Tíbrá - 01.01.1892, Blaðsíða 25
21
Svona leið til fráfærnanna. Einlægt var litla
lambinu stíað frá mömmu sinni á nóttinni, og
það var orðið svo vant við þetta, að kvöldið
áður en fært var frá, gekk það sjálft inn í
stekkinn, fullvíst um að verða látið til mömmu
sinnar að morgni. En það brást.
Um morguninn var engin ær sýnileg á stekkj-
arbólinu. Vesalings lömbin emjuðu og kölluðu
allan daginn á mömmur sínar, hvert í kapp við
annað, en fengu ekki að sjá þær, og engan
mjólkurdropa. Litla lambið, sem var svart-
kollótt gymbur, bar sig einna verst. Hún var
svo lítil og óframfærin, og gat ómögulega
gleymt henni mömmu sinni, en kallaði svo hátt
á hana, að kvað við í hömrunum; en þó heyrði
mamma hennar ekki til hennar, því að hún
var komin langt upp i dal, og var þar einlægt
að kalla á lambið sitt. Um lcvöldið voru ærn-
ar reknar heim á kvíabólið og mjólkaðar, og
einlægt voru þær að kalla á lömbin sin. Svona
liðu margir dagar, og vesalings ærnar urðu
þreyttar að jarma og gleymdu nú smámsaman
lömbunum sinum og fóru að jórtra aptur.
Ofurlítil stúlka, sem hét Olöf, lá á kvíaveggn-
um, og hafði sér það til gamans að telja ærn-
ar, sem búið var að mjólka, og mjaltakonurn-
ar höfðu skreytt með stóreflis mjólkurpentu á
rófubeinið til auðkenningar frá þeim, er ómjólk-
aðar voru. Þá kom smalamaður með ofurlitla