Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 56
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
lon og þær breytingar á ýmsum peningamál-
um, er hinn skyndiiegi dauði hans mundi valda.
ímyndunarafl fólksins fjekk nóg að sýsla,
af því, að hið hræðilega vald, er Peter Berr-
ington hafði farið raeð í næstum 50 ár, fjeil
nú í hendur ungri stúlku, 24 ára að aldri, einka-
barni auðkýfingsins, Constance Berrington að
nafni.
Blöðin prentuðu dálk eftir dálk um þessa
ungu stúlku, er virtist lifa enn einsamara iífi en
faðirinn. Rau prentuðu af henni myndir, sem
á engan hátt líktust hver annari — myndir,
sem voru alt frá fegurstu konu í heimi og til
hinnar Ijótustu; mátti af því ráða, að engin
mynd var til af ungfrú Berrington, og að þær
sem birtar voru, voru aðeins eftir ímyndun.
Hún forðaðist fjelagslíf, Ijet aldrei sjá sig á
skemtistöðum og hjelt, að inngangur í leikhús
væri sama og dyr vítis. Munnmæli sögðu, að
hún væri hrædd við að giftast vegna peninga
sinna og að hún, þrátt fyrir aldur sinn, hataði
karlmenn. Sagt var einnig, að hún hefði sam-
visku, en það höfðu jafnvel hinir skáldlegustu
menn eigi Iátið sjer detta í hug um föður
hennar. Sagt var, að hún ætlaði að nota auð
sinn til að bæta fýrir afbrot fðður síns.
»Hún er trúhneigður ofstækismaður,« sagði
blað eitt.
»Hún er eins og hver önnnur ung stúlka,«
sagði annað blað, »sem erft hefir peninga föð-
ur síns, en ekki vit hans.«
Pegar Steele sá, að hann gat eigi varist að
hugsa um ástæður sínar, er höfðu eyðilagt lífs-
starf hans, ákvað hann, þareð hann óttaðist,
að þetta annars endaði á vitfirringu, að heim-
sækja þessa ungu stúlku og fá hana til að
hætta ofsókninni, er hann áleit sig verða fyrir
og sem á hverri stundu gat eyðilagt líf hans
og vit. Pó virtist það fremur hugleysislega
gert af fullþioska manni, að gera ungri stúlku
slíkar tillögur, sem var ókunnug honum, og
sem, ef það í raun og veru hepnaðist honum
að ná tali af henni, mundi að öllum líkindum
reiðast yfir því, að föður hennar yrðu kendir
slíkir glæpir, án þess að nokkrar sannanir væru
fram bornar. Samtal þeirra mundi því senni-
lega enda þannig, að hún Ijeti þjóna sína
fleygja honum út. Og enda þótt hún tryði
honum — og líkurnar fyrir því voru eins og
1: 1000 — hafði hún þó vald í orði og á
borði til að stöðva ofsóknina. Var hún eins
og rússneski einvaldinn, hjálparlaus stjórnandi
fjelags, sem, þótt talinn væri stjórnandi þess,
eigi rjeði neinu?
En Sleele var eigi í neinum efa um, hver
var potturinn og pannan í árásum þessum.
Hann var viss um, að það var Nicholson.
Tvisvar hafði Sleele sigrað Nicholson. í hveiti-
braskinu hafði hann komið upp um hann
ódrengskap og svikum og sýnt hann í sinni
rjettu mynd, sem samviskuiausan þorpara, og
varnað honum að græða miljónir króna í einu
vetfangi, alt var undirbúið og gróðinn viss,
hefði Steele eigi komið til skjalanna og eyði-
lagt alt saman. Hann hafði lítillækkað mann-
inn og sært stolt hans og sjálfsvirðingu. Var
það þá hugsanlegt, að hann gæti sæst við
mann, sem auðvitað hlaut að vera bálreiður við
hann. Steele ákvað samt sem áður að gera
tilraun. Tvisvar hafði hann gengið með sigur
af hólmi og svo hafði hann öflugt vopn í
hendi, þar sem var birting á viðureigninni.
Porði Amalgameret-sápa, þegar öllu var á
botninn hvolft, að eiga það á hættú, að skrif-
að væri um málið frá þeirri hlið, sem Steele
gat satt hin frjettaþyrstu dagblöð með? Var
það nú víst, að fólkið tiyði eigi sögu þeirri, er
hann gat sagt um Amalgameret-sápufjelagið?
Jafnvel þótt N'cholson væri fullur fjandskapar,
mundu fjelagar hans verða auðfúsir til sátta.
Peir mundu efalaust reyna að fá hinn reiða
mann til að þegja. Hann ákvað að stinga
upp á því við Nicholson, að þeir semdu frið.
En þá kom efinn. Ef Nicholson gengi að
friðarboðinu, mundi hann þá halda friðinn, eða
mundi hann aðeins nota hann eins og svæf-
andi meðal 11 að stinga mótstöðumanni sínum
svefnþorn? Slíkt var rrjög sennilegt, en samt
var engu íspilt, að tala við hann, þar sem
Steele hafði einssett sjer að láta N cholson eigi