Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 88
166
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
En Signe er nú ekki eingöngu falieg, hún er
líka gáfuð.«
»Mjer finst hún hafa verið komin í talsveiða
klípu,* mælti jeg. Mjer var farin að leiðast
sagan. »Hvernig fór hún að því að velja á
milli ykkar?«
»Hún valdi þann, sem meira hugrekki hafði,«
mælti Carstens og brosti.
Jeg virli Carstens nákvæmlega fyrir mjer.
»F*að er satt, hún valdi þann, sem hugrakk-
ari var,« hjelt hann áfram og mjer virtist helst
vera hæðni í röddinni. »Signe lagði gildru
fyrir okkur. Rað var um sumar og við eydd-
um mesta hluta dagsins við mylnutjörn, sem
var þarna. Á henni var róðrarbátur, og eigin-
lega var sú eina skemtun, sem hægt var að
veita sjer þarna, að róa honum um tjörnina.
Við mylnutjörnina var mylnuhjó! og örmjó
brú yfir. Nei, vertu nú ekki hræddur. Pað
kom ekkert fyrir við mylnuhjólið. Kvöld nokk-
urt í júlímánuði fylgdumst við öll þrjú að »við
mylnutjarnarinnar strönd,« eins og stendur í
kvæðinu. Og um kvöldið sagði hún já við
bónorði mínu.«
»Hvers vegna? Hvað skeði þá?«
»Signe fjell í tjörnina, þegar við fórum yfir
brúna.«
Pað var þögn um stund og jeg beið þolin-
móður eftir framhaldinu.
»Báturinn var einhverstaðar í fjáranum,« hjelt
hann áfram, »Signe og Haraldur Petersen voru
að fara yfir brúna, þegar hún alt í einu fjell
í tjörnina. Meðan þessu fór fram hafði jeg
dregist aftur úr og var að binda skóþveng
minn og vissi fyrst hvað skeð hafði, þegar
Pelersen rak upp ógurlegt angistaróp. Tjörnin
var sex álna djúp, þar sem hún datt í hana.
Ef þessar mylnutjarnir væru ekki til, myndu
þorpsblöðin úti á landínu veslast upp, því að
þá gætu þau ekki flutt fregnir um sly=farir við
baðanir og skautaferðir. Jeg sá Petersen beygja
s;g, eins og hann ætlaði að taka af sjer skóna,
en svo rjetti hann úr sjer, fórnaði höndum og
hiópaði á mig. H;nn var alveg utan við sig.
»Jeg kann ekki að synda,« öskraði hann, »jeg
kann ekki að synda . . . «
Tveimur sekúndum seinna lá jeg í mylnutjörn-
inni, spriklandi og hvæsandi. eins og rostung-
ur á sunnudagsmorgni, þegar kirkjuklukkurnar
hringja til morgunguðþjónustu, og gleypti hvern
munnsopann, — eða rjettara sagt hverja vatns-
fötuna — eftir annan af vatni, en um leið reyndi
jeg á einhverju hundasundi að komast þangað,
sem jeg sá á höfuð Signe.«
Jeg lagði vindilinn frá mjer og glápti á Carstens.
»Og þú, sem ekkert kant að synda?«
»Ekki minstu vitund. Ekki frekar en blá-
grýtissteinn. Manstu ekki ekki eftir, hvað Simon-
sen skammaði mig af því að jeg gat ekki lært
að synda. Mjer var gersamlega ómögulegt að
læra það.«
»En þrátt fyrir það bjargaðir þú henni?«
»Nei, það var hún, sem bjargaði mjer og það
á síðustu stundu. Pegar hún var gengin úr
skugga um, hvernig ástatt var með sundkunn-
áttu mína, tók hún nokkur hraustleg sundtök
í áttina til mín, greip í treyjukraga minn —
auðvitað með rjettum björgunartökum, eins og
þú gelur skilið — skipaði mjer að vera ró-
legum og synti svo með mig í land. Og alt
þetta gerði hún eins hiklaust og rólega eins
og gamla frænka þín dró þ'g inn á eyrunum
í gamla daga, þegar þú hafðir verið of lengi
úti á kvöldin,*
»Ja, hver skollinn,« sagði jeg hægt. »Jeg
verð að játa það, að konan þín hefir í raun
og veru gifst hugrökkum manni.«
»Nú, hvcð,« sagði Carstens hógværlega.
»Petta er ekki umtalsvert. Jeg átti hvort sem
var ekkeit á hættu.«
»Áttirðu ekkeri á hæltu? Pú hættir þó lífi
þínu,« sagði jeg.
Carstens ypti öxlum með þessum einkenni-
lega lítillætissvip, sem jeg kannaðisl svo vel
við frá fyrri dögum. Hann hefir alt af verið
hógværðin og lítillætið sjálft.
»Jeg vissi auðvitað að hún var synd eins
og selur,« sagði hann. (Lausl. pýtt).