Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 81
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
159
300 mílur á undan. Skipið var, eins og konan
hafði tekið fram, töluvert stærra en okkar skip,
og stormur sá, sem nú var í aðsigi, gat því
ekki hindrað ferð þess frekar en vora.
»Var maður yðar veikur, frú, þegar þjer
heyrðuð síðast frá honum?« spurði jeg.
»Nei, honum leið ágætlega, en jeg veit, að
eitthvað hefir komið fyrir — jeg veit það alveg
áreiðanlega.t
Regar við komum að loftskeytaklefanum, var
hann harðlokaður, og háseti sá, sem var þar
á verði, sagði okkur, að vegna þess að ekki
væri nema einn loftskeytamaður á skipinu,
þyrfti hann ekki að vera þar á næturnar nema
sjerstaklega stæði á.
»Sefur loftskeytamaðurinn þá núna?« spurði
síra Austin.
»Já, sennilega,« svaraði hásetinn, »því að kl.
er orðin tólf og hann fór hjeðan kl. tíu.«
»Pá verðum við að vekja hann,« sagði
konan.
»Hvar getum við fundið hann?«
»Jeg skal fara niður og finna loftskeytamann-
inn, frú,« sagði presturinn, »og jeg skal lofa
yður því, að koma með hann hingað upp, en
þá verðið þjer að fara niður og fá yður hlýrri
föt, því að annars eigum við á hættu, að þjer
verðið lagstar í lungnabólgu *á morgun.*
Jeg var uppi meðan þau fóru niður, prest-
urinn að sækja loftskeytamanninn og konan að
fá sjer hlýrri föt, en að vörmu spoii komu þau
aftur og var þá loftskeytamaðurinn með þe:m.
Auðsjeð var, að hann hafði verið í fasta svefni,
því að hann var hálf-stúrinn á svip, en fór þó
undir eins að eiga við áhöld sín.
»Hvað er hjer um að vera?« spurði einn af
yfirmönnum skipsins, sem í þessum svifum gekk
þarna frám hjá.
»Frúin hjerna heldur, að þáð sje eitthvað að
á »A!exandríu«,« svaraði loftskeytamaðurinn,
»og jeg hefi lofað að grenslast eftir því.
Maður hennar er nefnilega þar um borð,« bætti
hann við eins og til skýringar.
Hann settist niður fyrir framan móttökutækin
og spenti á sig heyrnartólin, en svipur hans
var eins og hann væri að hlýðnast keipóttum
krakka. En hann hafði ekki selið lengi, er
svipur hans breyttist. Hann1 starði alvarlega
fram fyrir sig og beit saman tönnunum.
Konan greip heljartaki í ermi hans. »Hvað
heyrið þjer ? Pjer lítið svo undarlega út.«
Hann tók heyrnattólin af sjer.
•Jeg heyrði greinilega S. O. S.-hrópið,«
sagði hann og sneri sjer að yfirmanninum.
»S. O. S!« hrópaði konan í örvæntingu.
»En það er einmitt neyðarmerkið. Er það
ekki? Hvaðan kom það? Ó, flýtið þjer yður
að segja mjer, hvaðan það kom.«
Hún brast í grát.
»Frá hvaða skipi kom það, Oaig?« spurði
yfirmaðurinn og staðnæmdist við hlið Ioft-
skeytamannsins.
»Reynið þjer að fá konuna með yður út,«
hvíslaði Craig að prestinum.
Síra Austin lagði hendi sína tnjúklega á herð-
ar konunnar og fór með hana út úr klefanum,
en hann lofaði henni því um leið, að hún
skyldi fá að vita hvað um væri að vera, þeg-
ar nánari íregnir væru fengnar.
»Hvaðan kom neyðarmerkið?« spurði jeg
undir eins og þau voru farin.
»Frá „Atexandríu“,« svaraði Craig. »Fað
hefir kviknað í skipinu og búið að brenna í
tvo tíma. Rað hafði komið eldur upp í lest-
inni. Eitthvað hlýtur að hafa valdið spreng-
ingu og kvekt í farminum. Skipshöfnin hefir
hamast við að reyna að slökkva, en komið fyr-
ir ekki, og nú eru þeir komnir að raun um,
að það er aðeins tímaspursmál, hve lengi þeir
halda út — í mesta lagi þrjár kluk!;usíundir.«
»þrjár klukkustundir!« Yfirmaðurinn leit á
Craig og hrollur fór um hann. »Og þeir eru
að minsta kosti þrjú hundruð og þrjátíu mílur
á undan okkur. Peir geta þó ómögulega ímynd-
að sjer, að við getum komið þeim til hjálpar.«
»Regar jeg svaraði S. O. S þeirra, sagði jeg
ekki frá hvaða skipi svarið væri,« sagði Craig.
»þeir hjeldu, að það væri frá „Huron", sem
er aðeins örstutt á undan þeim.«
„Huron"?" spurði yfirmaðurinn. En eftir