Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 43

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 43
NÝJAR KVÓLDVÖKUR. leikið og hann hverfur af vettvangi. Allir munu snúa sjer að John Steele. Alt, sem hann á, er í sAmalgameret sápu«-banka og mál hans í hðndum málafærslumanna »AmaIgameret sápu.« Hvert málið mun reka annað, baráttan verður löng, en að lokum kemur »Amalgameret sápa« og hirðir dreggjarnar. Fjelagið á verðmætar stóréignir, dreifðar í vesturríkjunum innan um sykurrófnalöndin, það tilkynnir eign sína og endureisn fjelagsins og alt gengur ágætlega, en John Steele er fjeflettur. Regar jeg heyrði það um daginn, að hr. Nicholson væri viðrið- inn fjelagið, varð mjer eins innanbrjósts og manni, sem farið hefir inn í helli og mætir óvörum b:rni geysistórum. Maðurinn gefur sjer eigi tíma til að spyrja björninn, hvað hann ætlist fyrir, heldur hleypur hann leiðar sinnar. Jeg hefi farið að dæmi hans. í hveitibaráttunni veit hr. Nichoison, að jeg græddi nokkrar miljónir, og siðan hafa ýmsir miljónamæringar hjer í bænum beðið mig þess, að ef jeg legði í gróðabrall, að silja eigi einn að því, heldur leyfa þeim einnig að fá tækifæri 11 að græða, og því lofaði jeg. Óðar og jeg fjekk að vita, að N cholson mundi hafa hönd í bagga með þessu fyrirtæki, sneri jeg mjer til þessara manna, batt þá þagnarheiti og fullvissaði þá um, að »Amalgameret sápa« væri frumkvöðull þessa fyrirtækis og enginn minni maður en sjálfur Nicholson tæki stjórn fyrirtækisins á hendur. Herrar mínir, þeir ginu óðar yfir flugunni. Jeg seldi minn hluta fyrir það, sem hann hafði kostað mig að viðbættum 50% og jeg fjekk peningana. Nú ætla jeg að lesa fyrir ykkur brjef, sem birtist á morgun í CJvcago-blöðunum: »Fjelagið »Himar sameinuðu sykurrófna- verksmiðjur«, sem til þessa hefir verið bund- ið við nafn mitt og sem hefir verið svo ágætlega stutt með fjárframlögum úr vestur- fylkjunum eins og sjest af hlutabrjefakaupun- um, mun hjer eftir standa undir stjórn hinna ágætu fjármálamanna, sem standa að »Amal- gameret sápa«. Mjer er sönn ánægja að geta þess, að það verður nær eingöngu Chicago fyrirtækin, og nokkrir af bestu mönn- 121 um þessa bæjar hafa keypt minn hluta í því. Jeg ætla að bæta því við, að hr. Nicholson er nú í stjórn þess, svo að óþarfi er að eyða fleiri orðum til að sannfæra alla hlut- hafa um hina ágætu framtíð, sem fjelagið á fyrir sjer og hina mörgu kosti, sem af þessu leiðir, bæði fyrir akuryrkju og iðnað í vestur- fylkjunum.« Yðar John Steele.* »Og nú, herrar mfnir,« mælti Steele um leið og hann braut blaðið saman og stakk því í vasa sinn, »er ekkert annað eftir, en að segja af mjer sæti niínu í stjórn fjelagsins, þar sem jeg hefi eigi lengur neinna hagsmuna að gæta í því sambandi. En áður en jeg sendi form- lega úrsögn, er mjer ánægja að styðja þær tillögur, er hr. Nicholson kynni að bera fram.« »Hr. formaður,« mælti N cholson án þess að láta sjer bregða í nokkru, »jeg sting upp á því, að við skiftum hlutabrjefunum.« »Jeg mæli með því,« sagði Steele um leið og hann stóð á fætur, hneigði sig fyrir fjelags- stjórninni og fór út. XIII. Sykur er fitandi efni og fjelagið »Hinar sam- einuðu sykurverksmðjur« uxu og fitnuðu æ meir og þrifust á^ætlega. Hlutabrjef þeirra stóðu í háu verði í kauphöllinni og menn þeir, sem Steele hafði selt brjef sín, voru honum afskaplega þakklátir fyrir þetla gróðafyrirtæki, er hann hafði ve'tt þeim. Orðstír hans, að hann væri ágætur fjármálamaður, óx mikið við myndun þessa fjelags, þvi að það var alment haldið, að hann hefði fengið »Amalgameret sápa« til að leggja í það fje. Menn hjeldu ranglega, að hinn mikli Peter Berrington og fjelagar hans hefðu orð.ð svo hrifnir af skarp- skygni hans í hveitistyrjöldinni, þar sém hann var mótstöðumaður þeirra, að þeir nú heíðu viljað vinna með þessari fjármálastjórn í við- skiftaheiminum. Ekkert orð um dauðastríð það, sem háð var í fundarsal bankans, hafði kvisast 1Ö
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.