Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 80
158
NÝJAR KVÖLDVÖ R.
s. o. s.
Eftir: Irving Ray.
(S.Ö.S. = »Stop other sirvice«, sem þýðir: í hættu. Skip þau, er loftskeyti hafa, senda þessa stafi út, þegar
þau eru í hættu stödd. — Þýð.)
Svo mátti kalla, að allir farþegarnir væru
gengnir (il hvílu eða að minsta kosti hosfnir
af þilfarinu inn í borðsalina að undanskildum
sjómannaprestinum síra Austin og mjer, sem
vorum í djúpri samræðu um hugsanaflutning.
Rað var málefni, sem við báðir vorum mjög
hrifnir af og þess vegna dvaldist okkur lengur
á þilfarinu en öllum öðrum. Rað var því orð-
ið framorðið og með því að farið var að hvessa,
stóðum við upp og ætluðum að ganga til klefa
okkar. En er við vorum að leggja af stað,
heyrðutn við kvenmannsrödd, er hrópaði: »Hvar
er Ioftskeytamaðurinn ? Ó, hvernig á jeg að
finna Ioftskeytamanninn ?*
Ung kona, sem augsýnilega var lítið klædd
innan- undir kápu þeirri, er hún hafði varpað
lauslega yfir sig, og sem hvorki var í sokkum
eða stígvjelum, en aðeins á inniskóm úr silki,
kom hlaupandi til móts við okkur. Hún skalf
af kulda og tennurnar glömruðu í munni henn-
ar, svo að jeg þreif í skyndi ferðaábreiðu mína
og lagði hana yfir herðar henni.
»Hvað hefir komið fyrir?« spurði presturinn
með hinni mjúku og hljómfögru rödd sinni.
»Jeg veit það ekki — — jeg get ekki skýrt
frá því,« svaraði konan. »Jeg veit aðeins það,
að eitthvað hefir komið fyrir manninn minn.
Ó, segið mjer, hvar jeg get fundið loftskeyta-
manninn.«
»Pjer meinið læknirinn,* sagði presturinn
rólega.
»Nei, nei, jeg meina loftskeytamanninn. Jeg
verð að senda loftskeyti til mannsins míns.
Hann er ekki hjer um borð. Hann er á »A1-
exandríu«.«:
»Á »A!fxandríu« ?« hrópuðum við báðir
forviða.
»Já, hann varð skyndilega að ferðast til
Suður Evrópu,« sagði konan. »Við vorum á
brúðkaupsferð okkar, og svo fanst honum, að
jeg ætti að dvelja hjá foreldrum mínum í Dan-
mörku rneðan hann skryppi suður eftir. Við
komum bæði frá New-Yoik — maðurinn minn
er Ameríkumaður og jeg hefi verið þar vestra
nokkur ár sem hjúkrunarkona — en það voru
mjög áríðandi verslunarstöif, sem hann ætlaði
að reka þar syðra, og taldi því rjettara, að jeg
dveldi heima á meðan — við vorum einmitt
nýkomin þangað — og svo átii jeg að ferðast
suður eftir á eftir honum og hitta hann um
borð í »Alexandríu«, en af einhverjum mis-
skilningi kom jeg of seint, svo að skipið var
farið, þegar jeg kom, en það lágu boð fyrir
mjer á afgreiðslu skipsins um, að jeg skyldi
fara með þessu skipi, sem færi næsta dag —
og — og — ó, segið mjer hvar loftskeyta-
maðurinn er.«
»Já, jeg skal fylgja yður þangað,« sagði
presturinn og við lögðum öll þrjú af stað
áleiðis til loftskeytaklefans á framanverðu skipinu.
»Og maður yðar gat ekki beðið eftir þessu
skipi ?« spurði presturinn.
»Nei, það hefir hann alls ekki getað, því að
annars gætuð þjer verið viss um, að hann hefði
gert það,« svaraði konan. »En »Alexandría«
er bæði stærri og hraðskreiðari en okkar skip,
og kemur þess vegna miklu fyr til New-York,
enda þólt við sleppum þvi, að það fór 18
klukkustundum á undan okkur af stað. Og
maðurinn minn verður að vera kominn til
New York innan ákveðins tíma. Jeg veit, að
það er mjög áríðandi fyrir hann.«
»Alexandría« hafði farið frá G braltar 18 kl,-
stundum á undan okkur og var því rúmlega