Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 34

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 34
----------------------------------------\ Lyra liggur í Bergen, Laxfoss viS Sprengisand, Sindri ó Siglufirði, Súðin austan við land, Sœbjörg hjó Suðurnesjum, Selfoss í Liverpool, Katla er komin af hafi, Kóri selur í Hull. SKIPAFRÉTTIR Á hverjum degi eru til jafnaSar um 16.500 skip á siglingu víðsvegar um heimshöfin á leið í höfn eða úr höfn á ótal siglingaleiðum. Um 9.300 skip eru á sama tíma í höfn víðsveg- ar um heim að losa vörur eða lesta vörur af ýmsum tegundum, og far- þegar að ganga frá borði eða um borð. Um það bil 1.800 skip eru í skipakvíum til viðgerðar eða hreins- unar. Um 1.000 skip liggja fyrir akk- erum á skipalegum, annaðhvort að bíða eftir fragt, eða orðin úr sér gengin í samkeppninni. Flutningar á farmi og farþegum er einn af elztu atvinnuvegum jarðar- innar og einn sá mikilvægasti. Skipa- byggingar er einn mikilvægasti iðn- aður Bretlands. Tekjur af siglingum verzlunarskipa víðsvegar um heims- höfin er einn meginþáttur í gjald- eyrisöflun Norðmanna. Siglingar eru Um allt eru fley vor í förum með farþrá vora um borð. Þau leggja á votar leiðir í leit að ókunnri storð. Þau beygja í suður, þau beygja í norður, þau bruna frá pól að pól, plœgja erlend höf til erlendra hafna undir erlendum himni og sól. Því eyru vor cetíð heilla hin erlendu borga nöfn: Singapore, Bombay, Boston, Berlín, Kaupmannahöfn, París, Lissabon, London, Leningrad, Monte Carlo, Messina, Versalir, Verdun, Wiesbaden, Milano. Karl ísfeld. V-------------------------------------- einn meginþáttur í lífsbaráttu fjölda þjóða, ýmist af stjórnmálalegum- eða fjárhagslegum ástæðum. Hin mikla skipaeigendasamsteypa í Bretlandi, Peninsular & Oriental group, starf- rækir einn mesta skipaflota heims eða um 370 skip samtals um 2.342.000 brt. tonn að stærð, er sigla um öll heimshöfin. Á hinu leitinu er svo hinn einstaki útgerðarmaður sem ef til vill á eitt gamalt og úr sér gengið skip, er stundar siglingar um Ermar- sund eingöngu. Milli þessara út- varða koma svo siglingaflotar Grikkja, Norðmanna, Svía, Dana, Breta og Japana, sem eins og Skand- inavisku löndin sigla undir þjóðar- flaggi að fáeinum undanteknum frá- töldum. En auk þessara eru svo hundruð einstaklingsfélaga sem sigla undir ýmsum fánum og eiga skipa- flota breytilega að stærð, frá fimm- tíu eða fleiri niður í tylft skipa eða færri. Oll þessi skip, sem mynda hinn eiginlega verzlunarskipaflota heims eru af öllum stærðum, aldri, gerð- um og mætti einnig bæta við afbrigð- um. Samkvæmt síðustu skýrslum er heildartala þeirra 28.600 skip yfir 1000 DW tonn að stærð. Þau sigla undir rúmlega hundrað þjóðfánum og á þeim starfa rúmlega ein milljón manna. Tæp milljón far- þega ferðast árlega fram og aftur Rotterdam. 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.