Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 81

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 81
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 159 300 mílur á undan. Skipið var, eins og konan hafði tekið fram, töluvert stærra en okkar skip, og stormur sá, sem nú var í aðsigi, gat því ekki hindrað ferð þess frekar en vora. »Var maður yðar veikur, frú, þegar þjer heyrðuð síðast frá honum?« spurði jeg. »Nei, honum leið ágætlega, en jeg veit, að eitthvað hefir komið fyrir — jeg veit það alveg áreiðanlega.t Regar við komum að loftskeytaklefanum, var hann harðlokaður, og háseti sá, sem var þar á verði, sagði okkur, að vegna þess að ekki væri nema einn loftskeytamaður á skipinu, þyrfti hann ekki að vera þar á næturnar nema sjerstaklega stæði á. »Sefur loftskeytamaðurinn þá núna?« spurði síra Austin. »Já, sennilega,« svaraði hásetinn, »því að kl. er orðin tólf og hann fór hjeðan kl. tíu.« »Pá verðum við að vekja hann,« sagði konan. »Hvar getum við fundið hann?« »Jeg skal fara niður og finna loftskeytamann- inn, frú,« sagði presturinn, »og jeg skal lofa yður því, að koma með hann hingað upp, en þá verðið þjer að fara niður og fá yður hlýrri föt, því að annars eigum við á hættu, að þjer verðið lagstar í lungnabólgu *á morgun.* Jeg var uppi meðan þau fóru niður, prest- urinn að sækja loftskeytamanninn og konan að fá sjer hlýrri föt, en að vörmu spoii komu þau aftur og var þá loftskeytamaðurinn með þe:m. Auðsjeð var, að hann hafði verið í fasta svefni, því að hann var hálf-stúrinn á svip, en fór þó undir eins að eiga við áhöld sín. »Hvað er hjer um að vera?« spurði einn af yfirmönnum skipsins, sem í þessum svifum gekk þarna frám hjá. »Frúin hjerna heldur, að þáð sje eitthvað að á »A!exandríu«,« svaraði loftskeytamaðurinn, »og jeg hefi lofað að grenslast eftir því. Maður hennar er nefnilega þar um borð,« bætti hann við eins og til skýringar. Hann settist niður fyrir framan móttökutækin og spenti á sig heyrnartólin, en svipur hans var eins og hann væri að hlýðnast keipóttum krakka. En hann hafði ekki selið lengi, er svipur hans breyttist. Hann1 starði alvarlega fram fyrir sig og beit saman tönnunum. Konan greip heljartaki í ermi hans. »Hvað heyrið þjer ? Pjer lítið svo undarlega út.« Hann tók heyrnattólin af sjer. •Jeg heyrði greinilega S. O. S.-hrópið,« sagði hann og sneri sjer að yfirmanninum. »S. O. S!« hrópaði konan í örvæntingu. »En það er einmitt neyðarmerkið. Er það ekki? Hvaðan kom það? Ó, flýtið þjer yður að segja mjer, hvaðan það kom.« Hún brast í grát. »Frá hvaða skipi kom það, Oaig?« spurði yfirmaðurinn og staðnæmdist við hlið Ioft- skeytamannsins. »Reynið þjer að fá konuna með yður út,« hvíslaði Craig að prestinum. Síra Austin lagði hendi sína tnjúklega á herð- ar konunnar og fór með hana út úr klefanum, en hann lofaði henni því um leið, að hún skyldi fá að vita hvað um væri að vera, þeg- ar nánari íregnir væru fengnar. »Hvaðan kom neyðarmerkið?« spurði jeg undir eins og þau voru farin. »Frá „Atexandríu“,« svaraði Craig. »Fað hefir kviknað í skipinu og búið að brenna í tvo tíma. Rað hafði komið eldur upp í lest- inni. Eitthvað hlýtur að hafa valdið spreng- ingu og kvekt í farminum. Skipshöfnin hefir hamast við að reyna að slökkva, en komið fyr- ir ekki, og nú eru þeir komnir að raun um, að það er aðeins tímaspursmál, hve lengi þeir halda út — í mesta lagi þrjár kluk!;usíundir.« »þrjár klukkustundir!« Yfirmaðurinn leit á Craig og hrollur fór um hann. »Og þeir eru að minsta kosti þrjú hundruð og þrjátíu mílur á undan okkur. Peir geta þó ómögulega ímynd- að sjer, að við getum komið þeim til hjálpar.« »Regar jeg svaraði S. O. S þeirra, sagði jeg ekki frá hvaða skipi svarið væri,« sagði Craig. »þeir hjeldu, að það væri frá „Huron", sem er aðeins örstutt á undan þeim.« „Huron"?" spurði yfirmaðurinn. En eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.