Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 26

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 26
einnig nokkrir togarar með ljósum og því auðvelt að halda sig þama í náttmyrkri og snjókomu. Og það var úr, að Eiður biður einn háset- ann að taka við um stund og halda sig við togara, sem þama var, eða einn af fleiri togurum. Hann fer niður og byrjar að hita kaffi, því ekki hafði verið hægt að gera það vegna veðurofsans og allt var kalt. Þeir höfðu náð undir Hamarinn svona í þann mund er myrkur skall á og því ljóst að þama yrðu þeir að láta fyrir berast yfir nótt- ina. Jón bróðir var þarna vélamaður og var að bauka eitthvað við vél- ina, en á þessum dögum voru engin ljós á bátum, ekki einu sinni til að sjá á kompásinn, nema Jón var með einhverja hænsnalugt, sem hægt var að nota. Nú, maðurlnn sem uppi er, kemur allt í einu niður til Jóns og biður hann um lugtina, því hann ætli að hafa ljós, svo hann geti séð á kompásinn, sem þó átti að vera óþarfi, því hann var þama við tógarann. Skipið strandar Jón biður hann að fara strax upp og passa bátinn, því hann megi ekki missa sjónar af togar- anum, en segir honum jafnframt að hann muni ganga frá lugtinni og koma með hana. Þess er að geta, að meðan maðurinn kom niður, þá kúplaði hann ekki frá vélinni, en hún var í gangi til þess að hægt væri að snúast kringum togarann. Ástæðan til þess, að hann kúplaði ekki frá, mun þó hafa verið sú, að hann kunni ekki á vélina. Og það er ekki að orð- lengja það, að þegar maðurinn fer niður, þá tekur báturinn bara beint strau, og það líður ekki lengri tími en svo, að þegar Jón kemur upp með lugtina, þá fer báturinn upp í klettana, sem var nú ekki glæsilegt, því þama var 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Jón Vigfússon, vélstjóri og útgerðarmað- ur, en kleif Hamarinn. Fyrir þetta afrek sitt hlaut hann heiðursverðlaun úr hetju- sjóði Camegies rótarbrim og yfir þeim sextugur Hamarinn. Það sá ekki handaskil fyrir myrkri, en svo vildi til, að Jón var með svokallaðan geymiskastara, sem þá var algjör nýjung. Ljós- kastari, sem fékk rafmagn frá raf- hlöðu, og lýsti bara vel. Hann sækir nú kastarann og þá sjá þeir að þeir geta komist upp, og þeir komast strax fjórir upp á smá tanga, sem þama var. Sá fimmti Guðlaugur Vigfússon útgerðarmaður frá Holti, en hann gerði út ásamt bræðrum sínum Guðmundi og Ólafi. varð víst eitthvað seinni til, og komst ekki upp og báturinn fer með hann á útsoginu, og þá telja þeir nú að allt sé búið hjá honum. En svo skeður það með undur- samlegum hætti, að það kemur einhver fylla með bátinn til baka og kastar honum upp aftur á sama stað, og þá kemst maðurinn upp á klettinn til hinna, en af bátnum er það að segja að hann brotnaði síðan í tvennt og sökk. Það einkennilega við þetta allt var þó ef til vill það, að þetta er eini staðurinn undir berginu, þar sem nokkur von er til þess að lif- andi maður kæmist upp, því bergið gengur í sjó niður. Nú þegar allir eru komnir á land, þá fara menn að hugsa sitt ráð. Sem áður sagði hafði ver- ið gríðarleg snjókoma. Það var frost, sýlingar voru í berginu og snjór í skorðum, og allt því flug- hált. Engrar hjálpar var að vænta af sjó, jafnvel þótt þeir hefðu með einhverjum hætti getað látið um sig vita. Með einhverjum hætti tekst þeim þó að brjótast eitthvað upp bergið og þar komu þeir á sillu, þar sem þeir ákváðu að láta fyrirberast og bíða birtunnar. Þessi silla er eitthvað fyrir neðan miðjan hamarinn, þannig að þeir komust svona hálfa leið. Þeir voru blautir nokkuð og því sennilega ekki góð vist að láta fyrirberast á sillunni við þessar aðstæður alla nóttina, því þeir höfðu bókstaflega ekki nokkum skapaðan hlut meðferðis til að búa um sig eða oma sér við í kuldanum. Höfðu ekki einu sinni tóbak hvað þá annað. Sem áður sagði var þetta að- faranótt 14. febrúar, og þá birtir nú seint. Þegar svo loksins byrjar að birta, þá fara þeir að kanna aðstæður, og þeim er það ljóst, að þeir eru þama gjörsamlega inni- króaðir. Engin fær leið var sýnileg og yfir þá slútti bergið, og ekki

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.