Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Page 39
Marliús Guðinundsson, skipstjóri. Guðmundur Markússon, skipstjóri. stjorn á „Jóni forseta", og síðan hefir hann tekið við skipstjórn á hverju nýju skipi er Alliance h.f. hefir eignast, á „Tryggva gamla“, á „Hannesi i'áðherra“, á „Jóni Ólafssyni“ og nú síðast á „Jóni f°rseta“ hinum nýja. Þegar Guðmundur nú lætur af skipstjórn eftir 30 ára skipstjórn, á stærstu tog- urum landsins, fer hann ósigraður í land, hann var jafnmikill forustumaður um aflabrögð þegar hann hætti og þá er hann hóf sinn skipstjórnar- feril. Saga Guðmundar Markússonar, má segja, að sé saga íslenzkra togveiða. Starf hans og skipsstjórn, hefir verið nátengd framförum og afköstum ís- lenzkra sjómanna á þessu sviði. Sá sem þetta skrif- ari naut þess um mörg ár að vera í skiprúmi hjá Guðmundi og á þaðan margar góðar endurminn- mgar. Mér er sérstaklega minnisstætt, er hann hóf fyrst siglingar með ísfiskafla til Þýzkalands, hvað Þjóðverjarnir voru undrandi yfir því aflamagni, er kom upp úr skipinu. Þekktir þýzkir togara skip- stjórar komu til að kynna sér, hvernig þetta væri hægt. Þeir vildu fá að fræðast um allt mögulegt, vei kaskiptingu og fyrirkomulag á öllu. Ekki voru þeii síður undrandi yfir því, að mannskapurinn skyldi geta afkastað þeirri vinnu, sem þessu var samfara og á jafn fáum dögum. Þeir tóku upp hjá sér svipuð vaktaskipti og Islendingar og fylgdust með hverri þeirra hreyfingu við veiðarnar. Þegar viðreisninin hófst í Þýzkalandi og Þjóðverjar eign- uðust sín nýju og miklu skip, voru þeir famir að standa íslenzku sjómönnunum fullkomlega jafn- fætis, hvað aflabrögð snerta. Þegar Guðmundur sá þessi nýju og miklu skip þeirra, bruna togandi fram hjá sér á miðunum heima, þar sem okkar beztu skip komust ekki í hálfkvisti með toghraða, varð honum ljóst, að þrengjast myndi fyrir dyrum hjá íslenzkum sjó- mönnum og útgerðarmönnum, ef við ekki gætum eignast sambærileg skip, eða betri. Endurnýjun togaraflotans taldi Guðmundur því aðkallandi lífs- spursmál, hann er mjög ánægður með nýju togar- ana, hvað afkastamöguleika snertir, hitt er honum eins og öðrum íslenzkum sjómönnum áhyggjumál, hvað þrengjast er tekið á miðunum og nálæg fiski- mið orðin uppurin, en með nýju skipunum erum við mun betur settir, til að sækja á ný mið og fjarlægari. Guðmundur Markússon hefir sýnt fádæma ein- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.