Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 45

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 45
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 123 veit, að tími yðar er dýrmætur, en jeg skal eigi eyða honum meira en nauðsyn krefur til útskýringar erindí mínu.* Steele varð fyrir dilitlum vonbrigðum yfir þessari inngangsræðu. Allir ókunnugir sögðu hið sama með næstum sömu orðum. Þeir vitnuðu allir í blaðafrægð, og hann var orðinn hundleiður á öllu sliku; allir töluðu um það.hversu tími hans væri dýrmætur, Iofuðu að vera fljólir, en sátu þó tíma eftir tíma, ef þeir fengu að vera. »Jeghefi sem stendur lítið að gera, ungfrú Fuller. Jeg hefi veriðlasinn sfðustu mánuði og hefi einsett mjer, að fara burt frá Ch'cago í nokkrar vikur.« »Já,« sagði hún, »það sá jeg einnig í blöð- unum. Jeg las, að þjer hefðuð í huga að ferðast vestur í fjöll, er það satt?« »Sem stendur er það ætlun mín, en það getur vel verið, að jeg breyti þeirri ákvörðun. Maður, sem er taugaveiklaður, er keipóttur eins og þjer vitið.« »Eins og kvenmaður,« mælti ungfrú Fuller hlægjandi. »Rað er vegna þess, sem jeg las í blöðunum, að jeg kom hingað. Jeg hefi lengi velt því fyrir mjer, að heimsækja yður, en jeg þekti engan, sem gæti kynt mig yður, en þeg- ar jeg sá, að þjer ætluðuð að fara burt úr bænum, sagði jeg við sjálfa mig: Nú eða aldrei. Sú fregn, að þjer ætluðuð vestur í fjöll, skoð- aði jeg að væri gott tákn. Rjer vitið, að við konurnar erum hjátrúarfullar, þess vegna herti jeg upp huganu og vogaði mjer hingað upp.« »Mjer þykir vænt um, að þjer komuð,« sagði Steele kurteislega, »og mjer er sönn ánægja, að hjálpa yður eins og jeg get.« »Faðir minn á gullnámu í Black Hills. Eruð þjer kunnugur námunum, hr. Steele?« Steele hristi höfuðið. Rað eitt, að minst var á gullnámu, hafði þau áhrif á hann, að hugs- un hans skýrðist all-mikið frá því, sem áður var. »Jeg þekki ekkert til gullnáma, ungfrú Fuller, nema það eitt, að í þær hefir verið eylt meiru fje.en nokkurntíma hefir veriðgrafið uppúrþeim.* »Mjer þykir leitt, að heyra yður segja þetta,« svaraði unga stúlkan og var eigi laust við ótfa í rödd hennar, »og jeg held, að það sje ekki rjett. Ekkert það er til, sem gefur meiri arð, en gullnáma, því að gull er einn þeirra fáu hluta, sem úr jörð eru grafnir, sem ekki breytir verðmæti sínu. Að því er kopar, silfur og járn snertir, þá eru málmar þessir háðir mark- aðinum, en það er gull ekki.« »F*jer eruð mælskur málaflutningsmaður, ung- frú Fuller. Hvar er faðir yðar?« Unga stúlkan leit upp, er umræðuefninu var svo sviplega breytt, og Steele töfraðist aftur af hinum yndislegu augum hennar. »Faðir minn? Hann er í Chicago.* »Sje svo, held jeg, ungfrú Fuller, að best væri, að hann heimsækti mig og þá getum við rætt um málið.« »Ó,« sagði unga stúlkan um leið og hún leit niður fyrir S'g hrygg á svip, »hefði þess verið kostur, væri jeg eigi hjer. Faðir minn er mjög veikur og getur eigi talað um kaup- sýslu við nokkurn mann. Pjer ætlið að fara vestur í fjöll á morgun yður til heilsubótar. Hann kom vestan úr fjöllum hingað til bæjar- ins i sömu erindum. öullnáman er í einu von okkar og örvænling. Ef hægt væri að virkja námuna á rjettan hátt, erum við viss um, að geta grætt á henni of fjár, en það þarf fje til að græða fje, og faðir minn þekkir enga auðmenn, og hann hefir ekki einu sinni nauð- synlegt fje til bráðabirgðaútgjalda. Við erum í svipaðri aðstöðu og Midas konungur, að því leyti, að við erum að sálast úr sulti með gnótt fjár kringum okkur. »Sje svo, ungfrú Fuller, get jeg eigi vel sjeð, hvernig yður vantar fje.« »Til þess liggja ótal ástæður, en ein er nægi- leg. Allir auðmenn eru hrædd.r við gullnámur. Reir segja hið sama og þjer sögðuð rjett áðan. Annars þekkjutn við mjög fáa hjer, því að við höfutn átt lieitna vestur í fjöllum, og þeir fáu eru mjög fátækir. Rað er ekki mestum örð- ugleikunum bundið, að sanna rík'dæmi nám- unnar, heldur hitt, að fá einhvern auðmann til að hlusta á okkur. Ef þjer viljið lofa mjer að hlusfa á mig, skal jeg sanna yður, að náman er einhver verðmætasta eign í veröldinni.* 16*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.