Tíbrá - 01.01.1892, Blaðsíða 16
12
fór að gráta og kallaáhana mömmu sína, sem
var hvergi nærri: »Er veröldin svona vond?»
sagði litli unginn öldungis forviða. Á hverjum
degi síðan er eg kom inn í veröldina, heíi eg
séð eitthvað illt og ljótt. Eg vil fara úr henni
aptur.«
»Þú getur það nú ekki, unginn minn! og þú
átt eptir að lifa marga góða daga. Við stóru
hænsnin gerum þetta á stundum lika að setjast
að því, sem aumast er.«
»En eg finn, að það er Ijótt,« sagði litli ung-
inn. »Eg iinn það vel.«
Nú kom enn annar dagur, og hænan og ung-
inn fóru snemma út að tina sér lcorn. Þá lcorn
stór drengur og teymdi á eptir sér hest, og
hesturinu var latur í tauminn og sleit hvað eptir
annað snærið. Drengurinn barði þá framan í
hann, og reyrði snærið upp í munninn á hon-
um svo fast, að varirnar á veslings liestinum
skulfu, og munnurinn á honum var svo sár und-
an snærinu, að blóðið rann úr munninum á hon-
um, og samt batt slæmi drengurinn snærið fiist
upp í hann aptur ofan 1 sárið. »Nú, er heim-
urinn svo grimmur og vondur,« sagði unginn
og hristi litla höfuðið, »að mér ofbýður, og eg
sé ekkert gott í honum.«
»Bíddu nú dálítið, unginn minn!« sagði hæn-
an. Þá kom annar drengur hlaupandi með
taumbeisli, leysti snærið út úr hestinum, og setti