Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Qupperneq 68

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Qupperneq 68
146 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Unga stúlkan stóð á fætur og lagaði á sjer hárið. »Hve lengi hafið þjer átt bjálkahús yðar, hr. Steele ?« »Hjer um bil 2 mánuði. í mánuð hefi jeg flækst í kringum hús yðar til þess að hitta yð- ur, en þjer riðuð ætíð svo hart eða að hesta- sveinninn fylgdi yður, en honum vildi jeg ekk- ert gera. Jeg ætlaði yfir höfuð ekki að gera neinum neitt.« »Veslings maðurinn! Hafið þjer í raun og veru flækst í skógunum allan þ.ennan tíma? Rað er síst að furða, þó að þjer lílið út eins og strokufangi.* »Er það satt?« spurði Steele og leit niður á slitnu fötin. »Ja, það er ekki hægt að neita því. Síðan jeg kom hingað, hefi jeg ekkert skeytt um fötin mín. Jég bið yður að fyrir- gefa.« »Ó, það gerir ekkert. Jeg býst við, að þjer hafið eigi búist við að hitta hjer konu.« »Já, jeg hefi svo oft orðið fyrir vonbrigðum, að jeg bjóst ekki við því.« »Rjer eruð næsti nágranni minn. Smikvæmt kurteisisvenjum á jeg sem eldri búandi að heimsækja yður fyrst. Mjer finst nú samt seni áður, hr. Steele, að sú aðferð, er þjer notuðuð til þess að kenna mjer að sýna yður kuiteisi, væri dálítið ruddaleg. Ef þjer því viljið afsaka mig, þá fer jeg ekki heim með yður í kvöld. Rað er orðið framorðið, — lítið á, hve sólin er komin lágt og hve sólsetrið er fallegt.« »Já,« mælti Steele dapurlega, »sólsetrið minn ir mig á koparnámurnar, sem hjer eru.« »Rað er einm tt koparinn, seni kom hr. Nicholson til að fara hingað,« mælti hún glað- lega, »enda þótt jeg ætli ekki að segja keppi- naut vorum slíkt.« »Fjandinn eigi Nicholson,« mælti Steele. — »Fyrirgefið, ungfrú, jeg hefi lifað eins og villi- maður í 2 síðustu mánuði, eins og þjer rjetti- lega tókuð fram.« »Rað mundi gleðja mig mjög mikið,« hjelt hún áfram, »ef þjer vilduð varpa öllum kurt- eisisreglum frá yður og koma heim og borða hjá mjer miðdegisverð.« »Ungfrú Berrington, þjer safnið logandi eldi að höfði mjer. En jeg get ómögulega mætt á mentaðra manna heimili í þessum tötrum. Jeg vona, að þjer afsakið mig.« »Rað geri jeg ekki. J.g skírskota til dreng- lyndis yðar. Jeg rata ekki heim og er viss um að villast í skóginum. Hesturinn minn hefir ætíð ráðið förinni, og það er alveg yður að kenna, að hann er hjer ekki til að bera mig heim, svo að þjer verðið að fylgja mjer.« »Auðvitað, auðvitað, jeg skal fylgja yður að dyrunum, en biðjið mig ekki að koma inn. Jeg skammast mín í mesta máta, og jeg full- vissa yður um, að væri hesturinn yðar hjer, mundí jeg hjálpa yður á bak og láta yður ríða burt, án þess að gera yður fjón.« »F*jer hjálpuðuð mjer ekki til að fara af baki,« mælti unga stúlkan og leit gletnislega á hann. Steele hló hjartanlega að svari hennar. »Rjer ættuð ekki að ásaka mig fyrir það. Við þektumst þá ekki. Jeg held, að hefði jeg hitt yður í fyrsta skifti, sem jeg heimsótti yður, að þá heíði jeg sloppið við þau slys, er síðar hafa skeð.« »Jæja, svo að þjer heimsóttuð mig? Mjer hefir ekki verið skýrt frá því.« »Jeg kom í höll yðar við 5. götu og tók á móti mjer skrautlega búinn maður, er talaði hreina Lundúnamállýsku, en sem var svo þunn- ur í landafræði, að hann hjelt, að Saratoga- vatnið og Efravatn væru hvort hjá öðru og jafnstór.« »Nú! Rá hefir það verið Fletcher. Veslings maðurinn, hann veslast upp af því að jeg hefi hann hjer hjá mjer. Nicholson kom með hann á skipi sínu. Jeg held, að Nicholson hafi vilj- að fá hann til sín, en til allrar hamingju get jeg alt af yfirboðið hann, en Fletcher þykir vænt um peninga.« ♦ Fletcher virðist vera kostagripur.« »Já, hann er mjög gagnlegur, en jeg gæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.