Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Qupperneq 57
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
135
hafa áhrif á sig á einn eða annan hátt. Steele
rifjaði upp fyrir sjer andlit þessa manns og
gekk þess eigi dulinn, að það var gagnslaust
að skírskota til samvisku hans eða biðja hann
vægðar. Nicholson var jafn tilfinningalaus og
pýramidarnir; það var gagnslaust að ælla sjer
að komast að samkomulagi við hann, nema
að bjóða einhver fríðindi á móti. Hann fór
því eigi strax til New York ti! þess að fleygja
sjer fyrir fætur forlagahefndarinnar, refsingar-
innar og hefndarinnar guði, en tók að bÚ3 sig
undir, að hafa það á höndum, sem hann ætl-
aði að versia með við þennan hvíta Indíána.
Hann fann til ánægju yfir því, að geta þó loks
eftir margra mánaða hik og efa, tekið fasta
ákvörðun um eitthvað.
Steele hafði engar stúlkur á skrifstofu sinni.
Trúnaðar-hraðritari hans var rólyndui maður,
dálítið eldri en hann sjálfur, að nafni Henry
Russel. Steele hringdi, og Russel kom inn
með bók í hendinni.
»Fáið yður sæti, Russel. Ef jeg man rjett,
voruð þjer áður starfsmaður við blað?«
»Jeg var aðeins frjettaritari.«
»Segið ekki »aðeins«. Frjettaritari er eigi
minni staða en ritstjóraskrifari. Hafið þjer
nokkurntíma reynt að skrifa skáldsögu?»
»Nei, herra.«
»En þjer eruð þó kunnugur bókmentum og
vitið, hvernig bók er samin, geri jeg ráð fyrir.«
»Jeg hefi ekkert vit á að semja bækur, en
jeg held, að jeg geti sett sæmilega í stíl.«
»Já, það er aðalatriðið. Sem frjettarifari
hafið þjer einnig sjeð sitt af hverju og á seinni
árum hafið þjer kynst viðskiftum hjá mjer.«
»Rað er satt, hr, Steele.«
»Hald:ð þjer ekki, að þjer gætuð gert upp-
kast að skáldsögu um dagleg viðskifti, eins og
þær, sem nú eru mest lesnar? Bók, sem
fjallaði um nautnir, gullgræðgi og alt sem af
því_, leiðir. S3tnviskulausa menn og æfintýra-
kvendi, er eigi ættu s'nn líka í fegurð. T. d.
eins og stúlkuna, sem kom hingað fyrir rúm-
um hálfum mánuði.«*
»Jeg man vel eftir henni. Hún leit vel út.«
»Hún var óviðjafnanlega fögur, fanst mjer,«
mælti Steele um leið og hann stakk höndum í
vasa og tók að ganga um gólf. »Nú, haldið
þjer ekki, að slík fegurð gæti aukið svo á
andagift yðar, að þjer treystuð yður að rita
góðá bók?«
Russel hristi höfuðið.
»Jeg er hræddur um, að jeg sje eigi maður
til þess, hr. Steele.«
»Rað er ekkeit að gera sem stendur,« mælti
Steele. »Pað var tilætlun mín, að vera í sum-
arleyfi, en lífið á fjöllunum reyndist of æsandi,
of leiðinlegt á jeg við, og þess vegna kom
jeg fyr en gert var ráð fyrir. Sjáið nú til,
Russel — það er, milli okkar sagt, ekkert jafn
broslegt til og kaupsýslumaður. sem reynir að
skrifa skáld^ögu, en jeg er nú svo gerður, að
jeg get ekki verið iðjulaus, og það eru engar
líkur til, að nokkuð verði að gera í nánustu
framtíð. Jeg hefi þess végna hugsað mjer að
eyða tímanum í að skrifa skáldsögu og vil
gjarnan fá yður til hjálpar. Jeg skal lesa fyrir
yður efnið, en þjer búið til nöfnin og setning-
arnar.«
»Jeg skal gera hvað jeg get, herra.«
»Og munið nú eftir því, Russel, að þjer
megið eigi tala um þetta við nokkurn mann.
Allur bærinn mundi hlægja að mjer, ef það
bærist út, að jeg hefði farið að yrkja, í stað
þess að braska í hveiti.«
»Jeg skal steinþegja, herra.«
»Jeg veit það og þess vegna treysti jeg
yður. Nú lokum við og neitum, að við sjeum
heima, hver sem að garði ber. Ef skáldsögu
á að verða vel tekið nú á dögum, þegar menn
hafa svo mikið að lesa, verður hún að vera
eins æsandi og unt er, og það skal þessi bók
verða. Jafnvel þótt tilraunin mishepnist, er
tjón eigi mikið, og nú drögum við okkur út
úr solli veraldar dálítinn tíma og hjúpum okk-
ur í sömu dulaifullu tilverunni og raunveruleg
skáld eru vön að gera.«
Dag eftir dag unnu þeir svo að bókinni,
uns hún var búin og vjelrituð. Pegar prófarkir
höfðu verið lesnar, Ijet Steele afrita haua þann-