Tíbrá - 01.01.1892, Blaðsíða 59
55
Valdi hans var, til þess að yfirstíga þær skorð-
ur, sem náttúran og mennirnir settu á veg hans.
Hann lokaði sig í marga mánuði niðri í kjall-
ara, til þess að vera ekki tafinn frá námi
sínu.
Það er sagt, að hann hafi 8 sinnum skrifað
upp, hvað eptir annað, sögu hins gríska sagna-
ritara Þúkídides. Það gerði hann, til þess að
geta þvi betur sett sig inn i efni og hugsunar-
hátt hennar; því að þegar maður vill gera eitt-
hvað vel og óaðfinnanlega, þá er visasti veg-
urinn sá, aðgera það upp og upp aptur, þang-
að til það verður íullkomið. Fáir eru smiðir i
fyrsta sinn.«
Nú þurfti hann að auka rödd sína, því að
honum var ekki gefið gott málfæri, eins og þið
heyrðuð. Hvað haldið þið, að hann hafi þá
gert?
Hann gekk niður. í fjöruna mörgum sinnum
og fyllti munninn með smásteinum og söng svo
undir með ölduhljóðinu, þar til er raust hans
varð um síðir sterkari en ölduliljóðið.
Það er hyggilegt að æfa krapta sína á sér
sterkara; því að enginn styrkist við að glima
við sjer minna mann.
Náttúran hafði útbúið hann með veikum og
vanburða líkama, þvi að guð, með liendi nátt-
úrunnar, útbýr börn sín mismunanda vel að
hæfileikum, áður en þau ganga í skóla lífsins,