Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 29

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 29
Sigríður VE 240. Fyrsti vélbáturinn, sem Vigfús útgerðarmaður í Holti eignaðist en það var árið 1907. Sem fyrr segir var lestin full af fiski og Vonin því vel þunguð, — var hún því oft hálf lunningarfull. Það kom þó ekki að sök, því lensportin voru stór og góð og rann vel út af henni. En verst var að koma vildi leki með kinnung- unum að ofan, ef þeir urðu fyrir einhverju hnjaski, sem oft vildi verða við bryggjur. Gamla Vonin var orðin 24 ára gömul. í þá daga þóttu norskir bátar ekki sterk- byggðir, en voru yfirleitt taldir mjög góðir sjóbátar, og það var gamla Vonin. Og vegna svona leka hafði lensidælan nú vart undan. Rétt fyrir dimmumótin var komið undir Eiðið og veðrið þá orðið það hart, að tvísýnt þótti að leggja í Flóann og komast í höfn. Eins og kunnugt er, var þessi leið erfið í SA-veðrum, oft tvísýn og jafnvel ófær. En við gosið 1973 er mér sagt að þetta hafi gjörbreyst til batnaðar. Ég hafði fullan hug á að ná í höfn, ef mögulegt væri. Við Eiðið var stoppað lítinn tíma, þar sem hreinsuð var lensidæla og annað í vél yfirfarið og gengið úr skugga um að allt væri í lagi. Ofan dekks var allt lagfært og betur bundið, eftir því sem með þurfti. Síðan ákvað ég að halda í Faxasund og kanna útlitið, enda þótt mér þætti hæpið að takast mætti að komast í höfn. Ég þóttist hafa í bakhönd- inni að snúa aftur undir Eiðið, ef mér litist ekki á sjólagið austanvið. Þegar farið var framhjá Lat og Faxa fannst mér grilla sæmilega í klettana, þó farið væri að bregða birtu, enda má alveg skríða þar með landinu. Þegar komið var vel austur úr sundinu herti bylinn, og veðrið var í sínum versta ham. Óhætt er að segja að skyggni var ekkert og sjólagið, — þó ekkert sæist, — var óskaplegt. Feginn hefði ég nú viljað geta notað áform mitt um að snúa aftur, en fannst eins og á stóð óráðlegt að leggja bátinn undir flatt og Faxasund ekki breitt, ef eitthvað færi úrskeiðis á snún- ingnum. Hættumar voru á bæði borð, — Faxasker annars vegar og Faxanefið hins vegar. Mátti því ekki mikið útaf bera, ef komast ætti vestur úr sundinu. Ég tók því þann kostinn, þó ekki væri hann góður, að halda áfram. Ekki mátti keyra vélina mikið vegna sjóanna, sem helltu sér hver af öðrum framanyfir bátinn, og varð alveg að slá af þegar hörðustu hnútarnir skullu yfir. Það var ógemingur að gera sér grein fyrir hvort nokkuð miðaði áfram, samt vonaði ég og hélt að eitthvað miðaði í áttina. Leki kemur að bátnum Allt í einu rekur Jón bróðir hausinn upp úr vélarhúslúgunni, sem var aftantil í stýrishúsinu hjá mér, og segir að mikill sjór sé kominn í bátinn. Annaðhvort sé lensidælan stífluð eða lekinn sé að aukast. Þar með var hann horfinn niður aftur. Einhvem veginn tókst að kalla hásetana til dekks, og meðan þeir voru að koma sér að dælunni sló ég alveg af rerðinni, en reyndi sem ég gat að halda bátnum sem best uppí. Þegar allir hásetamir voru komnir upp á dekk, nema Guð- laugur bróðir minn, sem var kominn í lúkarskappann, ríður þessi feikna brotsjór yfir bátinn framanfrá og langs aftureftir honum og fannst mér hann um leið hnykkjast afturábak og vera að stingast niður á afturendann. Eftir brotið svamlaði ég í stýris- húsinu hálffullu af sjó, en enginn af 5 eða 6 mönnunum, sem á dekki voru, losnuðu við bátinn, þó ótrúlegt sé. Ekki stoppaði vélin við áfallið, gat ég því sett á ferð og samstundis slegið bátnum undan, þó lunningarfullur væri. Fljótt rann út af bátnum við ferðina, og var nú settur út poki með tvisti og smurolíu, til að lægja brotsjóina. Svona pokar komu oft að góðu gagni, og einnig þama. Ekki vissi ég fyrr en í land var komið að lúkarskappinn hafði farið af við áfallið. Þá sagði Guð- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.