Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 64

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 64
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ur hefir þau áhrif á sjómennina, sem Guðm. J'ónsson telur, gæti starfsemi sem þessi hjálpað til að ala upp með þjóð vorri betur menntaða sjómannastétt en annars staðar gerist. Ekki hafa bókaútlánin í skipunum alltaf eða alls staðar gegnið jafn vel. Það hefir komið fyr- ir, að þessi smá-bókasöfn hafa legið í skipunum í hálfgerðu eða algerðu reiðileysi tímunum sam- an, og meira eða minna af bókunum verið glat- að, þegar til átta að taka. Þetta hefir svo orðið til þess, að bókalán til þessara skipa hefir fallið niður um lengri eða skemmri tíma. Fyrsta skilyrði þess, að hægt sé að lána bóka- safn í skip er, að skipverjar hafi mann, er vill taka að sér vörzlu þeirra. Hann þarf að geyma bækurnar í lokaðri hirzlu og lána þær skip- verjum á sama hátt og Bæjarbókasafnið sjálft lánar lesendum í landi. Hann þarf að vera mjög reglusamur og strangur við skipverja, og ef hann svo auk þess ann bæði bókunum og mönn- unum, sem þær lesa, hefir hann aðstöðu til að margfalda gildi þeirra, með því að vekja umtal um þær meðal skipverja í frístundum þeirra. Eitt af því, sem við höfum til marks um reglusemi skipabókavarðanna, er það, hvort þeir setja merki (dagsetningu) á bókamiðana í hvert sinn, sem þeir lána bók. Það eiga þeir að gera, svo að unnt sé að gera skýrslu um bókalán í skipum eftir því, en það gera þeir ekki alltaf, og þó að skipsbókavörðurinn sé vís til að segja, þegar að þessu er fundið við hann: „Við lásum þær allar — allir“, þorum við ekki að taka þær fpllyrðingar hans bókstaflega með öllu. Árið 1940 voru lánuð í Skip um 90 skipabóka- söfn. Þetta hefir starfsemin orðið mest, og þótt hún hafi orðið heldur minni 1941, ef til vill vegna þess, að togaraútgerðin hér í höfuðstaðn- um hafi dregizt eitthvað saman, virðist ekki ástæða til að ætla, að hér sé um stefnubreytingu að ræða. Til eru þær skipshafnir, sem sýna bókasafn- inu þakklæti sitt með peningagjöfum. Þannig hafa skipverjar á skipinu Katla oftar en einu sinni sent bókasafninu peningaupphæð. Þeir peningar eru lagðir í „Aurasjóð" bókasafnsins ásamt tekjum af skírteinasölu, dráttareyri og sektafé. Sá sjóður fer nú að nálgast 60 þúsundir króna senn hvað líður, og vex óðum. Mun vera iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii- Z L.’ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ÚTG. SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ § KEMUR ÚT Á SJÓMANNADAGINN RITNEFND: | FR. HALLDÓRSSON, GRÍMUR ÞORKELSSON, | 1 SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON, FRIÐRIK J. ÓLAFS- 1 SON, GEIR SIGURÐSSON. | ÁB YRGÐARMAÐUR: FR. HALLDÓRSSON. 1 ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. n z iiimiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimmiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimmiiimiiimimmmmi litið á hann sem byggingarsjóð bókasafnsins. Einhverntíma fær bókasafnið rýmra húsnæði en það hefir nú. Þá getur bókasafnið gert margt, sem enn hefir orðið að bíða. Ein af fyrstu og sjálfsögðustu umbótunum verður sú að stofna myndarlega skipabókadeild og fá henni rúm- góða stofu til íbúðar. Þar verða skipa-bókasöfn í pökkum, miklu meira úrval en við höfum nú, og auk þess all mikið af bókum, innlendum og erlendum, sem sjómenn geta valið úr, ef þeir vilja það heldur. Á erlendum tungum er mikið til af bókum, sem sérstaklega eru ætlaðar sjó- mönnum. Má búast við, að úrval úr þeim bókum verði í skipabókadeildinni. Þar geta sjómenn líka setið og kynnt sér bækurnar, þegar þeir eru í landi. Þá verður líka hægt að sinna fleiri skipum og fleiri tegundum skipa en hingað til hefir verið unnt.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.