur guðdómi, vitum við allir, að »Amalgameret sápa« er svo nærri dyrum himnaríkis, að hið eina, sem við erum smeykir við hvað >Pjetur« snertir, er, að þegar hann einhverntíma leggur af stað til himna, að hann þá muni finna annan dýrling með sama nafni, sem kominn er á undan honum, og gæti það valdið honum örðugleikum, að sanna hver hann væri. Jeg tel það sjálfsagt, hr. Nicholson, að þjer stingið nú upp á því og fáið það samþykt, að allir þessir peningar verði aftur sendir til hluthafanna. Sje það svo, er mjer ánægja að mæla með tillögu yðar.* Leiðinleg þögn fylgdi orðum þessum, þögn svipuð því, sem er á undan þrumum. Nichol- son dróg djúpt andann og rjetti sig í stólnum. Metcalfe glápti undrandi á Steele. Jafnvel bræðurnir Farwell viitust hafa fengið áhuga fyrir því, sem fram fór. Nicholson þorði ekki að láta ganga til atkvæða. Pegar þögnin hafði staðið nokkra stund, mælti hann bliðlega: »Ef til vill hefir hr. John Steele enn eitthvað fram að færa?« »Nei, það hefi jeg ekki,« sagði Steele, »en með leyfi formannsins ætla jeg að gefa per- sónulega skýringu, sem sparað getur yður margskonar erfiði.* Formaðurinn hneigði höfði til samþykkis og Nicholson sagði: »Vjer hlustum af áhuga á yður, hr. Steele.* »Verði peningarnir endurgreiddir, er það auð- vitað hið sama og að eyðileggja fjelagið. Hingað til hefir fjelag þelta verið sett í sam- band við nöfnin John Steele og William Met- calfe. Herra W. Metcalfe er óþektur í Chicago, hann er aðeins leppur, sem hefir fengið góða borgun fyrir það hlutverk, sem hann hefir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.