Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 99

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 99
NVJAR KVÖLDVÖKUK 177 Guð er reiður. Jólasaga eftir Gunnar Gunnarsson. Beint utan af íshafinu kemur stórhríðin kol- svört og iðulaus og þræðir inn eftir dalnum. Hún strýkur yfir gaddfreðna jörðina, iðar og þyrlast í kringum hvern stein, og rekur saman stórfenni, þar sem nokkurt afdrep er. Loðfættar rjúpur leita sjer skjóls og láta s:g fenna. Alt, sem lífsanda dregur, er í voða. Alt, sem er á ferli þessa nótt, verður að Iúta ofsanum og deyja. Nú er engin náð. Bærinn Grundarkot nötrar og skelfur fyrir átökum bylsins. Hríðin iðar og þyrlast úti fyrir baðstofuglugganum. Stormurinn urgar og argar á þekjunni. Hún er eins og óvættur, sem með klóm og kjafti reynir til að rífa sund- ur freðið þak og veggi, til að geta náð til þeirra, er inni fyrir eru. Börnin hafa f úið úr sínu rúmi og yfir í rúm móður sinnar; þar liggja þau hrædd og þögul og þrýsta sjer hvert upp að öðru. Pögnin í baðstofunni er þreyt- and'. Svo hvíslar Guðný litla út i myrkrið: »Guð er reiður«. Engin svarar henni. Móðir hennar hefir nóg með sínar e!gin hugsanir. — Árni, bróðir Guðnýjar litlu, er fjórum árum eldri en systirin — hann er 9 ára — hugsar með sjálfum sjer, að ekki muni það vera guð, sem þannig hamist úti. En hann segir það ekki uppbátt. Guðný, móðirin, segir: »Reynið þið nú að sofna, börnin góð.« Svo veiður alt hljótt í baðstofunni. En þó sefur enginn. Pá nótt sofa ekki margir í Hjeðinsfirði. Bylurinn næðir um hjörtu þeirra, sem skýla sjer undir freðnum þekjunum í kotunum. Hann speunir strengi sálarinnar hjá sumuni, svo að þeim liggur við að bresta. Reynsla mörg hundruð ára er runnin fólkinu í merg og beini það finnur á sjer, að á slíkum nóttum geras* ill og angursöm tíðindi. Pk Ieika óvættir lands ins lausum hala, þá halda þær fórnarhátíð sína. Á morgun, eða eftir viku, ef til vill ekki fyr en eftir hálfan máuuð, fær fólk vitneskju um, hvað til hefir borið. En það gengur enginn gruflandi að því, að eitthvað ilt hefír skeð. Sje einhver heimilismaður fráverandi, þegar manndrápsbyljirnir koma, tala raenn um hinn sama í rólegum hversdagstón. En þó hefir talið ekki sinn eðlilega gang. Pað slitn- ar upp úr því, eins og menn veigri sjer við að segja það, sem hugurinn geymir. Pessar þagnir eru nokkurskonar illspár. Reir, sem hafa fráveranda kæran, fella lár í einrúm:. En komi svo maðurinn heill á húfi heim, þá breytast þessi tár, þá verða þau að gleðitár- um. Sje hættan augljós, tala menn ekki um þann, sem úti er. Þetta hafði jafnvel Guðný I tla á meðvitund sinni. — Rað var ekki fyr en á se nni hluta nætur að hún sagði: »Mamma! — Heldurðu pabbi hafi náð landi áður en brast á?« Svo brast hún í grát. Hverju átti móðirin að svara henni? Hún svaraði heldur engu, en hún þerraði tár barnsins síns og kysti það. Rjett á eftir sagði Árnr: »F*eir hafahlot- ið að hafa góðan byr inn eftir firðinum, áður en bylurinn skall á fyrir alvöru, hafi þeir þá verið komnir fram nógu snemma.« — — Með þessum orðum ljet Árni í ljós þá einu von, sem liann vissi að móðir hans gat gert sjer. Báturinn, sem maður Guðnýjar var á, varð að hafa komist út úr Hjeðinsfirðinum og fyrir Nesið, áður en veðrið tók til fyrir alvöru. En þá var líka nokkurnveginn víst, að hann Hösk- uldur hefði náð landi einhverstaðar í Siglufirði. »Þú verður e'nhverntíma góður sjómaður, Árni minn,« sagði Guðný móðir hans og strauk yfir kinnina á honum. — Hún sagði þetta til að segja eitthvað. »Jeg skal sigla þá alla af mjer, eins og 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.