Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 67

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 67
NVJAR KVÖLDVÖKUR. 145 kvöld, ef jeg kem ekki heim. Sporhundar verða nolaðir, eða Indíánar, til að leita mín. Ráð yðar er heimskulegt, hr. Sieele.* »Pjer hafið gieymt bjarginu, ungfrú. Jeg teymi hestinn yðar út á brúnina, slæ i hann með svipunni, svo að hann stekkur fram af og drepur sig á syllunni neðst í bjarginu. Indíán- arnir eða hundarnir rekja för yðar hingað, og menn munu halda, að þjer hafið hrapað niður í vatnið, sem er 600 feta djúpt. Leitinni verð- ur hætt. Efravatn skilar aldrei hinum dauðu aftur og það er ómögulegt að leita að nokkru á því dýpi.« »Fyrirgefið. Ráð yðar er betra en jeg hjelt. Það er aðeins sú hætta, að hesturinn, veslings dýrið, lendi ekki á syllunni, heldur beint í vatninu og þá mundi leitin ekki hætla á bjarg- brúninni.* Um leið og hún mælti þessi orð, stóð hún á fætur og gekk ótrauð fram á bjargbrúnina til þess að gægjast niður. • Oangið eigi svona tæptl* hrópaði Steele og gekk að henni. Hún skifti sjer ekkert af honum og andartak stóð hann á öndinni af ótta meðan hún gekk á blábrúninni. Svo sneri hún sjer að honum. »Ó,« mælti hún. »Syllan er nógu breið til þess, sem þjer ætlið að nota hana.« »Já, jeg hefi þrauthugsað þetta alt saman,« svaraði Steele, sem fanst Ijett af sjer fargi, er hún fjarlægðist hættuna og kom til hans álút og eins og í djúpum hugsunum. Svo gerði hún hann alveg foiviða Um leið og hún stökk fram eins og köttur, reif hún tautrana úr höndum honum. Svo sló hún í hestinn, svo að hann þaut burtu. Andlit henn- ar gerbreyttist. Hún settist aftur á trjástofninn og skellihló. »Jeg hafði sannarlega á röngu að standa, þegar jeg sagði, að mjer kæmuð þjer ekkert við. Jeg hefi aldrei hitt svo skemtilegan mann fyr. Eftir 20 mínútur verður hesturinn kominn heim. Nú, hr. Steele frá Chicago, hvað ætlið þjer að gera?« »Ja,« mælti John Steele, sem eigi gat að sjer gert að brosa, þótt alvara væri á ferðum, »eðli- legast væri, að kasta yður fram af brúninni.« »Nei, það væri ekki. Mjer af minni heimsku finst, að kasta ætti Nicholson fram af.« »Jeg er á sama máli og þjer, ungfrú Berr- ington, en því miður er hr. Nicholson í New- York, og þjer eruð eipi fjelagsmaðurinn, sem jeg næ til.« »Eruð þjer vissir um, að jeg sje á valdi yðar?« spurði hún og leit á hann. »Sannast að segja, efast jeg um það.« »Jeg hefi ekki hlegið svo hjartanlega í mörg ár síðan jeg var barn.« »Pjer eruð lítið meira enn.« »Jeg er hrædd um, að jeg hagi mjer eins og barn,« svaraði hún og roðnaði, auðsæilega ekki af óánægju. »En yður skjátlast ef þjer hald ð, að hr. Nicholson sje í New-York. Sáuð þjer ekki hvíta gufuskipið framan við húsið mitt ?« »Jú.« »Hr. N cholson á það.« »Er hann gestur yðar?« spurði Steele og augu hans loguðu af bardagalöngun. »Nei, hann er í Duluth. Hann fór þangað fyrir skömmu á skipi sínu, en sendi það aftur hingað, ef jeg skyldi vilja fara skemtiferð. Á jeg að sjá til, að þjer hittið hann?« »Pjer trúið mjer ef til vill ekki, ungfrú Berrington, þegar jeg segi yður, að mig lang- ar ekki að hitta hr. N'cholson, og það er ekki af hræðslu, að jeg forðast hann. Ef jeg hitti hann, mundi jeg drepa hann. Pá yrði jeg hengdur eftT landslögum, og til þess langar mig ekki.« »Ó, þjer eruð tryggur í M'chigan,« mælti unga stúlkan örvandi. »Pað er engin dauða- refsing í þvi ríki.« »Pví hafði jeg gleymt, hafi jeg vitað það. En jeg á heima í Illinois og N cholson í New- York. í öðru ríkinu er maður hengdur, en drepinn með rafmagni í hinu. Ef til vill er það hugleysi úr mjer, en mig langar til hvor- ugs, hversu mikið sem jeg hata N cho!son.« 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.