Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 62

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 62
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hjá Manson í hinni geysistóru byggingu »Wheat Belt«. Stóra borðið í miðju herberg- inu var þakið landabrjefum, teknum úr verk- fræðingadeildinni, og sem almenningur eigi þekti. »Nú, Steele,« mælti vinur hans. »Jeg get boðið yður tækifæri 11 að tvöfalda, þrefalda, jafnvel fjórfalda höfuðstól yðar.« »Hvað!« hrópaði Steele vonsvikinn, »og jeg sem hjelt, að þjer ætluðuð að bjóða mjer að- stoðarforstjórastöðuna í fjelaginu.« Manson leit hissa á hann. »Munduð þjer hafa þegið hana?« spurði hann. »Pegið hana? Já, auðvitað. Jeg hjelt að það væri erindið, þegar jeg símaði frá New- York.« »Nú, jæja. Pá er það klappað og klárt. Mjer datt eigi í hug, að þjer munduð fara í járnbrautir aftur. Jeg hjett, að maður, sem get- ur grætt miljónir króna á annan hátt, myndi eigi láta sjer lynda með að vinna hjer fyrir 10—15 þúsund dollara Iaun.« »Mjer leiðist að græða miljónir,« mælti Steele. »Pað er þó ekki meining yðar,« mælti Man- son með dálitlum ásökunarróm. — »Þjer mein- ið þó eigi, að þjer eigi viljið ganga í fjelag við okkur? Jeg skoðaði símskeyti yðar sem samþykki, og þar sem jeg þannig gat ábyrgst, að mikill auðmaður bættist við, hefi jeg fengið aðra menn og áskilið sjálfum mjer hluttöku í fyrirtækinu.* »Þar sem miljónir má græða,« mælti Steele efablandinn, »er ætíð einhver áhætta og jeg hefi ákveðið, að hætfa mjer ekki framar í fjárhættubrask.* »En þetta er ekkert fjárhættubrask, það er alveg víst og Iiggur mjer í hendi. Pjer getið tvöfaldað fje yðar og dregið yður út úr 10 dögum síðar en jeg hefi gefið mínar fyrirskip- anir, og þær skal jeg gefa strax og þjer óskið þess.« »Hver er ráðagerð yðar, hr. Manson?« »Sjáið þjer til, »Wheat Belt« brautin, sem, eins og þjer vitið, er eitthvert arðvænlegasta járnbrautarfjelag hjer í landi, hefir ákveðið að byggja hliðarlínu, 270 mílna langa, til norð- vesturs, þar til hún nær Wisconsin Pacific- brautinni. Rauða strykið sýnir, hvar hún á að liggja. »Wheat Belt« -fjelagið hefir trygt sjer alt skóglendið beggja megin brautarinnar, en fyrv. forstjóri og jeg höfum rjett til að kaupa alt annað land, er brautin liggur í gegnum. Fyrir- rennari minn sagði upp stöðunni hjer til þess að geta gefið sig allan við landkaupum, og það var þess vegna, sem jeg fjekk stöðu hans. Við getum sem stendur fengið landið keypt fyrir algengt verð, en óðar og verkið byrjar, mun það stíga geypilega. Pjer getið treyst því, að jeg skal standa við orð mín. Ef þjer verðið með, gef jeg skipun um, að verkið verði hafið strax og við höfum kaupsamning- ana í höndum.< »Hvað hefir yður dottið í hug, að jeg þyrfti að leggja fram, hr. Manson?« »Pjer getið víst ekki lagt fram 20 miljónir ?« ♦Tuttugu miljónir! Guð sje oss næstur, jeg sem verð að reita mig inn að skyrtunni til að geta útvegað níu.« »Jeg nefndi hærri upphæðina af þvf að jeg er viss um, að þjer tvöfaldið framlag yðar innan mánaðar, og því meir sem þjer leggið fram, því meir græðið þjer. Pjer sjáið, að þetta er ekki brask, heldur vissa.« Steele gekk nokkrar mínútur um gólf með hendur í vösum og með hnyklaðar brýr. Loks mælti hann með gömlu ákveðninni íröddinni: »Gott, hr. Manson, jeg verð með. En fari það illa, veröið þjer að láta mig hafa aðstoð- arforstjórastöðuna sem einskonar sárabætur.« »Hana getið þjer fengið undir eins,« mælti Manson, »en þetta getur eigi brugðist. Jeg fullvissa yður um, að alt er í mínum höndum. Pað er engin hjegómi í þessu. Hin nýja ákveðna braut verður æ nauðsynlegri, er lengra líður, og landið sjálft er peninganna virði, þó að brautin yrði aldiei bygð. Petta er jafntiygt eins og ríkisskuldabrjef.« Pað tæki of langan tíma til að segja alla sögu »Western Land Lyndicate*. Steele hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.