Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 65

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 65
NÝJAR KVÖLDVÖKÚR 143 »Sleppið hestinum mínumU mælti hún i skipandi róm. Maðurinn greip þjettar um taumana. íVerið bara róleg,« mælti hann. Hún hóf upp hendina og barði hestinn með svipunni og greip báðum höndum um taum- ana, til þess að ríða manninn niður. Hestur- inn prjpnaði og lyfti manninum frá jörðu, en hann hjelt fast, og báðir komu aftur standandi niður. »Ef þjer gerið þetta afíur,« hrópaði hann, »varpa' jeg bæði yður og hestinum til jarðar. Fleygið svipunni!« í stað þess að fleygja henni, hóf hún hana að nýju, og laut áfram til þess að koma höggi á manninn, en hann stökk að her.ni og greip svipuna vlnstri hendi. Hjelt hún fyrst, að hann ætlaði að berja s:g, en svo var ekki. • Viljið þjer vera rólegar?« spurði hann. »Ef þjer viljið peninga,« mælti hún í hinum rólega hálffyrirlitlega rómi, er hún ávarpaði beiningamenn með, »ættuð þjer að hafa svo mikið vit að vita, að jeg hefi enga peninga á mjer hjer úti í skógi.« »Jeg vil peninga,« svaraði hann, »og jeg hefi svo mikið vit, að jeg vet að þjer hafið enga á yður.« »Hvernig getið þjer búist við, að fá þá á þennan ruddalega hátt ?« »Mjer er sönn ánægja að segja yður ásfæð- una — bráðum.« Hún spenti höndum um hnje sjer, því að hann hafði bæði beislið og svipuna. »Jeg ætla að ráðleggja yður, að snúa hest- inum við, og gef yður þá aðvörun, að þjer fáið minna með hótunum en það, sem jeg gef af frjálsum vilja.« »Jeg kæri mig ekkert um ráð yðar, ungfrú Berrington. Mannkærleiki fjölskyldu yðar er altof alkunnur til þess. En jeg tek eigi við ölmusum, enda þótt jeg ef til vill líti þannig út. F*á upphæð, er jeg heimta, næ jeg með valdi, ef eigi öðruvísi.« »Nú, byrjið þá. Látið mig ekki trufla yður á neinn hátt,« »Kærar þakkir, ungfrú Berrington, jeg hefði heldur eigi hugsað mjer að gera það.« Með þessum orðum sneri hann baki við henni og teymdi hestinn æði langan veg til vesturs, sneri því næst til hægri, uns þau komu upp á háa hæð og var standberg niður að vatrdnu. Hvorugt mælti orð af vörum og Constance Berrington sat hreyfingarlaus á hest- inum, eins og hana skifti þetta engu. Óánægju- svipurinn var hoifinn af andliti hennar og hún leit glaðlega út. Þegar upp á hæðina kom, staðnæmdist leið- sögumaðurinn, sneri sjer við og mælti hrana- lega: »Farið af baki,« en hreyfði sig ekki til aðstoðar. Hún stökk Ijettilega úr söðlinum og stóð og beið frekari skipana. »Setjist á trjástofninn.* Hún settist. »Jeg heiti John Steele frá Chicago,« sagði hann. »F*að kemur mjer ekkeit við,« mælti hún. »Hafið þjer heyrt það nafn fyr?« »Nei, og mig langar ekki t.l að heyra það aftur.« »Fyrir 6 mánuðum átti jeg 10 miljónir dollara.« »Mig varðar heldur ekkert um það.« »Þjer þurfið eigi að endurtaka þessa athuga- semd, ungfrú; jeg mun áður en lýkur koma yður til að skilja, að yður varðar um það.« »Mjer væri kærf, að þjer sneruð yður beint að málefninu.« »F*ekkið þjer mann, sem heit r Nicholson?* »Já.« íNicholson reyndi fyrst að fjefletta mig og því næst að myrða mig.« Ungi maðurinn þagnaði til þess að láta þessi óvæntu tíðindi hafa áhrif. Unga stúlkan leit til jarðar, en er hún hafði þagað nokkra stund, leit hún á hann kæruleysislega og mæiti: »Er það þetta, sem þjer teljið að mig varði um? Viljið þjer, að jeg segi yður álit mítt? Sje svo, vil jeg aðeins geta þess, að hr. N.chol- son er vanur því að vera heppinn í því, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.