Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Qupperneq 46
26
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
I
Grímur Oorkelssorr.
Ferð til SuSur-Afríku
5
Snemma í júnímánuði árið 1920 lét vöru-
flutningaskipið „Eastern Crag“ úr höfn í New
York. Var förinni heitið til hafna í Suður-
Afríku, en auk þess hafði skipstjórinn rétt til
að fara til hvers þess staðar, eða hverrar þeirr-
ar hafnar í heiminum, sem honum þóknaðist,
svo framarlega, sem það tæki ekki lengri tíma en
eitt ár. Að ári liðnu, eftir að ferðin var hafin,
gat hvaða skipverji sem var krafist afskráning-
ar úr skiprúmi og frírrar ferðar til lögskrán-
ingarstaðarins. Kom það stundum fyrir á
Band’aríkjaskipum, að menn voru skráðir á
Atlandshafsströndinni, en síðan afskráðir á
Kyrrahafsströndinni, þegar ráðningartíminn
var útrunninn, og þá auðvitað sendir í Pull-
mannsjárnbrautarvagni þvert yfir meginland
Ameríku sér algerlega að kostnaðarlausu, en
fyrir reikning viðkomandi skipafélags. Þótti
mjög eftirsóknarvert meðal sjómanna að lenda
í slíkum æfintýrum, þar eð þá var hægt að lifa
eins og greifi í nokkra daga á annara kostnað.
Skipið, sem ég var kominn um borð í, var um
sex þúsund smál. stórt og hafði legið uppi um
lengri tíma, eins og mörg þeirra skipa, sem
Bandaríkin byggðu í síðasta stríði. Þegar því
lauk höfðu Bandaríkin mjög stóran flota kaup-
skipa af ýmsum gerðum og stærðum.
Eftir stríðið jókst framboð flutningaskipa af
ýmsum þjóðernum, en flutningaþörfin minnk-
aði stórum. Afleiðingin varð sú, að Bandaríkja-
stjórn varð að taka skip úr umferð í hundraða-
tali og leggja þeim upp. Þar sem þau lágu í stór-
hópum á afviknum stöðum, þessi aðgerðarlausu
skip, nutu þau sáralítillar umhirðu og viðhalds,
og eina ráðið til þess að varná því að þau dröfn-
uðu niður, var að láta þau öðru hvoru fara í
ferðalög, en leggja öðrum upp í staðinn.
Engin sæld þótti að lenda um borð í þessum
skipum, þegar þau komu úr uppilegu, því að
verkefnið var að þvo af þeim hinn gróm-
tekna óþrifnað, sem á þau hafði safnazt, með-
an þau lágu aðgerðarlaus, og koma öllu í lag,
sem úr lagi var gengið.
Þegar skipin komu í heimahöfn að endaðri
ferð, komu eftirlitsmenn stjórnarinnar venju-
lega um borð og athuguðu handaverk skipverja.
Þætti þeim útlit skipsins'bera vott um slæleg
vinnubrögð, voru allir yfirmennirnir tafarlaust
reknir. Hásetar og aðrir undirmenn biðu sjald-
an eftir slíku, þeir fóru flestir af sjálfsdáðum,
þegar búið var að binda.
Afleiðingin af öllu þessu varð meðal annars
sú, að vinnuharka á þilfari var mikil, meðan
ferðin stóð yfir, sérstaklega þó meðan verið var
í hafi og hægt var að beita sjólögunum óskorað.
„Eastern Crag“, eða „Kletturinn í austri“,
sem ég var nú kominn um borð í, hafði legið
lengi uppi, enda var útlit skipsins ofan þilja
langt frá því að vera aðlaðandi. Hvar sem litið
var blasti við eintómur óþverri. Öskuhaugur
mikill hafði safnazt á framþilfarið, svo að hægt
var að ganga stytztu leið fram af stjórnpalli og
niður á þilfar. Lá nú fram undan að ryðja þessu
ölju fyrir borð, strax og hafnsögumaður hafði
yfirgefið skipið. .
Á meðan haldið var niður Hudson-fljótið og
áður en skilað var hafnsögumanninum, notuð-
um við hásetar tímann, til þess að skipta með
okkur verkum. Við vorum tíu talsins og skyldu
sex ganga sjóvaktir, tveir á hverri vakt, en þær
voru þrískiptar. Fjórir hásetar skyldu vinna á
daginn, vera dagmenn. Skyldi nú dregið um,
hvað af þessu menn skyldu gera. Dregið vjf
þannig, að einn maður tók jafn margar eldjtyp-
ur og menn voru margir, sem draga skyjfðu.
Hausar voru brotnir af nokkrum eldspýtáínna. •
Þeir, sem þær hrepptu, skyldu vera dagmenn. AíÉf
lokinni þessari athöfn kom í ljós, að ég hafði
hlotið stöðu á 2. stýrimannsvaktinni, en sú vakt
er á tímanum frá kl. 12—4, bæði á nóttu og degi.
Þessari vakt stýrði gamall Svíi, sem búinn
var að sigla um 30 ár víðs vegar út frá Kyrra-