Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 13
Sunnudaginn 14. júní var Sjó- mannadagurinn, sá 44., hátíðlegur haldinn um land allt. Lóðir umhverfis Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði voru fánum skreyttar. Veður var gott, þótt nokkuð svalt væri. Kl. 10.00 lék Lúðrasveit Reykjavíkur sjómannalög við Hrafnistu í Reykjavík og Lúðra- sveit Hafnarfjarðar við Hrafnistu í Hafnarfirði. Kl. 11.00 hófst minningarguð- þjónusta í Dómkirkjunni, þar sem dómprófasturinn séra Ólafur Skúlason minntist þeirra sjó- manna sem drukknað höfðu frá síðasta Sjómannadegi, en þeir voru 16 talsins. Séra Hjalti Guðmundsson þjónaði fyrir alt- ari. Á meðan séra Ólafur Skúla- son minntist sjómanna, var lagður blómsveigur að minnisvarða óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði. Eftir hádegið, kl. 13,30 hófust útihátíðarhöld Sjómannadagsins í Nauthólsvík með leik Lúðrasveit- ar Reykjavíkur, en áður höfðu aðildarfélög Sjómannadagsráðs í Reykjavík myndað fánaborg með félagsfánum og íslenskum fánum. Kl. 14.00 setti kynnir dagsins, Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, hátíðina. Síðan fluttu ávörp f.h. ríkis- stjómarinnar Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra, f.h. útgerðarmanna Kristinn Páls- son útgerðarmaður frá Vest- mannaeyjum, og f.h. sjómanna Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavamafélags íslands. Að ræðuhöldum loknum heiðr- aði Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, aldraða sjó- menn með heiðursmerki Sjó- mannadagsins, en þeir voru að þessu sinni: Guðmundur Valdi- mar Guðmundsson skipstjóri, fé- lagi í skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Aldan, Snorri Júlíusson háseti, félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur og Eyjólfur Júlíus Einarsson vélstjóri, félagi í Vél- stjórafélagi Islands. Þá voru veitt afreksbjörgunar- verðlaun og hlaut þau Steingrím- ur Sigurðsson skipstjóri á m/b Bjamarey frá Vestmannaeyjum. Um Steingrím sagði Pétur Sig- urðsson m.a.: „í nóvember 1978 var Bjamar- ey á síldveiðum skammt frá Ing- ólfshöfða. Þegar verið var að kasta nótinni flæktist hanafótur um annan fót sonar Steingríms, Sig- urð Óla, sem þá var 17 ára og tók hann fyrirborð. Steingrímurbeitti skipinu meistaralega, sem að sjálfsögðu var erfitt með nótina úti, en kom því þvert af Sigurði sem þá hafði losnað og skotið upp og sást fyrir sérstaka mildi í geisla ljóskastarans. Steingrímur stöðv- aði vél bátsins, greip bjarghring, stakk sér og synti að Sigurði og kom honum yfir höfuð og undir annan handlegg hans. Sigurður, sem var algallaður og þungur, var orðinn allþrekaður en með fullri meðvitund. Skipveijar hentu út línu sem Steingrímur náði til, voru þeir feðgar dregnir að skipinu og bjargað um borð. Hríð var og dimmt, slæmt skyggni og vindur af NA 4—5 vindstig þegar at- burður þessi gerðist." „Síðari atburðurinn skeði nú í vetur. Bjamarey var að leggja nót 12 sjómílur undan Hjörleifshöfða, þegar Guðmund Gíslason, 17 ára háseta tók út, er steinateinn flæktist um úlnlið hans og dró hann í sjóinn. Veður var VNV 4—6 vindstig, éljagangur og tals- verður sjór. Steingrímur snéri bátnum þegar og strax var byrjað að hífa inn trossuna, væri maður- inn enn fastur við hana. Þá skaut honum upp og var þá skorið á trossuna, bátnum beitt til hins ítr- asta að manninum og hann stöðvaður þannig að hann ræki í átt að honum. Steingrímur vildi ekki eyða meiri tíma í að koma bátnum nær Guðmundi sem maraði í sjóskorpunni, sýnilega aðframkominn og kannske slas- aður. Hann greip bjarghring, kastaði sér fyrir borð og synti að honum. Ekki gat hann komið hringnum á Guðmund, en hélt honum uppi. Steingrímur hafði synt með línu festa í bjarghringinn og á henni voru þeir dregnir að bátnum og þar gat Steingrímur bundið um hann færi og var hann síðan dreginn um borð. „Ég var alveg að fara, ég var alveg búinn og kominn að því að sökkva, þeg- ar Steingrímur náði til mín“, sagði Guðmundur eftir björgun sína.“ Síðan hófust skemmtiatriði í Nauthólsvík. Kappsiglingar- keppni félaga úr Siglingasam- bandi íslands. Keppt var í tveim flokkum seglskúta. I „Fire Ball“ flokki sigruðu þeir Jón Jónsson og ísleifur Friðriksson og í „opnum flokki“ sigraði Rúnar Steinsson. Þá fór fram kappróður, þar sem kepptu þrjár skipshafnir, tvær kvennasveitir og níu sveitir vinnuflokka í landi. „Fiskimann Morgunblaðsins“ vann skipshöfnin á m/s Bjama Sæmundssyni, önnur var sveit b/v Snorra Sturlusonar, og þriðja sveit m/s Ásbjöms RE. í kvennaflokki sigraði sveit BÚR og í keppni landsveitar sigraði sveit Sendi- bílastöðvarinnar h/f, en hún hef- ur sigrað í fimm ár í röð. Stakkasund fór fram og kepptu þar þrír bræður, allir starfandi í frystihúsi ísbjamarins h/f í Reykjavík, þeir Jón B. Sigurðsson, sem sigraði, Einar G. Sigurðsson sem varð annar og Pétur Sigurðs- son þriðji. Þá fór fram koddaslag- ur við mikla kátínu viðstaddra. Merki dagsins og Sjómanna- dagsblaðið var selt á hátíðar- svæðinu, svo og um allt land. Dagskrá Ríkisútvarpsins var að hluta tileinkuð sjómönnum undir stjóm og eftirliti Guðmundar Hallvarðssonar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.