Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 100
178
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
pabbi gerir,» sagði Árni litli. sRað var pabbi,
sem bjargaði sjer og öðrum, með því að af-
höfða aflann, þegar báturinn ætlaði ekki að
bera hann. Pabbi finnur æfinlega ráð, og
hann hefir líka komist í land í kvöld,* sagði
Ámi í alvöruróm.
Móðirin var sömu skoðunar. Höskuldur var
maður, sem ekki kunni að hræðast. Peir, sem
þannig eru gerðir, hafa tíu ráð í hendi sjer,
þar sem aðrir hafa eitt eða ekkert. Hann hafði
ótal sinnum komist í hann krappan, og ætíð
bjargast á sinni eigin karlmensku og ráðsnild;
auðvitað gat óhamingjan hitt alla, það vissi
Guðný líka, og best var að gera sjer strax Ijóst,
að svo kynni að hafa farið, að nú hefði hún
orðið Höskuldi yfirsterkari, og hún reyndi að
búa sig undir hið versta. Pað, sem gerði
Guðnýu órólegri, var, að Höskuldur hafði verið
svo áfjáður að fara þessa ferð með öðrum
bændum úr firðinum, sem voru að sækja sjer
kornmat. »Ef til vill hefir honum dottið í hug,
að þetta yrði síðasta ferðin, sem farin yrði til
kaupstaðar fyrir jól, og hugsað sjer að nota
hana til að ná í ýmislegt smávegis, sem fólk
vill ekki vera án á jólunum. En ef svo var,
þá hafði hann þó ekki sagt neitt um það.«
Pað voru þessar hugsanir, sem ollu Guðnýu
áhyggju. Fyr hafði það komið fyrir, að menn
höfðu búist skyndilega, óvænt og erindislítið
til sinnar síðustu farar. Prátt fyrir þetta var
hugsað um jólin í Grundarkoti, því að næsta
morgun sagði Guðný litla við móður sína:
»í dag eru ekki nema ellefu dagar til jóla.«
En hún tjekk ekkert svar.
Nú var stormurinn þagnaður. — Pað var
orðið eitthvað svo undarlega hljótt úti. Guðný
eldri hlustaði, — eiginlega heyrði hún ekki
neitt, Helst fanst henni eins og hún heyrði í
bylnum og hríðinni einhverstaðar langt í burtu.
Hún vissi, að farið var að líða að morgni.
En enga skímu gat hún þó greint. Alt í einu
drundi kýrin undir pallinum. — Hún var að
biðja um^morgungjöfina. — Klukkan hlaut að
vera orðin sjö. Guðný smeygði sjer út úr
sænginni og fram á gólfið, en sagði um leið
við börnin:
»Byrgið ykkur nú niður og reynið að sofna.
Veðrið er nú orðið svo stilt, að við getum
búist við að sjá pabba áður en kvöld er kornið.*
Guðný klæddi sig í myrkrinu, hún var því
vön, og, hún þekti hverja flík, er hún snerti
við henni, og vissi einnig upp á hár, hvar hún
hafði lagt hveija þeirra á kvöldin. Með þessu
sparaði hún Ijósmatinn. Síðan þreifaði hún
s'g áfram, uns hún fanti lýsislampann, tók hann
í hægri hendina og fálmaði sig fram eftir gólf-
inu, ofan baðstofutröppurnar og fram í eld-
húsið, þar sem eldurinn Iá falinn í hlóðunum
undir þykku lagi af ösku. Hún skaraði öskuna
ofan af og bljes í eldinn, uns hún fjekk hann
til að skjóta upp örsmárriV daufri logatungu,
þá kveikti hún á lýsislampanum, faldi svo aftur
eldinn og fór að sinna skepnunum, — kúnni
og kindunum.
Fyrir 10 árum höfðu Höskuldur og Guðný
byrjað búskap í Grundarkoti, — það var þá í
eyði, en þau nýgift og ljetu sjer ekki erfiðleik-
ana í augum vaxa.
Höskuldur hafði bygt öll bæjarhúsin með
eigin höndtim. Veggirnir voru þykkir — tvær
til þrjár álnir — hlaðnir úr völdit grjóti, flötu
og stæðilegu, nieð vel þurru torfi á milli.
Hver einasta spýta í bænum var rekaviður.
Allan þann við hafði Höskuldur telgt og sag-
að til.
Sperrur, b'tar og stoðir var alt úr völdu efni
og alt var það Höskuldar verk. Hans hand-
bragð var á hverju trje, hverri smáspýtu, att
frá kýrbásnum til föstu og fornlegu rúmstoð-
anna í baðstofunni. Hornspænina, sem þau hjón-
in og börnin notuðu til að matast með, hafði
Höskuldur einnig smíðað, sömuleiðis vatns- og
mjólkurfötur. Alt vitnaði þetta um iðjusemi
hans og atorku, þá manndáð, sem fmnur bjarg-
ráð, þar sem aðra þrýlur. Meðsöknuði í hjarta
mintist Guðný'þess, hvernig hann morguninn
áður hafði horfið henni sjónum í logndrífurini,
er hann gekk til sjávar. Hún hafði staðið og