Tíbrá - 01.01.1892, Blaðsíða 42
38
í rúminu sínu, þótt hann heyrði, að ferðafólkið
kæmi ofan stigann og fram hjá svefnherberg-
inu hans og kallaði á hann. Hann ansaði
ekki, en velti sér makindalega í sænginni.
Þegar honum þótti tími til kominn, stökk hann
á fætur, klæddi sig og gekk fram; en þá sá
hann engan mann í borðstofunni; hann leit þá
út um gluggann, og sá, að vagninn varfarinn.
Nú greip hann liattinn sinn, og liljóp eins
fljótt og hann gat út veginn. Það var mikill
stormur og rykfok, sem ætlaði að blinda hann.
Hann kallaði og lirópaði á pabba sinn að bíða,
en hann heyrði ekki til hans, svo að hann
varð að labba heim aptur þreyttur og veður-
barinn.
Þetta var ofboðleiðinlegt, en samt gat það
ekki læknað hann; því þegar hann eltist, varð
hann latur og seinlátur; þegar hann þurfti að
fara til einhverra útréttinga, var hann sjaldan
tilbúinn að ná í vagninn, sem fór fram hjá
húsdyrunum hans.
Timinn lætur aldrei trufla sig af neinu, og
sá, sem ætlar sér að komast áfram í honum,
verður að nota hann vel, og aldrei geyma það
morgundeginum, sem hægt er að gjöra í dag.
Eitt forsómað augnablik getur orðið óbætan-
legt tjón, því að hinn örláti guð gefur aldrei
tvær stundir í einu.