Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 54

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 54
allir á ringulreið og voru aðeins litlar leifar af þeim að finna. Þar fundust nokkur borð með út- skornum hestshausum á og áttu auðsjáanlega tvö og tvö saman. Borð þessi hafa verið notuð tjald- inu til stuðnings. í framrúmi skipsins fundust leifar 5 rúma, sum voru ekki, þótt frá víkingatíð væru, ósvipuð rúmum á vorum tímum. Ennfremur fundust þarna ketill úr bronsi, ketilkrókur úr járni, nokkur skurðar- eða höggborð, tréföt, litlir askar, trédiskar og sleði. í grafhýsinu fundust leifar af silkiefni með gullþráðum, ennfremur dökkt ullarefni og leðurpyngja. — Haugsetning Ólafs konungs Geirstaðaálfs er talin hafa átt sér stað á árunum 860—870 eftir Krist. Sumarið 1903 fannst við Ásuberg á Vestfold í híoregi, einnig vestan Oslófjarðar, víkingaskip á ný, og var það grafið upp árið eftir undir stjórn norska próf. Gustafsson. Skipið, sem þótt hefur með merkilegustu víkingaskipum, var grafið úr haug, sem var um 40 m í þvermál og 6,5 m á dýpt. Haugurinn hefur verið hlaðinn úr torfi. Við það hefur skipið varðveitzt betur en ella. Og því eig- um vér að þakka að geta kynnst meistaralega gerðum útskurði á prýddum stöfnum, svo og öðrum skipshlutum. Framstafn Osebergsskipsins vissi mót suðri og var fest við stóran stein. Snið þess var að mörgu leyti ólíkt Gauksstaðaskipinu. Það var borðlægra, mjórra og talið vera lysti- snekkja Ásu drottningar, og mun hún hafa haft það til skemmtisiglinga á fjörðum inni og með ströndum fram. Hún hefur dáið í kringum 850, og hefur þerna hennar fylgt henni sjálfviljug í hauginn. Prófessor Brögger (norskur) telur víst, að leifar beinagrinda þeirrar, sem fundust í graf- hýsinu, aftan við siglu á Osbergskipinu, séu af Ásu drottningu á Vestfold. Hún var móðir Hálf- dánar svarta og amma Haralds hárfagra, sem varð einvaldi í Noregi eftir Hafursfjarðarorustu 872. Enda þótt snið eða línur skipsins séu frábrugnar því, sem að ofan er sagt um Gauksstaðaskipið, J)á er byggingarlagið eða stíllinn sami á báðum (súðbyrðing). Ásubergskipið er 21,44 m langt, kjal- arlengdin 19,80 m og breiddin miðskips 5,10 m. Hæð Gauksstaðaskipsins miðað við neðra borð kjalar voru 2 m, en hæðin frá vatnsborði (er skip- ið var óhlaðið) að borðstokki 1,60 m. Á Ásubergs- skipinu eru þessi mál 1 m og 0,85 m. Súð Gauks- staðaskipsins voru úr 16 borðum, en úr 12 borð- um í Ásubergsskipinu. Skipi, sem var eftirlíking Ásubergsskipsins, var siglt úr höfn 1 Bergen 1. maí 1893, áleiðis til Ameríku. 13 jún, sama ár, sigldi það inn í Newport á Rhode Island, þegar heims- sýningin í Chikago stóð yfir. Meðalhraði þess var 9 fjórðungar úr sjómílu og komst stundum upp í 11. Um leið sýndi það sig, að það var miklu fremra skipi Kólúmbusar, „Santa María“, því að eftirlíking af því skipi lagði á sama tíma af stað yfir hafið. Það er því eigi að efa, að Ásubergskip- ið hefur verið bezta sjóskip til siglinga með strönd- um fram, eins og talið hefur verið. Grafhýsið í Ásubergskipinu var 5,5 m á lengd og 4,5 m á breidd. Þar fundust rúmstæði, sængur, koddar, ábreiður og annar fatnaður. Frá list- sögulegu sjónarmiði eru hin fallegu myndateppi sérstaklega dýrmæt, sem hafa ef til vill prýtt veggi grafhýsisins að innan. I kistu, sem þar fannst líka, voru lampar, skæri, sem líkjast einna helzt garðklippum, ennfremur bandhnyklar og ýmsir aðrir merkilegir munir. Eldhúsgögn Ásu drottn- ingar hafa líka fylgt henni í gröfina, má þar telja af fundnum munum: trog, ausur, handaxir, katlar, kvarnarsteinar og steikingarpönnu. Valhnetu- skurnar, sem fundust þar, ásamt fötu fullri af villieplum, benda eindregið til þess, að haugför drotningar hafi farið fram á haustdegi, þá gat þar að líta tvo vefstóla, spjald með nýbyrjuðum spjald- vefnaði á og að lokum hinar fagurlegu útskornu súlur með dýrshöfðum, eins og þegar hefur verið á minnzt. I framhluta skipsins lá vagn með miklum út- skurði, þrír sleðar gerðir af miklum hagleik og var hægt að setja einn þeirra saman aftur, en brotin voru reyndar 1068 að tölu. Ennfremur voru í þeim hluta skipsins þrjú rúm, einn vefstóll í viðbót, lítill stóll, tvö tjöld og auk þess heill skips- útbúnaður, svo sem akkeri, árar, austurstrog, tunnukvartel og landbryggja (landgöngubrú). Nokkur fórnardýr fundust í framskipi, m. a. fimmtán hestar, fjórir hundar og einn uxi. Út- skurðurinn á vagninum, vagnstönginni, sleðun- um, súlunum með dýrshöfðunum og ekki sízt hin- um voldugu og háreistu stöfnum Ásubergskipsins, sýnir hversu germönsk skreyting með dýraniynd- um er listræn og auðug að þrótti og orku. Undur- samlegt er að sjá hvernig drekarnir fléttast hver utan um annan, og mynda reiti í samræmdri heild á hinum útskorna vagni og hliðum sleðanna. Hin útskorna germanska bandskreyting hefur lengi haldizt við lýði og er að finna í stafakirkjunum norsku og þó einkum á ýmsum útskornum heimil- 34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.