Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 77
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
155
bliki segði við sjálfan sig, að í raun og veru
stæði sjer alveg á sama um þetta alt.
Regar leikurinn var á enda, hrópaði leikstjór- •
inn: >Nú byrjum við aftur og í þetta skifti í
alvöru. Eruð þjer til, Baker?«
Myndtökumaðurinn hneigði sig.
»Komið svo með skammbyssuna,« mælti
leikstjórinn og sneri sjer að skyrtuklæddum
manni, sem virt:st vera undirtylla hans. »Við
getum ekki látið okkur nægja ímyndaða skamm-
byssu, þegar um alvöru er að ræða.«
»Já, skammbyssan, skammbyssan. Guð má
vita hvað orðið ér af henni,« sagði undirlyll-
an. »Hún lá fyrir augnabliki hjerna á bekknum.«
»Jeg er með hana hjerna í vasanum,« svar-
aði Grain skyndilega um leið og hann benti á
treyjuvasa sinn.«
»Golt, þá byrjum við,« kallaði leikstjórinn í
skipandi róm og Baker setti kvikmyndavjelina í
hreyfingu.
»Verið þjer nú ekki viðkvæmur, ungi mað-
ur,« hrópaði leikstjórinn. »Rað gekk ágætlega
áðan. Og í guðs bænum flýtið yður ekki of
mikið. Gefið yður tíma til alls. Munið að-
eins eftir, að eftir stutta stund ætlið þjer að
skjóta yður og látið ah, sem þjer- gerið, bera
blæ af þeirri hugsun. — Petta er gott. ^ —
Afbragð ! — — Nú fallið þjer á knje og ákall-
ið himininn um fyrirgefningu fyrir þá synd,
sem þjer ætlið að drýgja. — — Setjið yður
svo aftur á bekkinn — — nú standið þjer
upp aítur og með skjótri hreyfingu þrífið þjer
skammbyssuna úr vasa yðar og skjótið yður. —
— — Nú !«
Hendi Grains hvarf niður í vasann — —
hann dró skammbyssuna upp — — — miðaði
henni’á gagnaugun og — — — — —
— — — — Pað varð alt-í einu svo undar-
lega hljótt meðal áhorfendanna, þegar líkami
Gra:ns hnje til jarðar og lá þar alveg hreyf-
ingarlaus.
Enj svo komu spurningarnar: »Guð minn
góður! Hvað hafði skeð? — — Skaut hann
sig í alvöru? — — Er h3nn dáinn — ?«
Margt af kvenfólkinu varð frávita af hræðslu
og karlmennirnir litu alvarlega og spyrjandi
hver til annats.
Leikstjórinn og Baker voru hinir fyrstu, er
komu þangað, sem Grain lá.
»í hamingju bænum, hvað á þetta að þýða?«
mælti leiksijórinn bæði hryggur og reiður.
»Skammbyssan var þó til allrar hamingju ekki
hlaðin.«
Baker kraup niður við hliðina á Grain og
lyfti höfði hans varlega með annari hendi.
Með hinni hendinni þreifaði hann á hjarta
hans.
Var svona að vera á himnum? Græn trje,
sem teygðu blómkrónur sínar yfir höfuð manns,
lágar raddir, sem hvísluðu, og mjúkar og hlý-
legar hendur, sem hagræddu og hjúkruðu.
,Pá var nú ekki svo vitlaust að deyja þrátt fyrir
(It.
Einn málróminn þekti hann vel. Hvar hafði
hann heyrt hann áður? Nú var það ókunn
rödd, sem sagði: »Veslings maðurinn! Hann
hefir víst átt mjög bágt. Guð einn veit, hvað
gengið hefir að honum. En það er nú alveg
sama. Hlutverkið Ijek hann afbragðsvel.*
»Já, þar er jeg alveg sömu skoðunar,* sagði
rðddin, sem hann kannaðist við, »og nú er jeg
einmitt að brjóta heijann um, hvort við höfum
ekki nokkur smáhlutverk, sem við getum látið
hann leika; Rá getum við haft hann hjá okkur
og sjeð til hvers hægt er að nota hann.«
»Jú, auðvitað höfum við það. — Ekkert er
hægara en að kippa því í lag.«
Grain fann undarlega suðandi tilfinningu í
öllum líkamanum. Pað var þó skrítið! Maður
gat ekki haft svona tilfinningu, ef maður var
dauður.
Hann sneri sjer á hliðina og opnaði fyrst
augun örlítið, en eftir 'augnablik urðu þau
galopin, því að hann horfði beint í hin bláu
augu stúlkunnar með gullhárið.
»Ó, þetta er svo leiðinlegt og sorglegt,«
sagði hún, en brosti um leið, svo að sorg
hennar virtist ekki eiga djúpir rætur. »Finnið
þjer mikð til í höfðinu?«
20*