Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 27
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7 Fr. Halldórsson: Horft um öxl Á fulltrúaráðsfundi Sjómannadagsins árið 1939 var kosin 5 manna nefnd, er gera skyldi tillögur um framtíðarhlutverk dagsins. Nokk- urs ágreinings hafði gætt meðal fulltrúanna um lausn þessa máls og var því ekki talið ráð- legt að taka endanlega ákvörðun um það, fyrr en betur hefðu verið athugaðar tillögur þær, sem fram höfðu komið. Nefndin varð, sem kunnugt er, ásátt um þá úrlaush, að dagurinn skyldi í framtíðinni beita sér fyrir því að koma dvalarheimili á stofn fyr- ir aldraða sjómenn og voru tillögur hennar um þetta birtar í Sjómannadagsblaðinu árið 1939. Á aðalfundi Sjómannadagsráðsins, 1. marz s. 1., voru tillögur þessar samþykktar einróma, og ákvörðun þannig tekin um meginhlutverk dagsins á komandi árum. Með ákvörðun þessari eru mörkuð tímamót í samvinnu þeirri um Sjómannadag, sem til var stofnað af íslenzkum sjómönnum fyrir 5 árum síðan. Með henni er samtökum þessum, eftir 5 ára starf, sltapaður sameiginlegur baráttu- grundvöllur og fengið verðugt takmark til að keppa að. Þetta 5 ára tímabil hefur að sjálfsögðu verið mótað margs konar byrjunarörðugleikum, sem ávallt fylgja starfi brautryðjenda, á hvaða sviði sem er.Þessir örðugleikar hafa þó reynzt minni en ætlað var upphaflega, og má í meginatriðum þakka það því, hve frábærlega hefir tekizt valið á helztu forustumönnum dagsins og hve drengi- lega menn hafa almennt lagt fram krafta sína í þarfir hans. Á örðugum fjallgöngum er þeim hollt, sem klifa brattann, að staðnæmast öðru hvoru, horfa um öxl yfir farinn veg og safna kröftum til nýrra átaka. Islenzkir sjómenn hafa að vísu ekki, í þessum efnum, yfir langan veg að líta, er þeir minnast í dag 5 ára starfsemi sinnar í sambandi við Sjómannadaginn, en árangur þeirrar starfsemi er þó vel þess verður, að rak- in sé, í fáum atriðum, hinn vinsæli þróunarfer- ill hennar og jafnframt skýrt frá tildrögum þess, að til samtaka þessara var stofnað. Um hið síðar nefnda mun fæstum kunnugt, öðrum en þeim, sem lögðu upphaflega hyrningarstein- inn að samtökunum. í fundagerðabók Sjómanna- dagsráðsins er ekkert á það minnst, engar frá- sagnir birtar frá þeim undirbúningsfundum, sem um málið voru haldnir áður en kosið var af einstökum félögum hið raunverulega fulltrúa- ráð, skipað 2 mönnum frá hverju félagi. En þegar skráð verður síðar meir saga þessa máls, ber að sjálfsögðu að rekja feril þess svo langt, sem heimildir leyfa, og þær heimildir eru í meginatriðum eins og hér verður frá skýrt: Á stjórnarfundi Fél. ísl. loftskeytamanna, sem haldinn var í Reykjavík 16. des. 1935, var til umræðu, meðal annars, áskorun, sem félegs- stjórninni hafði borizt frá Alþjóðasambandi loftskeytamanna, samþykktri á ársþingi þess í Gautaborg árið 1934. Var í áskoruninni mælst til þess að félög loftskeytamanna beittu sér fyrir því, hvert í sínu landi, að árlega yrði hald- inn hátíðlegur sérstakur minningardagur þeirra loftskeytamanna, sem farizt hefðu við skyldu- störf sín á höfum úti. Á fundinum voru mættir þeir Henrý Hálfdánsson, Friðrik Halldórsson og Jón Eiríksson. Voru fundarmenn allir sjálfri hugmyndinni hlynntir, en töldu þó réttara, með tilliti til þess hve félagsskapur loftskeytamanna væri fámennur hér á landi, að hafið yrði sam- starf við önnur félög sjómanna um sameiginleg- an minningardag fyrir sjómannastéttina al- mennt, og yrði jafnframt hafin fjársöfnun í sambandi við daginn til byggingar veglegs minnisvarða yfir drukknaða sjómenn. Á aðalfundi félagsins, 11. júní 1936, var mál- ið enn á ný til umræðu og rætt frá ýmsum

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.