Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 48

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 48
Verðlaunaveitingar Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda hefir, frá því Sjó- mannadagurinn var stofnaður, sýnt þessum samtökum sjó- manna hina mestu vinsemd. Þeir gáfu í upphafi hina fögru silfurskál, sem farandgrip, til að keppa um í björg- unarsundi og 1939 ákváðu þeir að gefa í tilefni af Sjó- mannadeginum, verðlaunabikar úr silfri fyrir mesta björg- unarafrek ársins og hlýtur viðtakandi bikarinn til fullrar eignar. Alls hafa afreksverðlaunin verið veitt 12 sinnum og nú í ár verða þau veitt í 13. sinn, bátsmanninum af b.v. Elliðaey. íslenzkum farmönnum að kenna, þótt búið sé að ríra svo kaupmátt íslenzku krónunnar, sem raun er á orðin. Ennþá er íslenzki siglingaflotinn ekki það stór, að komist verði hjá því, að taka skip á leigu, og greiða fyrir það miljónir í dýrmætum erlendum gjaldeyrir, og svo lengi sem þess er þörf, getur ekki kallast, að við séum sjálfum okkur nógir á því sviði. Það má annars merkilegt heita, að enginn af hinum 52 eða 54 herrum, sem sitja á löggjafar- samkundu þjóðarinnar, skuli hafa áhuga á því, að þjóðin geti orðið sjálfri sér nóg, hvað siglingum viðkemur. Nei, þvert á móti, þó virðast þeir helst hafa áhuga fyrir því, að reyna að ná þeim gróða inn í ríkiskassann, sem íslenzk skipafélög kunna að hafa upp úr siglingum skipa sinna. Það væri þá sönnu nær, og eðlilegra, að þeir herrar alþingis- menn og hæstvirt ríkisstjórn, litu á það með vel- vilja, að Islendingar högnuðust á siglingum sínum, og fengju að hafa þann gróða til að auka og stækka flota sinn. En vel mættu alþingismenn og ríkis- stjórn hafa hönd í bagga, með því, að sá gróði gengi til þess eins, að auka og viðhalda siglinga- flotanum, því kyrrstaða í því velferðarmáli er skerðing á sjálfstæði landsins, og gömul og úrelt siglingarskip, er verra að eiga en engin skip. Og víst lætur Alþingi og ríkisstjórn sig meira skifta mörg ómerkilegri mál, en þetta mál. Það er alveg víst, að íslenskir farmenn jafnast fullkomlega á við stéttarbræður sína erlendis, og það er þess- vegna áreiðanlegt, að þeir myndu afla þjóðinni fjár og frama, ef þeir aoeins hefðu hin nauðsyn- legu tæki, í þessu tilfelli skipin, til að sigla á um höfin. Til viSbótar þeim verðlaunum er nú hafa verið nefnd, hefir og F. í. B., gefið tvo síðustu Sjómannadaga, þrenn verðlaun, til bræðslumanna á togurum fyrir bezta nýtingu á lifur og hefir það þótt mikil sæmd fyrir viðkomandi, að hljóta þá viðurkenningu. Vegna hins nýja samkomulags um aflaverðlaun á togurum þar sem lifrarpremian fellur niður, verður ekki hægt að halda þessum verðlaunaveit- ingum áfram, en í staðinn hugsar F. I. B., sér að stofna til verðlaunaveitingar á Sjómannadaginn, þeim er skara fram úr í leikni við netabætingu eða öðrum hagnýtum störfum er sjómenn kynnu að vilja keppa í á Sjómanna- daginn. mannaeyjum var í síðasta ísfisktúr á Hala- miðum, og verið var að taka inn botnvörpuna í hvassviðri og stórsjó, skeði það, að einn há- setinn, Guðjón Annes, kipptist út með forrópnum. Um stund hélt hann sér í trollið, en vegna sjó- gangs missti hann takið og fjarlægðist skipið. Sigurgeir Ólafsson bátsmaður henti sér þá til sunds og tókst að komast til Guðjóns með bjarg- hring og eftir stutta stund voru þeir dregnir að skipinu og bjargað um borð. Talið er víst, að hefði karlmennsku og snarræði Sigurgeirs ekki notið við, hefði Guðjón drukknað. Sigurgeir Ólafsson er fæddur 21. júní 1925 að Víðivöllum í Vestmannaeyjum. Arið 1950 lauk Sigurgeir prófi frá Stýrimanna- skóla Islands. Frá því Elliðaey kom til landsins hefir hann verið þar um borð, og í seinni tíð sem bátsmaður. 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.