Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 71

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 71
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 149 og sjá tunglskinið á vatninu. Á veggsvölun- um var ágætur útiofn, og brann í honum val- hnotutrje; en logi þess skar eins og rafljós og askan hvít eins og mjöl. Tvö dúkhengi voiu hengd þannig upp, að aðeins sást út á vatnið. Sást lystisnekkja hr. Nicholsons í tunglsskininu og við og við heyrðust klukkuhljómar frá sk'p- inu. Steele fanst hann vera í Paradís. »Jeg hefi aldrei sjeð neitt svo fagurt,« mælti hann, »og jeg hefialdrei sjeð svona útieldstæði.« Tveir ruggustólar biðu þeirra og milli þess- ara stóla var kringlótt borð, er þjónninn setti á kaffi’ og likör. Ungi maðurinn varð mjög glaður, er hann sá úrvals vindla á því.« »Má jeg reykja?« spurði hann, um leið og hann tók einn þeirra. »Jeg ímynda mjer, að þeirsjeu hjer til þess,« mælti hún brosandi og ruggaði sjer fr£.m og aftur. Pegar þau voru ein, mælti hún alvar- lega: »Hr. Steele, mjer þætti vænt um, ef þjer vilduð segja mjer nánar frá morðtilraunum þeim, er gerðar hafa verið á yður, og hvernig þjer mistuð eigur yðar.« »Kæra kongsdóttir,* svaraði hann, »haldið þjer í raun og veru, að jeg færi að tala um peninga í þessu indæla landi. Alls eigi. Eru til peningamiðstöðvar í heiminum? Jeg held ekki. Eru til menn, sem reyna að hrifsa undir sig eins mikið fje og hægt er? Pessi indæla kyrð neitar því.« »En þessi kyrð fær mig til að þegja,« mælti hún. »Jeg verð að fá að vita það. Pjer sögð- uð, að jeg bæri ábyrgð á þessu.« »Að jeg hafi sagt það? Aldrei! Pað er inisskilningur. Pjer hugsið um villimann þann, sem þjer f fullum rjetti reynduð að ríða nið- ur í skóginum. Hann sagði margar vitleysur, sem jeg get ekki borðið ábyrgð á. Nauðugur verð jeg að viðurkenna, að villimaður þessi var einn fotfeðra minna, en það eru þúsund ár síðan hann var uppi, og kynið hefir skánað.« Hann bljes út úr sjer reyk og mælti um leið og hann horfði á reykrnn; »Og svo segja þessi heimskulegu fyndnis- blöð, að stúlka geti eigi valið vindla.« »Mjer þykir vænt um, að þeir eru góðir. Pað er reyndar ekki jeg, sem hefi valið þá, heldur hr. Nicholson.« Pó að varpað hefði verið yfir hann ísköldu vatninu úr Efravatni, hefði honum eigi orðið ver við, en er hún nefndi nafn Nicholsons. »Pjer guðir,« hvíslaði hann hásum rómi, »jeg var nærri búinn að gleyma, að sá maður væri til og þó hefi jeg hugsað þrotlaust um h^nn í mörg ár.« Unga stúlkan leit á hann. »Reykurinn er horfiun, eu nafn hans hefir aftur leilt yður til jarðar. Segið mjer nú, hvað hann hefir gert.« • Ungfrú Berrington,« mælti hann hátiðlega. »Pjer eruð eigi frekar í ábyrgð fyrir því, sem Nicholson gerði, en jeg fyrir gerðum villi- mannsins, sem greip hestinn yðar. Leyfið mjer aftur að gleyma bæði nafni hins hvíta Indíána, er þjer nefnduð, og emnig því, að villimaðurinn hafi lifað,« »Nei,« mælti hún. »þjer verðið að segja mjer það.« Og svo sagði hann söguna. Stundum reykti hann í gríð og ergi, stundum dó í vindl- inum. Frásagan var mjög hrífandi, en hefði orðið það enn meir, hefði hann ekki sett föð- ur ungfrú Fuller í stað hennar sjálfrar. Pegar sagan var búin, skalf unga stúlkan dálítið og þegar hún sá, að hann tók eftir því, mælti hún: »Mjer finst orðið svo kalt, Jeg ætla því að bjóða yður góða nótt, og þakka yður fyrir þann skemtilega dag og kvöld, er jeg hefi lifað. Góða nótt og jeg vona, að yður dreymi eigi hr. Nicholson.« Hún stóð á fætur og hann tók hendi henn- ar, er hún rjetti honum og kysti hana áður en húu gat varnað því. »Kóngsdóttir,« mælti hann, »jeg veit hvern mig dreymir í nólt.« Hún hló og fór.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.