Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Page 43

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Page 43
Frá Húsavík. Mér fannst nú ekki réttnefni að kalla þetta belj- andi fallvatn læk, eða fannst það að minnsta kosti ekki meðan ég var að krafla mig yfir hann supandi kveljur annaðslagið, rétt á eftir rak ég mi§ svo óþyrmilega á eitthvað hart, að mig hálf svimaði. Ég reiddist sem sé, svo við lækinn að eg steingleymdi að fálma með höndunum út í loftið. Ég þreifaði mig áfram meðfram þessu fer- líki, sem ég rakst á, og reyndist þetta að vera sléttur flötur líklega húshlið, ég hélt áfram að breifa, alltaf kom nýr og nýr flötur og fóru þeir uu að verða ískyggilega margir er ég var búinn telja sjö hliðar, fannst mér ólíklegt, að húsið uiyndi þannig byggt, mér var því nauðugur einn kostur að skilja við þennan fasta stuðningspunkt °g halda út í óvissuna. Ég fann nú, að hallaði undan fæti og reyndi að halda þeirri stefnu, því að ég vissi að sjórinn myndi í þeirri átt. Skreið eg nu a fjórum fótum allangan spöl og var þá svo ePpinn að rekast beint ofan í naustið. Ég sá að bátnum leið vel og að ég gæti ekkert frekar fyrir hann gert og lagði því á stað til baka aftur sömu leið, að ég hugði. Er ég fann, að ég var kominn upp úr grýttri fjörunni reyndi ég að ímynda mér að ég væri á sömu leið og ég kom. En ég hafði ekki gengið lengi er ég sannfærðist um hið gagnstæða. Ég hugðist nú enn breyta stefnu, en með því að ég vissi ekki hvoru megin ég hafði lent við bæjar- húsin, þorði ég ekki að ganga langt í einu í sömu átt ég þóttist raunar vita, að ég myndi ganga meir upp á vinstri hlið og þóttist vera að gera við því en allt fór það í handaskolum. Ég gekk, það var allt og sumt sem ég gat gert raunhæft, mér var líka nauðugur einn kostur, því kuldinn sagði illi- lega til sín eins illa til reika og ég var, rennblaut- ur úr bæjarlæknum ofan á snjóbleytuna og svitann. Já, annað eins bölvað myrkur, það lagðist að mér þétt og þykkt eins og eitthvert heljar farg sem vildi merja mig í sundur; Ég reyndi að hugsa skírt, hvernig gat staðið á þessu, hvaða bölvaðar SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.