Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 10

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 10
Biskupinn yfir íslandi, hcrra Pétur Sigurgeirssom Tíl hamingju mcd daginn! Þegar íslenskir sjómenn halda hátíð sína, er rík ástœða fyrir kirkjuna að samfagna þeim. Af persónu- legum kynnum mínum við sjómenn, liefi ég fundið, að þeir eru trúmenn, ekki síður en menn úr öðrum stétt- um þjóðfélagsins. Þótt sjómenn hafi að jafnaði ekki aðstöðu til þess að sœkja kirkju á helgum dögum, eiga þeir margar helgar stundir á hafi úti, og margar heitar hænir stíga upp frá hjarta þeirra til Guðs, sem yfir þeim vakir. Það er að vonum, að sjómenn hugsi meira um Guð og eigi trúarsamfélag við hann jafnvel meir en aðrir, þar sem þeir komast í svo nána snertingu við máttug öfl hafsins, og hafið í ógn sinni og tign talará sínu máli til þeirra um Guð, sem skóp það. Sjómenn kvnnast hœttum Itafsins, en þó ganga þeir öruggir til verks. Til þess eiga þeir innri stvrk og trúartraust. Þó að það sé aflagt núorðið að biðja upp- hátt sjóferðabœn áður en lagt er í róður, þá hygg ég að 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ margur sjómaðurinn fari meðbœn sína íhuganum. Og livað þá um sjómannskonuna heima eða foreldra, sem senda son sinn lit á öldur hafsins, eða þegarfregnin um stormana þar úti heyrist í veðurskeytum? Enginn veit um allar þœr hljóðu, heitu bœnir, sem upp stíga til Guðs, þegar sjómaðurinn á í hlut. Þessi hugur um guðstraustið, kemur vel fram í sjómannasálmi Valdi- mars Snœvarrs, en liann orti svo margt fallegt um líf sjómannsins. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mérstefnu Frelsarinn góður gaf og glaðurfer eftir henni. Eg minnist góðs vinar úr sjómannastétt á Akureyri. Hann var skipstjóri og sigldi öll stríðsárin. Hann sagði mérfrá því, að hvert einasta kvöld hefði hann kropið

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.