Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 47
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
125
una; það eru ágæt veiðivötn og veiðilönd í
nágrenninu.*
»Mjer er lítið um það gefið, að fara hálfa
þriðju dagleið frá símanum.*
»Þá ættuð þjer heldur að vera kyr i Ch:cago.«
Steele hló.
»Þjer eruð dugleg, ungfrú Fuller, og mig
furðar, að þjer skuluð eigi með eigin bolmagni
hafa gert námuna arðberandi.«
»Jeg er að því núna,« mælti hún í ögrandi
róm.
Ungi maðurinn hló aftur.
»Er það? Við karlmer.n erum ætíð í bobba,
þegar við þurfum að tala um viðskifti við
konur. Jeg ætla því að tala við yður eins og
þjer væruð systir mín og vona, að þjer þykkist
eigi yfir því.«
»Alls eigi.«
»Jæja. Vitið þjer hvað það er, sem nefnter
söltuð náma?«
»Já, það veit jeg vel; en mig minnir, að
þjer segðuð, að þjer bæruð eigi skynbragð á
námur? Söltuð náma er það kallað, þegar
látið hefir verið gall í hana, til þess að gabba
með því flón.«
»Alveg rjett, ungfrú Fuller, og þar sem jeg
er flón, að því er námur snertir, væri það
hægur vandi að gabba mig.«
»Þá getið þjer tekið sjerfræðing með yður,
sem sagt gæti yður, hvernig alt væri í raun
og veru.«
»Jeg vantreysti sjerfræðingum enn meira en
söltuðum námum.«
Unga stúlkan andvarpaði.
»Mjer finst eins og öll trú vera horfin úr
Chicago?*
»Það hefir hún gert — að því er gullnámur
snertir.t
»Ffr. Steele, jeg ætla að tala við yður eins
og jeg væri systir yðar. Hafið þjer nokkurn
tíma unnið nokkra nytsama vinnu?«
»Já, jeg hefi unnið við járnbraut.«
»Gott. Farið þá lil Blach Hills, takið
námumannaföt með yður, og gerist vetkamaður
eða formaður föður míns nokkurn tíma. Gangið
svo inn í námuna og látið brjóta hana í hvaða
átt sem þjer viljið. Þegar þjer hafið unnið
þannig mánaðartíma, þá takið sýnishorn á ýms-
um stcðum, og lálið rannsaka þau. Engin
náma verður söltuð á þann hátt, en ef alt
fjallið væri saltað með gulli, gerðuð þjer rjelt-
ast í að kaupa það.«
»Enginn getur mótmælt uppástungu yðar,
ungfrú Fuller, en hreinskilnislega sagt, er jeg
hræddur við að ferðast hálfa þriðju dagleið
frá járnbrautinni.*
»Þjer skuluð eigi óttast ferðina. Jeg skal
verða leiðsögumaður yðar.«
»Hvað?« hrópaði Steele undrandi.
»Jeg skal leiðbeina yður frá járnbrautinni til
»Hard Luch« námunnar. Viljið þjer þá fara?«
spurði hún með dálít ð ögrandi hreim í rödd
inni.«
»Hvort jeg fer?« hrópaði hann hrifinn.
»Auðvitað ferðast jeg með yður, jeg get ekk'
hugsað mjer neina meiri ánægju. En — á hinn
bóginn — er það tilhlýðilegt, að ung stúlka — «
»Jeg veit hvað þjer ætlið að segja. Þjer
talið nú ekki við bróður minn, heldur við
systur hans. Jeg hefi alia æfi orðið að sjá um
sjálfa mig og föður minn. Mál þetta varðar
mig svo miklu, að jeg skelli skollaeyrum við
því, hvað almenningur kynni að segja um fram-
ferði mitt. Jeg tek tjaldið mitt með mjer og
gamlan mann, sem hefir þjónað föður mínum
áratugum saman. Þetta er hreipt og beint
viðskiftamálefni og jeg verð að sleppa að taka
tillit til nokkurs nema þess eins. Við skulum
því snúa okkur að málinu. Þjer buðuð mjer
áðan 1000 dollara og jeg afþakkaði boðið. Ef
þjer nú viljið láta mig fá nauðsynlegt fje frá
200 dollurum og upp eftir, eftir því hvað þjer
viljið hafa með yður, þá fer jeg undir eins til
Þichaxe Gulch, sem er næsta járnbrautarstöð
við »Hard Luch« námuna og safna þar öllu
saman, sem þarf í leiðangurinn. Svo bíð jeg
þar eftir yður. Takið þjer þjóna með yður?«
»Jeg tek Sam Jackson með mjer; hann er
blámaður en annars besti matreiðslumaðurinn
hjer í bænum.«