Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 16

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 16
„Þórólfur44. hvernig býr fólk sig undir eftir- launaárin. Fer það nægilega snemma að gera sér grein fyrir þvð tímabili, sem fram undan er þegar starfi lýkur og skapar þjóðfélagið því einhverja aðstöðu til þess. Þá gera nefndirnar ráð fyrir því að láta fara fram umræðu um, hvort heilsufarseftirlit aldraðra sé í eins góðu lagi og vera þyrfti og hvort ekki sé ástæða til að endur- skoða afstöðu fólks til heilbrigðis- fræðslu og heilsuræktar, og hvort ekki sé nauðsynlegt að huga að þessum málum þegar á miðjum aldri, ef árangur eigi að nást í raunverulegri heilsuvemd aldr- aðra. Nefndirnar gera ráð fyrir að á þessum málþingum komi fram upplýsingar og sjónarmið, sem hægt sé að vinna úr ákveðnar til- lögur, sem verði afrakstur af störfum þeirra á ári aldraðra. Nú segja sjálfsagt margir, allt þetta er gott og blessað, en þarna kreppir ekki skórinn mest, heldur í vistunarmálum aldraðra, einkum þeirra sjúku, sem enginn vill til lengdar hafa á stofnun eða spítala vegna rýmisskorts. Það er rétt að málefni aldraðra hafa kannski fyrst og fremst kom- ið í sviðsljósið vegna þess hve miklir erfileikar hafa verið á þvi 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ að vista sjúka aldraða á stofnun- um og ástæðan til þess að það gekk í gegn á Alþingi að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, var fyrst og fremst vissan um þennan vanda. Stofnun framkvæmdasjóðs aldraðra á árinu 1981 hefurvaldið því, að stærri átök verður hægt að gera íu vistunarmálum aldraðra á þessu og næstu árum en nokkru sinni fyrr og eins og áður var sagt, verði framkvæmdasjóður aldraðra meiri en nafnið tómt, verði honum leyft að verða öflugur fram- kvæmdasjóður, þá verður hægt að leysa brýnustu vistunarmál aldr- aðra á næstu árum. Ekki er að fullu ljóst hve stórt átak er hægt að gera á þessu ári, en líklegt er að á fyrri hluta ársins komi í not um 80 vistrými fyrir aldraða í Reykjavík og Kópavogi og á síðari hluta ársins kemst hjúkrunarheimili DAS í Hafnar- firði í gagnið, verði fé til fram- kvæmda. Á næstu tveim árum þar á eftir, ætti B-álma Borgarspítalans að komast í not og þar er um að ræða um 180 sjúkrarými en þetta þýðir með öðrum orðum að á þriggja ára tímabili ættu 350 sjúkrarými fyrir aldraða að komast í not á Reykjavíkursvæðinu. Mig uggir að vandinn sem við blasir í lok þessa árs og á því næsta verði ekki skortur á sjúkrarými, heldur skortur á lærðu fólki til starfa og skortur á fé til þess að reka þessar stofnanir til viðbótar þeim, sem nú eru starfandi. Það hefur nú þegar reynst erfitt að manna þær stofnanir, sem fyrir eru og það hefur einnig reynst erfitt að fá nægilegt rekstursfé til þess að halda fullum rekstri. Jafnframt því sem byggðar eru upp þær stofnanir fyrir aldraða, sem hér hafa verið nefndar, verða menntamálayfirvöld að taka menntunarmál heilbrigðisstétta til athugunar og fjármálayfirvöld að taka afstöðu til þess, með hveijum hætti rekstur nýrra stofnana verður tryggður og þetta verður að gera í tæka tíð. Allt fram á síðasta áratug hafa ríki og sveitarfélög, í mjög litlum mæli, litið á málefni aldraðra sem málaflokk sem þau ættu að sinna. Opinberir aðilar hafa litið svo á að einkaaðilar og sjálfseignarstofn- anir gætu haft frumkvæði í þess- um málum, því þannig hefur það verið um árabil. Nú hefur orðið á þessu breyting og á ári aldraðra verður hér á enn meiri breyting. Gert er ráð fyrir að allir þessir aðilar taki höndum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.