Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 41

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 41
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21 finnst enn, að ég hafi verið vakandi, því að ég heyrði að tekið var í hurðarhúninn. Ég varð hrædd og settist upp. Þá sé ég, að Árni kemur inn, klæddur eins og á brúðkaupsdaginn okkar. Hann er alvarlegur, fölur, en svo fallegur og bjart yfir svipnum. Ég varð svo hissa, að ég kom engu orði upp, fannst hann vera kominn svona eins og venjulega, en skildi ekki í því, að hann var í giftingarfötunum sínum. Hann gengur að rúminu, styður annari hend- inni á fótagaflinn og segir — að ég held — eða ég finn að hann hugsar: „Magga mín, nú vildi ég að þú gætir komið í kirkjuna með mér undireins, svo við gætum lát- ið gifta okkur, en ég sé, að það verður ekki hægt, þú hefir báðar hendur bundnar" — í því að hann sagði þetta, benti hann á börnin sofandi— ,,og svo kem ég nú til þín“. Ég ætlaði að svara og hreyfði mig eitthvað, en um leið hvarf Árni, og ég sat glaðvakandi uppi í rúminu. Gunna mín, þú skilur þetta eins vel og ég, — hann er farinn, en nú veit ég, að það er dreng- ur, sem ég geng með. Og nú er ekki um annað að gera fyrir mig en að taka á stillingunni, vera Árna til sóma. Hann var svo stilltur og góður, svo umhyggjusamur við mig og börnin". Tárin hrundu hægt og hægt niður vangana á Margréti. Ég, sem kom í þeim tilgangi að dreifa kvíðvænlegum hugsunum hennar, átti nú engin orð hehni til styrktar. Hún situr hljóð og horfir út. — í hálfan mán- uð sat Margrét hljóð og horfði út — og þá loks- ins kom presturinn með boðskapinn. Ég var stödd hjá Margréti þennan dag, eins og oftar þessa dagana. Við vorum að spjalla saman. Nonni litli svaf dagdúrinn sinn. Það var dimmt yfir — rigningardagur. Við vorum að tala um snið og gerð á flíkum, sém við vor- um að prjóna. Margrét segir allt í einu: „ósköp er veðrið dimmt og drungalegt í dag, Gunna mín“. Ég fann að hún átti ekki við veðrið — það var svona venjulegur rigningardagur — held- ur átti hún við sínar eigin hugsanir. Ég gat engu svarað, ég gekk til hennar, tók í hönd henn- ar og strauk hana. Þá varð mér litið út á göt- una, og ég sá að presturinn var að koma. Margrét hlýtur að hafa fundið að mér brá, því hún leit út. „Jæja! Guði sé lof! Þá er þó vissan fengin. Þú veizt, að þetta vissi ég fyrir löngu, en þó er það svo, að ekkert er eins kveljandi og óvissan“. Margrét stóð upp og gekk fram til þess að taka á móti vissunni, hljóð og tíguleg, með hjartað þreytt af kvíða. Sveinn Gunnlaugsson: Mansöngur um breiðíirzkan bát Ég fagnandi horfi á fleytuna mína — það fegursta, sem ég veit. Ég ann henni meir en orð fá lýst, sú ást er þögul, en heit. í hamóðum stormum og himneskri hlíðu höfum við glaðst og þreytzt. Okkar tryggð er ofin úr yndi og voða og aldrei getur hún breytzt. Ég dáist að stoltinu í stefnis-svipnum, og styrknum i barka og skut. Það er seiðandi fegurð í sérhverri línu, og samræmi í hverjum hlut. Auðnubrosin á bikuðum kinnung bæta mér hverja önn. Sálirnar okkar saman renna, er sýður á keipum hrönn. Sálirnar okkar. — Eflaust þér brosið að einfeldni minni nú. En — ég fann engan vin betri’ en fleytuna mína; það er föst og óhögguð trú, að á Ijósvakans bárum við eigum um eilífð — elskaða fleytan mín —, að njóta byrsins, á bláum sundum, við breiðfirzlcra eyjasýn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.