Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 89

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 89
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 167 A vegamótum. Georg Ágúst Binnell var að jafnaði einhver mesti gleðimaður, sem maður gat hugsað sjer. En ekki var mikinn gleðibrag á honum að sjá núna, þar sem hann sat og var að borða mið- dag hjá fiænku sinni, ungfrú Jeminu Binnell. Já, hann var næstum raunalegur á svipmn. Ungfrú Jemina skotraði augunum kuldalega til hans. sGeorg Ágúst,€ sagði hún um leið og hún setti boilann harkalega frá sjer. »Jeg breyti ekki skoðun minni. Ávísunin, sem þú fjekst í apríl, var hin síðasta. Mjer finst að þú aettir að skammast þín fyrir að koma hingað aftur til að betla. Pú ert orðinn þrjátíu og fimm ára og þú getur ekki nokkurn skapaðan hlut. Af hverju hefirðu ekkert fyrir stafni ?* Ungi maðurinn brosti ísmeygilega. »Jeg er ekki alinn upp til að vinna. Villu aðjeg verði bryti ? Annað gæti jeg ekki unnið.« »Ó, þú manst þó víst eftir, að jeg ætlaði að útvega þjer atvinnu í banka i fyrra.* »Já, og þá atvinnu vildi jeg ekki,« svaraði Binnell og það kom þrjóskusvipur á hann. »Að grafa sig á skrifstofur. Nei, þá vil jeg heldur deyja úr hungri.* »Já, það verður líka endirinn,* svaraði frænka hans rólega. »Pú erfðir iaglegan skilding eftir foreldra þína. En samkvæmislífið í London og ferðir þínar til Miðjarðarhafslandanna var ekki lengi að koma þeim fyrir kattarnef. Pú drekkur og reykir og borðar dýra miðdegisverði hjá vinum þínum. Pú þiggur alt, en lætur ekkert í staðinn. Nei, ef þú vilt ekki vinna, verður þú að deyja úr hungri.« Ungfrú Binnell stóð upp frá borðinu með reigingssvip. Hinar mögru kinnar hennar voru dreyrrauðar af æsingu. Georg Ágúst stóð upp seiulega og svipaðist eftir göngustaf sínum og hatti. Hann var nú vanur að heyra ýmislegt hjá frænku sinni, en í dag var hún hvassyitari en venjulega. En frska geðprýðin hans varð sjer ekki til skammar í þetta sinn frekar en endranær. Hann brosti blíðlega. »Petta var góður miðdegisverður, frænka Jemina — en kaffið er slæmt. Við notum betri tegund i klúbbnum.« Ungfrú Binnell leit háðslega á hann. »Vertu sæll, Georg Ágúst,« sagði hún kuldalega. »Næst þegar jeg sje þig, vona jeg að þú hafir eitthvað fyrir stafni.« Riggs, þjónninn, fylgdi honum til dyra. Binnell reikaði niður götuna og í fyrsta sir.n á æfinni fór hann að hugsa um erfiðleikana, sem fylgja því, að vera atvinnu- og peninga- laus. Hann stakk hendinni í vasann. En hann fann þar ekki þetta venjulega penny. Hann var nú kominn að skemtigarði einum og setti sig þar niður á bekk einn, því að það kostaði eitt penny að sitja á stólunum. »Vinna eða deyja úr hungii! Vinna eða deyja úr hungri!* Ressi orð hljómuðu stöð- ugt í eyrum hans. Hjer sat hann nú án þess að eiga einn einasta eyri í vasanum, Flestir vinir hans voru farnir í burtu. Honum var litið á staf sinn, sem var silfursleginn. Pað var vfst eina ráðið að veðsetja hann. Hann hlaut að fá svo mikið út á hann, að hann gæti komist til vinar síns, Daniels, í [Hampshire. Hatin hafði oft boðið honum að koma og dvelja eins lengi og hann vildi. Reyndar mundi það vera leiðinlegt að vera úti í sveit, en þetta var aðeins um stundarsakir, þar til hann hefði fundið einhver ráð. Fjörutíu mínútum síðar stóð Georg Ágúst við farseðlaklefann á Waterloo járnbrautarstöðinni og spurði hvað farseðill kostaði. Fólk beið þar með óþolinmæði. Kom það þá í ljós, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.