Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 25
Vonin VE 22 var 26 smálestir og byggð í Noregi árið 1919. Hún var keypt til Vest- mannaeyja árið 1928 og reyndist slíkt happaskip, að eftir árið liafði hún borgað sig, auk annars. Rósa. Ástæðan til þess að ég man árið svo vel er að skömmu síðar er ég staddur í geymslunni í kjallar- anum, en þar voru allskonar ílát geymd í hillum. Pottar, pönnur, glerílát og annað. Nú, ég er þama í geymslunni og þá byrjar allt að skjálfa og það hrynur niður úr hillunum allt í kringum mig og húsið hristist þessi lifandi ósköp. Það hittist þá svoleiðis á, að Rósa er að stökkva upp langa stigann, sem lá upp á loftið. Fannst mér þá nú kjörið tækifæri að hella mér nú yfir hana fyrir að stökkva svona skessulega upp stigann, þannig að allt hrundi úr hillunum og húsið skalf. Að hún væri að hrista húsið í sundur. Þóttist ég nú hafa náð mér niðri á henni og hefnt fyrir að hún hafði af mér róðurinn. Að þessu var brosað, því þetta var jarðskjálftinn mikli 1912. Ég vissi auðvitað ekki einu sinni hvað jarðskjálfti var, hvað þá annað. Nú æskudagamir liðu. Liðu með vinnu, gleði og sorgum. Faðir minn og okkar fólk var við sjóinn og þegar ég hafði aldur til, byrjaði ég á sjónum, en árið 1928 tók ég svokallað pungapróf, sem var skipstjómarpróf fyrir formenn á litlum vélbátum. Og 20 árum síðar fór ég svo í „öldungadeildina", sem svo var nefnd og fékk þá fullgilt stýrimannspróf og skip- stjóraréttindi. Sigríður Báturinn sem faðir minn var með seinast hét Sigríður, sú sem síðar fór upp í Hamarinn, sem frægt varð á sínum tíma. Jón bróðir minn vann þá mikið afrek sem talið er næsta furðulegt, en þá kleif hann Hamarinn. Svoleiðis var, að þetta var fyrsta vertíðin mín sem formaður, það var árið 1928 og var ég með bát fyrir Gísla Johnsen, en Eiður Jónsson, mágur minn var með Sigríði. Eiður varð skammlífur, dó aðeins 36 ára gamall, þótt það komi nú ekki þessari sögu við. Nú, þeir róa þarna seint um morguninn, en nóttina áður en þetta gerðist, eða nóttina 11.—12. febrúar, hafði orðið sú mesta úti- lega sem menn mundu (útilega: Bátar ná ekki til hafnar vegna veðurs), og lá fjöldi báta úti. Flestir komust ekki einu sinni uppundir Eyjar. Eiður á Sigríði var einn af þeim, sem ekki náðu til hafnar, en alls lágu úti 19 bátar. Þetta var óskaplegt veður, og eiginlega mín fyrsta raun í þeim skilningi, sem formaður. Okkur tókst við illan leik að komast uppundir Eiðið og þar settum við upp ljóstýru og þama gátu nokkrir bátar haldið sig við hana í myrkr- inu. Næsta dag var ekki róið, því bátarnir voru að tínast inn fram eftir öllum degi, því marga hafði hrakið langt til hafs. Svo er það næsta dag, eða 14. febrúar, að nokkrir bátar róa, þrátt fyrir vont veðurútlit, suð- austan hvassviðri og mikinn sjó og læti. Ég man þetta svo vel, því ég fór um morguninn niður á Skansinn, sem kallað var, en þar var gott að sjá til veðurs. Skansinn var byggður eftir Tyrkjaránið og þar var nokkurt skjól og maður hafði því afdrep til þess að spá í veðrið. Mér leist ekki á blikuna og fór hvergi, en Sigríður fór í róður, ásamt nokkrum bátum. Þeir lögðu úr höfn um klukkan níu um morguninn, aðrir hálftíma síðar, eða svo. Nú, það er ekki að orðlengja það, að strax um hádegið skellur hann á með austan ofviðri með grimmri snjókomu, sem erfremur sjaldgæft. Og til marks um snjó- komuna er, að þegar veðrinu lauk, var snjór í mitt læri úti í Eyjum. Bátarnir höfðu það af flestir að draga mest alla línuna, þrátt fyrir veðrið, þótt ekki tækist þeim það nú öllum og svo komust þeir uppundir Hamarinn, þar sem er nokkurt skjól. Eiður heitinn formaður var auðvitað búinn að standa allan daginn og geta allir sagt sér að hann þurfti nokkra hvíld, og ekki síst ef haft er í huga það, sem gengið hafði á dagana á undan. Af öðrum bátum var það að segja, að þeir náðu til hafnar. Þeir á Sigríði létu nú fyrirberast undir Hamrinum, en þar lágu SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.