Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 82
160
NÝJAR KVÓLDVÖKUR.
augnablik bælti hann við: »Ó ja', það er alveg
rjett. Pað skip er rjett á undan „Alexandiíu"."
»Já, aðeins fimtíu mílum eða um það bil,«
svaraði Craig, skanske ekki nema fjörutíu.
En það hefir nákvæmlega sömu stefnu og »AI-
exandría« og hefir sama hraða, svo að það er
hoifið sjónum þeirra, eða svo sagði starfsbróðir
minn á »Alexandríu« mjer áðan. Hjelt að það
væri ,,Huron“, þegar jeg svaraði honum. Hann
hefir nú án afláts upp á síðkastið kalíað á
„Huron“, en ekki fengið ne tt svar. Jeg skil
samt ekkeit í því, því að jeg talaði við loft-
skeytamanninn á ,,Huron“ rjett áður en jeg fór
að sofa og við höfðum ágætt samband.«
»En þá hlýtur hann að vera genginn til
hvílu,« sagði yfirmaðurinn, »og er kanske
búinn að sofa lengi. Hvað er langt síðan að
þjer töluðuð við hann?«
»Ja, hvað er klukkan núna? — fjórðung
gengin td eitt. Pá eru rúmlega tveir tímar
síðan, því að jeg talaði við hann rjetl áður
en jeg lokaði klefanum hjerna, og það gerði
jeg klukkan 10.«
»Og nú hefir ,,Alexandría“ reynt að kalla á
,,Huron“ síðan þe>r urðu eldsins varir i lesf-
inni,« sagði jeg, »og hafa ekki fengið ne tt
svar?«
»Já, að nvnsta kosti síðan þeir gengu úr
skugga um, að þeir gætu ekki ráðið við eld-
inn,« svaraði Craig. Hann sneri sjer því næst að
yfirmanninum og spurði: »Á jeg að segja
»Alexandríu« að það vorum við, sem svöruð-
um þeím áðan, og að þeir ættu að snúa við
á móti okkur, svo að við gætum gert tilraun
til að ná þeim áður en það er orðið of seint ?«
»Guð hjálpi yður, maður! Hvað hugsið
þjer? Pótt bæði þjer og við ykjum hraðann
eins og framast væri unt, mundi það taka átta
klukkustundir að mælast. — Eti segið þeim,
að þeir skuli látlaust halda áfram að kalla á
»Huron«, þar til þeir fái'svar.«
>En við fáutn ekkert svar, ef loftskeytamað-
urinn er ekki í klefanum — já, og þótt hann
væri í klefanum, gæti hann ekki heyit kallið,
ef hann hefði ekki heyrnartólin við eyrun, Pað
eru alls engar likur til, að nokkur nái í loft-
skeytamanninn á »Huron«, ef hann er farinn
að sofa. Hvernig í ósköpunum ætti maður að
geta þaó?«
»En það er þó eina vonin fyrir þá,« sagði
yfirmaðurinn í örvæntingarómi. »Hvað getum
við gert annað en að ráðleggja þeim það?«
— — JeS gekk niður á þilfarið til þess að
líta eftir koaunni, sem presturinn hafi tekið
undir vernd sína. Jeg hitti þau bæði á sama
stað, sem presturinn og jeg höfðum setið á,
þegar við fyr um kvöldið ræddum um hugs-
anaflutning. Margir af farþegunum voru nú
komnir upp á þilfar til þess að fá vitneskju
um, hvað á seiði væri, því að það hafði fljót-
lega kvisast, að eitthvað voðalegt hefði komið
fyrir, en engin vissi með vissu hvað það var,
og þegar jeg kom niður úr Ioftskeytaklefanuni,
herjuðu þeir á mig með reglulegt moldviðri
af spurningum, sjerstaklega þó konan, sem
hafði verið orsök þess, að við vissum yfir
höfuð nokkuð um þetta slys.«
»Ja, jeg get nú ekki sagt ykkur mikið,«
sagði jeg, »en að minsta kosti hafa þeir ekki
enn sert skeyti um, að neinn sje særður eða
dauður á »Alexandríu,« og það er þó mest
varið í það, og þeir vonast eftir að komast í
samband við gufuskipið »Huron,« sem er 40
— 50 mílur á undan þeim. Reir gera alt, sem
í þeirra valdi stendur, t l þess að kalia á það
til hjálpar — og við getum ekki gert annað
en að vona með þeim að það takist. Sjálfir
getum við ekkert gert fyrir þá. Við erum alt
of langt í burtu til að geta verið þeim til
nokkurrar hjálpar.«
Pegar jeg hafði skýrt frá þessu, fór jeg aftur
upp í loftskeytaklefann. Loftskeytamaðurinn
sat stöðugt fyrir framan viðtökutækin með
heyrnartólin við eyrun og vonleysið skein út
úr hor.um.
»Heyrir hann stöðugt S. O. S. hrópið?«
spurði jeg, þegar jeg kom inn.
Yfirmaðurinn, sem jeg beindi spurningu
minni til, kinkaði kolli.
»Stöðugt það sama,« sagði Craig fullur ör-