Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 49
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
127
maðurinn spurði sjálfan sig, hvort það væri f
raun og veru himininn sjálfur, sem hann sæi í
þessum djúpbláu augum eða hyllingasýnir
(Fata morgana).
Hann ta'di hana á að bíða með sjer eftir að
lestin var komin af stað og sagði, að þau
gætu náð henni, með því að fara greitt á eftir,
og Ijet hún tilleiðast, en þó nauðug. Hann
fleygði sjer endilöngum fyrir fætur henni og
horfði upp á andlit henni, en hún horfði svip-
þung á eftir lestinni, sem fjarlægðist meir og
meir. Hann kveikti sjer, með leyfi hennar, í
vindlingi og fór að tala um ýmislegt það, sem
ástíangnir menn fara að taia um á fyrsta stigi
ástsýkinnar. í fyrstu virtist sem hún væri ann-
ars hugar, og er það ekki efnilegt, þegar svo
ber undir, af því að hann lagði s!g í lima að
draga athygli hennar að sjer. Pegar hann gerði
athugasemd um þetta, leit hún á hann alt ann-
að en vinalega, að honum virtisf. Hún gáði
þó undir eins að sjer og andvarpaði til marks
um það, að hún sætti sig við það, sem að
höndum bæri.
Regar hjer var komið, fór Steele að finna
til samviskubits. Hann gat sjer til, hvað hún
hugsaði. Framtíð hennar og föður hennar
bygðist á honum, unga manninum, sem lá
fyrir fótum hennar. Hún þorði eigi að móðga
hann, en mótþrói hennar gegn því að vera ein
með honum, það, hversu viðutan hún var og
svipur hennar, alt þetta benti til þess, að gull-
hamrar hans voru eigi með þökkum þegnir.
Hann áleit því, að best væri í bráðina að
hætta að slá henni gullhamra, og gæta þess
yfirleitt vel, að láta eigi tilfinningarnar hlaupa
með sig í gönur.
Hún varð alveg forviða yfir því, er hann alt
í einu stökk á fætur.
• Ungfrú Fuller,* hrópaði liann, »jeg sje að
yður langar vestur yfir fjöllin, og það er illa
gert af mjer, að tefja fyrir yður.*
Hann rjetti henni hendina og hjálpaði henni
á fætur. Hún brosti mjög ástúðlega og sagði:
»Jeg held, að það sje tími til kominn að
leggja af stað. Við erum orðin langt á eftir
og það er langt þar til áð verður.*
Hann hafði ástæðu til að vera ánægður með
ákvörðun sína, því að það sem eftir var ferð-
arinnar, var hún mikið vinalegri en áður. Svo
leit út, sem hún reyodi að bæta fyrir kulda
sinn áður gagnvart honum.
Sól var gengin til viðar, áður en þau náðu
áfanganum, Rau voru komin upp á hásljettu
milli tveggja fjallgarða. Dynjandi árstraumur
í nánd var eina hljóðið, sem rauf næturkyrðina.
Tjöldum var slegið og hestar og múldýr tjóðr-
uð og Jackson bar á borð ágætis migdegisverð.
Nótt var komin og tunglið skein á himninum.
Tími og staður voru tilvaldir fyrir ástafund, en
eins og t2lshátturinn segir: »Hepni í spilum
— óhepni í ástum*, þannig reyndist hann og
sannur í þetta skifti. Óðar og unga stúlkan
hafði drukkið kaffið, stóð hún á fætur, bauð
góða nótt og sagðist vera þreytt.
»Jeg held jeg bjóði góða nótt,< mælti hún
stuttlega.
»Viljið þjer ekki doka ögn við og gleðja
yður yfir þessu indæla tunglskini? Mjer finst,
að jeg hafi aldrei sjeð tunglið fyr.«
Unga stúlkan brosti dauflega, en hiisti höf-
uðið.
»jeg er mjög þreytt,* sagði hún til skýring-
ar. »Jeg bjó viku í þessu hræðilega gistihúsi
á stöðinni. Rar var ógurlegur hávaði á nótt-
um af druknum hjarðsveinum og námúmönn-
um, svo að ógurlegt var að sofa. Hafi jeg
reynst leiðinlegur samferðamaður í dag, þá er
það ástæðan, og jeg vona, að þjer fyrirgefið
rnjer.*
sþjer gætuð eigi verið Ieiðinleg, ungftú
Fúller, jafnvel þótt þjer legðuð yður í fram-
króka með það. Mjer þykir leitt, að þjer hafið
lagt þetta á yður mín vegna á óhræsis stöðinni.
Jeg hefði átt að senda karlmann, en jeg vissi
eigi hvað hræðilegt það var, fyr en jeg sá það
sjálfur. Fyrirgefið mjer sjálfselsku mína.«
»Pað gerir ekkert. Jeg er vön þessu lífi, en