Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 85

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 85
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 163 einmitt það, sem jeg meinti. En hvernig í ósköpunum ætti það að geta orðið, þegar þeir á »Alfxaudríu* hafa nú árangurslaust reynt það í fleiri klukkustundir? En auðvitað verð- um við að reyna«. Hann gaf Craig skipun um að gera tilraun til að ná í »Huron«. Kra — ash — — kra — as'n! Hinir bláu logar brökuðu og brustu með boð sín út-yfir hafið og blinduðu okkur næstum með hinum sterku neistum sínum. Regar Craig var búinn að senda þetta út, sat hann og hlusfaði með athygli til að vita, hvort kraftaverkið hefði ekki skeð og »Huron« hefði heyrt boð hans og sneri nú við á síð- ustu stundu til að hjálpa hinu bágstadda skipi, en hann hristi vondaufur höfuðið. Við heyrðum nú aftur sálmasönginn neðan af þilfarinu. Hann hóf sig til himna eins og alda, fullur af von og trausli. Dyrnar að klefanum voru opnaðar og síra Austin kom inn. »Látið hann kalla á »Huron« nú — á þessu augnabliki,« sagði hann við yfirmanninn. »Hann er nýbúinn að kalla og bíður nú eftir svari,« sagði yfirmaðurinn. Pað varð al- ger þögn og við stóðum á öndinni af eftir- væntingu. Alt í einu hrökk Craig við. »Jeg hefi náð sambandi við »Huron«. Guði sje lof — jeg hefi náð honumN hrópaði hann og vissi ekki hvort hann ætti að gráta eða hlægja. »Huron« hefir heyrt til mín S. O. S.-hrópið og spyr hvað um sje að ,vera.« Svo fór hann aftur að sýsla við áhöld sín og gneistarnir sindruðu og fluttu boðskap um neyðara'stand »Alexandn'u« víðsvegar út í hina dimmu nótt og nákvæma stefnu skipsins á því augnabliki. Regar hann var búinn að þessu/ tók hann heyrnartólin frá eyrunum og þurkaði af sjer svitann, yfirkominn af þreytu. »Hvað sagði »Huron«?« spurðum við allir í einu. »»Huron« tekur nú þegar stefnu á »Alex- andríu«,« svaraði Craig. »Og guði sje lof, að straumurinn er þannig, að »A'exandríu« rekur í áttina td »Huron«.« Neðan af þilfarinu hljómaði sálmasöngurinn upp til okkar og nú Ijet hann í eyrum okkar eins og fagnaðar- og gleðisöngur, Presturinn gekk með hægð burt úr klefanum, en við hinir urðum eftir til að vita, hvað »Huron« hefði meira að segja. Pegar dálítil stund var liðiri, tók Craig aftur til starfa og komst í samband við »Huron«, en nú skrifaði hann jafnóðum svör þau, sem hann fjekk. Við lásum allir yfir öxlina á honum: »Hur- on« segir, að þeir sjái nú þegar daufan bjarma í þá átt, sem »Alexandríu« er von, og það hljóti því að vera hún. Nokkru seinna skrifaði hann: »Huron« er nú viss um, að það er »Alexandría«, sem þeir stefna á; og sendir stöðugt ljóssólir (flug- elda) upp í loftið í þeirri.von, að þær sjáist frá »Alexandríu« og auki hugrekki áhafnar- innar. Og nokkru síðar: »Alexandría« er eins og brennandi eldstólpi. En þó virðist, að á fram- þilfarinu sje stórt svæði, sem eldurinn hefir enn ekki lagt undir sig. Við stefnum á skip- ið með fullri ferð og vonum fastlega, að við komum ekki of seint. Við erum aðeins nokkr- ar mílur frá þvi. í þessum svifum kom presturinn og hin unga kona inn í klefann. »Við höfum frelsað þá — ó, við höfum frelsað þá!« hrópaði hún frá sjer numin af fögnuði. »Síra Austin segir, að »Huron« hafi heyrt til okkar.« Enn skrifaði Craig niður á böð sín: »Hur- on« er við hliðina á »AIexandríu« og fyrstu bátarnir frá okkur eru konmir í sjóinn til að bjarga áhöfninni á »A'exandríu«. Það er bjart eins og um hádag milli skipanna, svo að þeim, sem fleygja sjer eða detta í sjóinn, getum við einnig bjargað. »ÖIIum verður bjargað — öllum verður bjargað! Ó, guð minn! Jeg þakka þjer.« Pað var presturinn, sem talaði, »Pað hlaut 21*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.