Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 36

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 36
að þola slíkan yfirgang, söfnuðu liði, veittu þeim fyrirsát og unnu þá alla nema einn, er undan komst. Skeði þetta í Skaganausti á Fjallaskaga við Norðanverðan Dýrafjörð, en þar höfðu Spánverjar leitað sér náttstaðar, er þeir snéru út um aftur til að leita Marteins og félaga sinna, eins og Dýrfirðinga höfðu gert ráð fyrir. Þótt þeir væru hálfu fleiri en Spánverjarnir, myndi þeim vafalaust hafa gengið ílla að ráða niður lögum þeirra, eins og þeir voru varir um sig og vel vopnaðir, ef einn ofurhugi í liði Dýrfirð- inga, hefði ekki boðist til, að reyna að leika á varð- mennina og ná vopnum þeirra. I fyrstu ferðinni tókst honum að ná talsverðu af vopnum frá þeim, en þegar hann gerði aðra tilraun, urðu þeir hans varir og sóttu að honum allir í einu og veittu honum mörg sár og stór, hlupu félagar hans þá til og voru allir varðmennirnir drepnir í fyrstu atrennu. Var þá ráðist gegn þeim, er inni voru í búðinni, og var sá aðgangur harður, því Spán- verjar vörðust af mikillri harðneskju, eins og þeir er eiga líf sitt að verja. Hlóðu Dýrfirðingar, grjóti fyrir dyrnar, og undu svo þakið af kofanum, til að komast að þeim og voru þeir allir feldir 13 að tölu, en einn leyndist undan í myrkrinu og komst hann seinna til félaga sinna á Dynjanda skútunni, sem þá voru á leið vestur um, eftir að hafa rænt um allan Önundarfjörð. Þegar þeir fréttu um viðtökurnar, sem félagar þeirra höfðu fengið á Dýrafirði, snéru þeir stöfn- um sínum þaðan og héldu til Patreksfjarðar, þar sem þeir höfðu vetursetu og gerðu mikinn óskunda, en enginn þar treysti sér að standa í móti of- ríki þeirra, heldur reyndu menn, að kaupa sér frið með því, að reita í þá það, sem þeir vildu. Vetur þessi var hinn mesti snjóavetur og allar samgöngur á landi tepptar. Sýslumaðurinn, Björn bróðir Ara í Ögri, var sjálfur fjarverandi, og forustu vantaði til virkra aðgerða. Þegar Ari frétti, hvað menn yrðu að þola í sýslu bróður hans, fylltist hann meðaumkun og safnaði mönnum í herferð til Patreksfjarðar, til að ráða niðurlögum Spánverjanna. Brugðu menn greiðlega við og urðu saman 95. Náði lið þetta heilu og höldnu til Tálkna- fjarðar og bar þá svo við, að Spánverjar komu þangað í ránsför, og munaði minnstu að þeir yrðu þarna veiddir í gildru, en þeir sáu við henni og komust undan til skipa sinna. Lið Ara skaut á eftir þeim, drápu einn mann og særðu annan, og skyldu flokkarnir við svo búið. Islendingum þótti nú súrt í broti, og hugðust ráðast yfir fjöllin til Patreksfjarðar, en á leiðinni brast á þá stormur mikill, norðan moldbylur með hörkufrosti, og lenti liðið í mestu mannraunum en komust að lokum við illan leik að bæ einum, og urðu þar hvíld fegnir. Fréttu þeir þarna um ýmislegan viðbúnað Spánverja á Patreksfirði og að sigur yfir þeim gæti orðið dýrkeyptur úr þessu, varð það því úr, að hætt var við frekari herferð á hendur Spánverjunum á Patreksfirði. Spánverjarnir héldu svo til á Patreksfirði til vors, en þá tókst þeim að hertaka brezka skútu sem þeir sáu útifyrir firðinum og sem ekki gat forðað sér frá þeim fyrir byrleysi, annað brezkt skip unnu þeir, eftir harðan bardaga, og rændu það, sigldu síðan á brott og fara engar fregnir af þeim síðan. Nú víkur sögunni til þeirra Marteins og félaga hans 18 er héldu inn í Æðey og settust þar að. Þeir réru til fiskjar og rændu þar sem eitthvað var að hafa. Þeir gerðu tilraun til að ræna í Ögri, hjá sýslumanninum, en þar áttu þeir kaldri komu að fagna og urðu að hverfa frá slippir og snauðir, því Ari sýslumaður hafði þar varnir fyrir. Er sagt, að Spánverjarnir, hafi hótað að drepa sýslu- manninn, og myndað til á sjálfum sér, með hnífum, hvernig þeir ætluðu að fara að því. Þá ráku þeir upp óp og vein til að sýna, hvernig kona Ara og börnin, myndu bera sig á eftir. Ari, sem þegar hafði látið kveða upp dóm yfir Spánverjunum, Súðavíkurdómur, dróg nú saman lið til að ráða Spánverjana af dögum. Mætti liðið í Ögri 10. oktober, voru þá nýbúnar að berast fréttir af vígunum í Dýrafirði. Gekk þá svo mikill stormur að liðið sat veðurteppt í Ögri í þrjá daga. Var þá gert út njósnarskip yfir að Æðey til að fá fréttir af Spánverjunum, og var sagt, að þeir hefðu járnað hval, sem væri lentur á Sandeyri yfir á Snæfjallaströndinni og væru flestir Spán- verjarnir farnir þangað til hvalskurðar. Var nú ekki beðið boðanna og haldið með liðið yfir til Æðeyjar. Þar höfðu fimm Spánverjar verið skyld- ir eftir á verði og voru þeir allir drepnir. Veðrið var svo mikið, að heita mátti ófært yfir sundið milli Eyjarinnar og lands og er sundið þó örmjótt, jafnframt kváðu við þrumur og eldingar öðru hvoru, taldi Ari það sigurboða og létu þeir veðrið ekkert á sig fá, en klaungruðust einhvern- 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.